Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 7
ladinsesh .! juaBbnnmia Sunnudagur 1. desember 1974. Leifur A. Símonarson: TÍMINN Steingervingur á flækingi Steingervingurinn, sem Leifur segir frá i greininni. Vorið 1972 barst mér i hendur litili steinn, sem mér þótti nokkuð merkilegur. Steinn þessi fannst sumarið 1967 á malarhól rétt vestan við brúna yfir Vatnsdalsá i Vatnsfirði á Barðaströnd. Fund- arstaðurinn er um það bil 15 m frá veginumog i því sem næst 400 m fjarlægð frá sjó. Finnandi var Halldóra Kristjánsdóttir, 11 ára gömul, dóttir Kristjáns Baldvins- sonar, læknis, sem þá var búsett- ur i Sviþjóð. Kann ég Kristjáni beztu þakkir fyrir að senda mér steininn. 1 steini þessum er dökkgrá tinna. Sums staðar i smáholum má sjá leifar af kalki, en tinna finnst aðallega i kalklögum frá krítartimabilinu og einkum i sjálfri kritinni. Þá finnst og all- mikið f henni i danienlögum, t.d. i Danmörku. 1 greinarkorni þessu er danien talíö til tertiers og þá sem elzta skeið paleósentima, en nánar verður vikið að þvi siðar. Steinn frá Vatnsfirði er nokuð ilangur, kúptur að ofan, en flatur aö neðan. Lengd hans er 47,2 mm, mesta breidd 40,3 mm og mesta hæð 26,5 mm. Hin reglulega lög- un steinsins er athyglisverð. Að ofan má sjá, að honum er skipt i lOsvæði, sem liggja eins og geisl- ar út frá Ilöngu toppsvæðinu. Af þessum geislum eru 5 mjóir og 5 breiöir. Hér og þar má sjá, að hver geisli er myndaður úr tvöfaldri röð af plötum, sem ganga á vixl. Mjóu geislarnir bera tvær raðir af smáholum, sem eru allt að 2 mm langar. A neðri hlið er lágur hnúður út til annars endans og litil hola með hnúði út til hins. Engum blöðum er um það að fletta, að hér er um að ræða allnákvæma afsteypu af igulkeri. 1 stuttu máli sagt ósvik- inn s teingerving. tguliker eru sérstakur flokkur skrápdýra og er þeim skipað I tvo undirflokka. Bezt mun vera að aðskilja þá þannig, að i öðrum (Regularia) eru dýrin kringlótt, meö munn neðan á miðjunni og endaþarmsop á toppsvæðinu, en i hinum (Irregularia) eru dýrin ilöng, með munn neðan á miðju eða þá út til endans og enda- þarmsop ætið utan toppsvæðisins. Þá er stærð og gerð brodda mis- munandi hjá þessum tveim undirflokkum. Við sjáum strax, að steingervingurinn hlýtur að tilheyra seinni undirflokknum, þeim óreglulega. Frekari grein- ing leiðir i ljós, að hér er um að ræða ættkvislina Echinocorys.en tegundarákvörðun er ekki mögu- leg. Danskur steingervingafræð- ingur, H. Wienberg Rasmussen, sem er sérfræðingur i skrápdýr- um, hefur staðfest ákvörðun mina og kann ég honum beztu þakkir fyrir. tgulker hafa skurn úr kalsiti, en afsteypan er úr tinnu, þ.e. kisil einsog i kvarzsteinum. Upplausn kalsitskurnar og útfelling kisils i holrúmið eftir Igulkerið hefur þvi átt sér stað eftir dauða dýrsins. Eins og fyrr sagði, er tinnu nær eingöngu að finna i kalklögum fra krit og danien. Kalklög þessi uröu til á hafsbotni og gert er ráð fyrir, að hann hafi verið mjög eðjukenndur einkum þar sem sjálf kritin myndaðist. Niðri I botneðjunni lágu rotnandi dýra- leifar, þar á meðal kisilsvampar, sem voru mjög algengir á krit og danien. Kisillinn leystist upp i blöndu af vatni og rotnunarefn- um, en féll siðan úr aftur i sprungum og holrúmum, t.d. eftir Igulker. Afsteypan sem fannst i Vatnsfirði, er trúíega mynduð á þennan hátt. Hvaðan er steingerving- urinn kominn? Ættkvislin Echinocorys er nú löngu útdauð, en hún var uppi á efri hluta kritartimabilsins (frá og með túrontima) og náði ögn upp á tertier. Fullvist þykir, að hún hafi dáið út i lok danien- skeiðs. Steinninn frá Vatnsfirði á sér þvi langa sögu að baki, þvi að dýrið, sem afsteypan er af, hefur amkvæmt ofanrituðu sálast fyrir meira en 65 milljón árum. Elzta berg á íslandi, sem aldurs- ákvarðað hefur verið, er um 16 milljón ára gamalt. Má þvi tæp- lega búast við að finna hér ofan sjávarmáls eldri jarðlög en um pað bil 20 milljón ára, þ.e. frá miósen. ígulkerið frá Vatnsfirði er þvi að minnsta kosti 45 milljón árum eldra. Þess er varla að vænta, að lög frá kritartimabilinu eða neðsta hluta paleósentima, sem kynnu að liggja undir Vest- fjaröablágrýtinu. nái upp i botn Breiðafjarðar. Hér mun þvi vafalltið um aðfluttan steingerv- ing að ræða. Ættkvislin Echinocorys hefur fundizt viða i Norðvestur-Evrópu og ennfremur á Vestur-Græn- landi, en er óþekkt á Austur- Grænlandi og Spitsbergen. Þar sem tinna er ekki kunn á Vestur- Grænlandi virðist mega álykta, að steingervingurinn sé kominn frá Evrópu. Kemur þvi vart til greina, að hann hafi borizt til landsins með hafis. Er þá varla öðru til að dreifa en flutningi af mannavöldum. Ekki er alveg hægt að útiloka þann möguleika, að stein- gervingurinn hafi komið til Is- lands sem kjölfesta i skipi. Varia hefur þó munað miklu um hann svo lítill ogléttur sem hann er. Hefur þá annað hvort verið um hreinan uppmokstur að ræða eða að hann hafi þvælzt með stærra grjóti. Þá er og mögulegt, að einhver ferðamaður hafi tekið stein- gervinginn með sér til landsins og týnt honum hér. Heldur finnst mér það þó ósennilegt. Hafi ein- hverjum þótt hann þess virði að hirða hann, hefur viðkomandi tæplega gert það til þess eins að týna honum hér norður á hjara veraldar. Þriðji möguleikinn, og sá sem mér finnst sennilegastur, er að steingervingurinn hafi komið hingað til lands i kartöflupoka frá einhverju landi i Norðvestur- Evrópu. Kartöflur hafa verið fluttar inn frá ýmsum Evrópu- löndum, svo sem Danmörku, Pól- landi, Hollandi, Belgiu, Italiu og írlandi, og komið hefur fyrir, að tinnustykki af kartöflustærð hafi fundizt i pokunum. A þetta þó nær eingöngu við um kartöflur frá Danmörku, eftir þvi sem mér hefur verið tjáð hjá Grænmetis- Leifur A. Símonarson steingervingafræðingur. verzlun landbúnaðarins. Viða i Evrópu, m.a. I Danmörku eru kartöflur teknar upp með vélum og þvælist þá stundum ýmislegt með sem er af svipaðri stærð og lögun og kartöflurnar, t.d. tinnu- steinar, en tinna er nokkuð algeng I isaldarlögum, jafnvel i jarðvegi, sums staðar i Norðvestur- Evrópu. Ekki er hægtað segja, að þetta komi beinlinis á óvart, þvi að lögin, sem liggja ofan á kritar- og danienlögunum, eru oft þunn og, t.d. í Danmörku, að mestu leyti úr jökulruðningi. Þar er ýmsu blandað saman og oft mikið um tinnusteina, sem þola vel hnjask vegna hörku sinnar. Stundum má jafnvel finna stein- gervinga i lögum þessum. Eru þeir á sama hátt og 'tirnustein- arnir ættuðir úr setlögum, sem jökullinn hefur skriðið yfir. Vil ég nú gera langa sögu stutta, þvi mér þykir sennilegast, að steingervingurinn frá Vatns- firði sé kominn til Islands sem dönsk kartafla! Siðasta áfang- ann, á fundarstaðinn i Vatnsfirði, hefur hann og vafalitið komizt af mannavöldum. Geri ég þvi skóna, að einhver svangur ferðamaður, sem ekki kunni að meta fjöl- breytni danskra jarðepla, hafi fleygt honum frá sér með viðeig- andi orðbragði. Nokkur orð um danien. Jarðsöguleg staða daniens hef- ur um alllangan tima verið eitt af þrætueplum jarðlagafræðinga. Flestir álita nú orðið, að það til- -eyri tertiertimabilinu og sé þá fyrsta skeið paleósentimans. Hins vegar halda nokkrir jarð- lagafræðingar ennþá fast við þá upprunalegu hugmynd, að skoða beri danien sem lokatima kritar- timabilsins. Eins og nafnið ber með sér er danien kennt við Danmörku, enda er þar að finna vel varðveitt jarð- lög frá þessum kafla jarðsögunn- ar. Nægir i þvi sambandi að minna á lögin viö Fakse og i Stevn^ Khmá Sjálandi. Þegar á heildina er litið, virðas'. lög frá danien nokkuð útbreidd i Evrópu og hafa einnig fundizt i Asiu, Framhald á bls. J ' SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í snjó og hdlku. Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.