Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 1. desember 1974. Stórar plötur Ringo starr Goodnight Vienna Moody Blues This is The Moody Blues Jack Bruce In From the Storm Joni Mitchell Miles of Aisles Gentle Giant The Power and The Glory Fancy Wild Thing Gregg Allman Gregg Allman Tour David Bowie Live John Lennon Walls and Bridges Jim Eroce Greatest Hits Santana Borboletta Neil Dimond Seranade Dave Mason Dave Mason Dave Loggins Appertice Leonard Cohen New Skin Al Green Explores Your Mind Unicorn Blue Pine Trees Jerr' Goodman and Jan Hammer Like Children Ýmsir Gamlir Góðir History of British Rock Richard Betts Highway Call Three Degrees Three Degrees Bachman Turner Overdrive Not Fragile Litlar plötur Names, Tags, Numbers, Labels Albert Hammond Kung Fu Fighting Carl Douglas Everlasting Love Carl Charlton Ready Cat Stenens Please Mr. Psotman Carpenters Juniors Farm Wings The Heartbreak Kid Bo Donaldson & Dark Horse Heywoods George Harrison Rockin Soul Huges Cororation Touch Me Fancy A Womans Story Cher Beach Baby First Class Stop and Smell the Roses Mac Davis Einnig nýkomið mikið úrval af kassettum og 8-rása spólum. Sími 13008. Ódýr stereosett og plötuspilarar, stereosegulbönd i bila, margar geröir, töskur og hylki fyrir kasettur og átta rása spólur, músfkkasettur og átta rása spólur, gott úrval. Einnig opið á laugard. f.h. Póstsendum. F. Björnsson, radióverzlun, Bergþórugötu 2, slmi 23889. ||| ÚTBOÐ (J| Tilboö óskast I samtals 609 stk. af þenslustykkjum af ýmsum stæröum fyrir Hitaveitu Reykjavlkur. Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Frlkirkjuvegi 3. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, þriöjudaginn 7. janúar 1975. kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuveqi 3 — Sími 25800 SVIKASÆÐI GLÆFRA- AAANNSINS ALLANS DULLESAR OG HINN ILLI ÁVÖXTUR ÞESS Ný bók, sem varpar nýju Ijósi á grimmdarfyllstu atburði kalda stríðsins STEWART STEVEN heitir enskur maður, nú ritstjóri hjá Daily Mail, en áður ritstjóri er- lendra frétta hjá Daily Express. Hann hefur skrifað bók, sem varpar heldur betur öðru ljósi en menn eiga að venjast á atburði i heiminum á árum hins kalda striðs. Hafi þessi maður rétt fyrir sér, eru hugmyndir manna um orsakir þess, sem gerðist, rangar i grundvallaratriðum og öll saga þessa ömurlega timabils verður að skrif- ast á ný. Þvi að hún hef- ur öll verið umsveipuð blekkingarhjúpi, segir Stewart Steven, og þeir atburðir, sem raunveru- lega skiptu mestum sköpum, vandlega faldir og falsaðir. t bók sinni segir Stewart Steven söguna af Allan Dulles, bróður Johns Fosters Dullesar, utan- rlkisráðherra Bandaríkjamanna. Frammi fyrir augum heimsins var Allan Dulles haldið á loft sem snillingi snillinganna við stjórn njósna og upplýsingaþjónustu svokallaðrar, en á siðum hinnar nýju bókar birtist hann sem mis- kunnarlaus refur, er bruggar hin ógeöslegustu launráö og hrindir með undirferli af stað keðju hroöalegustu atburða. Þessar at- hafnir hans áttu að miða að þvi að koma af stað uppreisn i löndum Austur-Evrópu, hrlfa þau undan áhrifavaldi Sovétrikjanna og draga þau i þann dilkinn, er Bandarikjamenn réðu yfir. En i stað þess sigurs, sem Allan Dulles þóttist sjá fyrir, að óheilindavefur hans myndi leggja honum I hend- ur, varð afleiðingin ægilegur harmleikur, sem kostaöi milljón- ir manna miklar þjáningar, og leiddi pyndingar og dauða yfir þúsundir manna. Fláræði og til- litsleysi Dullesar, ásamt of- sóknarbrjálsemi Stalins, hratt af stað hinum geigvænlegu mála- ferlum i Austur-Evrópu, sem ver- öld stóö á öndinni yfir, um það bil er kalda strlðið hafði verið magn- að til hámarks sins. Veruleikinn yfirgekk allt hugarflug skáldsagnahöfunda Jafnvel höfundar rosalegustu skáldsagna um njósnir og gagn- njósnir standa forviða andspænis bók Stewarts Stevens, þvi að það, sem hann segir frá, yfirgengur allt það hugvit, er þeir gátu lagt I bækur sinar frá eigin brjósti. Hafi Stewart Steven rétt fyrir sér, hef- ur veruleikinn verið ennþá and- styggilegri en allur sá vefur, sem njósnasagnahöfundum hug- kvæmdist að spinna upp. Hér birtist allt, sem verst veröur samansoöið, gagnnjósnir á gagn- njósnara, ógnanir og kúgun og ögranir, svikræði af sóöalegasta tagi, falsanir á bréfum, skjölum og skýrslum og mörg fleiri belli- brögð, sem gerir allt þvargið út af Vatnsgáttarinnbrotinu aö sjónar- spili handa sunnudagaskólabörn- um. Allar þessar djúphugsuðu, ó- hugnanlegu ráðagerðir stefndu beint út i eina hryllilegustu ófær- una I sögu aldarinnar og enduðu með skelfingu. I staö þess aö samheldni Austur-Evrópurikja rofnaði, herti Stalin tökin á grannríkjunum, og allur náði þessi óhugnaður, er þarna var sáö til, hámarki slnu i ungversku uppreisninni eftir dauða Stalins. Sagan um Allan Dulles er gleggsta, átakanlegasta og hræðilegasta dæmið um það, hversu stórkostlega hættu þaö hefur I för með sér, þegar njósn- arstofnunum einhvers lands er leyft að móta utanrikisstefnu þess. Jafnframt er þetta sagan um það, hvernig möguleikunum á friðsamlegri og jafnvel vinsam- legri sambúð austurs og vesturs var spillt, svo að tekið hefur heila kynslóð að komast aftur I sömu sporin og þjóðirnar stóðu I, þegar stofnað var til þessa leiks með eld og tundur. Ráðagerðir Dullesar voru frá upphafi dæmdar til þess að mis- takast, þvi að þær voru byggðar á vanþekkingu og ótta, sem ávallt er versti ráðgjafinn, þegar ein- hvers þarf við, og rökin, sem þessar ráðagerðir voru studdar, voru heimska, hvort heldur lagt er á þær pólitískt eða siðferðilegt mat. Þannig byrjaði það Frásögn Stewarts Stevens hefst áriö 1948, er 33 ár gamall, pólskur höfuðsmaður Józef Swiatló, einn af tólf valdamestu og tillitslaus- ustu mönnum Póllands, sneri sér til ensku leynilögreglunnar og lét á sér skilja, að hann vildi leita á náðir Englendinga. Swiatló var aðstoðarforstjóri tiundu deildar pólsku leynilögreglunnar, sem bar ábyrgð á, aö hugmyndafræði- leg mengun næði ekki að grafa um sig I flokk eða ríkisstjórn. Þetta var með öðrum orðum voldugur maður, sem vissi margt. En utanrikisráðherra Breta, Aneurin Bevan, vildi ekki fallast á að veita Swiatló hæli I Bret- landi, og brezka leyniþjónustan sneri sér til Bandaríkjamanna og spurðist fyrir um, hvort þeir vildu ekki taka manninn aö sér. Pólverjinn sagðist vilja flýja land vegna þess, aö honum hefði hægt og hægt veriö þokað til hlið- ar I heimalandi sinu, og við Ihug- un hefði hann smám saman kom- izt að þeirri niðurstöðu, að kommúnisminn væri ekki nógu manneskjulegur til þess, aö hann vildi þjóna honum. Hann kvaðst vera hrelldur, örvæntingarfullur og hugsjúkur, og kæmist hann til Vesturlanda, myndi hann berjast fyrir málstað frelsisins. Sannleik- urinn var þó öllu heldur sá, að dómi Stewarts Stevens, að Swíatló hafði lotið i lægra haldi fyrir Jakub Berman I valdabar- áttu I Varsjá. Swíatló sætti sig við ráðstafanir Englendinga, og Dulles gat tæp- ast dulið ákefö sina og ánægju. Swíatló var einmitt maður, sem hann gat brúkað til þess aö hrinda fyrirætlunum sinum I fram- kvæmd. Bandarlskur erindreki var sendur til Varsjár til þess að semja við Swiatló, sem nú var beðinn að gegna áfram stöðu sinni, gegn þvi aö bandarlska leyniþjónustan, CIA, ábyrgöist öryggi hans og heföi jafnan til reiöu björgunarsveit til þess að koma honum úr landi, ef skyndi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.