Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 1. desember 1974. Segulmagnaður vökvi LENINGRAD(APN) Tæknistofnun ein i Leningrad hefur hafið framleiðslu á segul- mögnuðum vökva. Segullinn felst I þykkri brúnni blöndu, sem i eru örsmáar agnir af seguljárni. Um leið og þessi vökvi er settur i segulsvið byrjar hann að hegða sér undar- lega, rennur t.d. upp i móti eða harðnar á augabragði. Hegðun þessa furðuefnis skýrist af þvi, að eiginleikar seguls, vökva og hlaups sameinast i einu og sama efninu. Þessa þrenningu ætti að mega að nýta á mörgum tæknilegum sviðum. Þessi sögulvökvi hefur reyndar þegar verið notaður sem sýrukanni i efnaiðnaðinum, og verið er að að hanna verkfæri, sem nota segulvökva þennan sem „skurðarstál”. ★ Hver hefur hjólað lengra en Ada? Arið 1926 keypti Ada sitt fyrsta hjól, og allt frá þeim tima hefur hún hjólað. Hún hjólar nokkur hundruö kilómetra á hverju ein- asta sumri, og finnst annars að það sé ekkert sumar. Ada Ohlson býr i Varberg i Sviþjóö og er sjötiu ára gömul. Hún seg- ir, að það sé svolitið ein- manalegt að hjóla sér i lagi vegna þess að það er ekki mikiö um þaö nú orðið i Sviþjóð, að konur séu á reiðhjólum. — Fólk hugsar ekki orðið um neitt nema þægindin, segir Ada, — og vill þvi helzt aka um í bilum. Á siðasta sumri hjólaði Ada um Noröur-Noreg. Þaö getur veriö erfitt, þvi hjólið hitnar, þegar hjóla þarf upp og niður brattar brekkur. Að þvi segist hún hafa komizt, þegar hún hjólaöi um Júgóslaviu fyrir nokkrum árum. 4 Loftsteinar Um eftirmið- daginn þann 17. júli s.l. urðu Ibúar Gorlovka i Donetshéraði varir við hávaða mikinn, sem liktist einna helst hljóðum þrýstiloftsvélar I litilli hæð. Nokkrum sekúndum seinna féll stór steinn á jörðina i aöeins 10-15 metra fjarlægö frá næsta húsi. Námuverkamaður einn kom fyrstur að steininum, sem lá hálfgrafinn i jörðu. Stuttu seinna flykktust jarðfræðingar að til að athuga málið nánar. Steinninn vegur um 3 kg og var hann sendur til rannsókna I Moskvu. Það er ákaflega þýðingar- mikið, að loftsteinninn skyldi komast i hendur sórfræðinga, áður en isótópar þeir, sem myndast við geislun út I heimingeimnum eyðileggjast. Rannsóknir á isótopum loftsteinsins geta gefið aldur hans til kynna, stærð hans, þegar hann kom inn I gufu- hvoldið og magn geimgeislunar þeirrar, sem hann veröur fyrir i þeim hlutum sólkerfisins, sem hann fer um. Komið hefur I ljós, að Gorlovka-loftsteinninn er af kondrittegund (þ.e. gerður úr litlum kúlulaga hlutum, dropum, sem hafa storknað fyrir milljónum ára, þegar efnismassar mynduðust innar- lega i sólkerfinu) 1 þau 200 ár, sem loftsteina- rannsóknir hafa farið fram I Sovétrikjunum hafa 147 loftsteinshröp verið skráð. ★ Tom Jones er alltaf með króss um hálsinn Ef til vill eru þeir sannkristnir og ef til vill er það tizkan sem gerir það, að ýmsir frægir leikarar og söngvarar hafa nú kross um hálsinn. Sálfræðingar segja, að innt inni búi hjá flest- um þrá eftir einhverjum verndargrip og þeir sem þurfi aö koma opinberlega fram séu oft sérlega hjatrúarfullir, — og krossinn hefur verið i gegnum aldirnar talinn hinn bezti verndargripur gegn öllu illu. Einniger möguleiki þvi, að fólk fari að hugsa öllu meira um trú og kristindóm, þegar borið er tákn hans daglega, svo að það getur aldrei verið nema til góðs. En tizkufrömuðirnir glotta og vekja athygli á þvi, að þessi „krissatizka” hafi einkum færzt i vöxt, þegar klæðnaður- inn varð óformlegri, og sport- legri með fráhnepptum skyrtum — og þá átti helzt að sjást i loðna bringu og eitthvað fallegt um hálsinn! I þessari grein, sem fylgdi myndinni af Tom Jones, eru þeir nefndir leikarinn Curt Jurgens og glaumgosinn Gunther Sachs, og segir þar, að þeir séu allir með sérsmiðaða og með sérkennilega krossa um hálsinn. Krossinn hans Tom Jones er efnismikill úr silfri og á hann er áletrun, sem segir til um blóðflokk söngvarans. Georg, Georg minn, þú hefur fest vitlaust hjólhýsi aftan I bilinn. DENNI DÆMALAUSI Erþetta dótið, sem ég mátti ekki skemma matarlystina fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.