Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 1. desember 1974. Saga eftir Þor- stein frá Hamri — mannheimur sögunnar aðallega í Borgarfirði MÖTTULL KONUNG- UR eða Caterpillar heit- ir ,,saga úr sveitinni” eftir Þorstein frá Hamri, nýkomin á bóka- markaðinn hjá Helga- felli, og hefst hún á skir- skotun til Eiriks þess úr flokki Hellismanna, sem Eiriksjökull dregur af nafn og hermt er frá í þjóðsögum. Þetta er ekki af neinu handa- hófi gert, þvi aö öll er þessi saga úr sveitinni mjög samofin þjóö- sögum og fornum minnum. Kristján Karlsson segir um hana á bókarkápu: „Timaleysi þjóðsögunnar og eilif endurtekning veröur að smá- imynd þjóöarsögunnar i dular- fullum, sögurikum heimi upp- sveita Borgarfjaröar i sögu Þor- steins frá Hamri um Möttul konung og Caterpillar. Stef þjóö- legs imyndunarafls lifa hér auð- ugu og dálitiö haustlega mildu llfi i hlýlegum og jafnvel ástúölegum skopstælingum höfundarins, bæði á þjóösögum og ýmsum nútima- hugmyndum um sögur vorar og sögu. Mannheimur sögunnar er aöallega I Borgarfiröi, en honum fylgir stöðug vitund um einhvers konar jötunheima noröan heiöa, og á mótum þeirra og á mótum liöins tima og þess, sem er, kviknar hið rómantiska hug- myndalif sögunnar.” Ritsafn Stefáns Jónssonar: Björt eru bernskuárin, gefin út í annað sinn Björt eru benskuárin er sjötta bindiö I heildarútgáfu tsafoldar á barna- og unglingabókum Stefáns Jónssonar. Aöur eru útkomnar skáldsögurnar Vinur vorsins, Skóladagar og bækurnar þrjár um Hjalta. Björt eru bernskuárin kom fyrst út árið 1948, og var fyrsta smásögusafn Stefáns fyrir unga lesendur en áöur hafði hann gefiö út þrjú sagnasöfn, og var þvi þrautþjálfaöur smásagnahöfund- Heimskringla gefur nú út bókina bóöu Bakkabræöur, kvæöi handa börnum, eftir Jóhannes úr Kötl- um. Bókin er myndskreytt með myndum eftir Tryggva Magnús- son. Fyrsta prentun á Bakka- bræðrum var 1941, en nú er hún gefin út I annaö skipti i ár. Bakkabræður er óþarfi aö kynna, hver kannast ekki viö þessa skemmtilegu visu úr kvæöinu Bakkabræöur? t bókinni eru átta sögur, þar á meöal Pési, sem hefur lengi veriö lestrarbók fyrir gagnfræöaskóla, og er þvi góökunningi alls ungs fólks á tslandi. Margar fleiri hafa náö miklum vinsældum og sumar veriö þýdd- ar á önnur mál. Bókin hefur lengi veriö uppseld, og var þvi meira en timi til kominn aö endurprenta hana. Sjöunda bindi ritsafnsins verður skálsdagan Margt getur skemmtilegt skeö. Sonu þrjá hann samtals átti — siálfsagt mestu órabelgi en þó gæðagrey — sem hétu Gisli, Éirlkur og Helgi. Óteljandi eru þau prakkara- og ólátastrik sem þeir bræöur fremja, og margt æöi skrýtiö taka þeir sér fyrir hendur, en Jóhannes úr Kötlum er snillingur i aö lýsa ævintýrum þeirra. Bók þessa ætti hvert barn aö lesa, þvl aö þau munu fá, sem ekki myndu hafa gaman af henni. Enginn má undan líta — sagnfræðilegt skáldrit um morðmálin í Húnaþingi Enginn má undan llta er sagn- fræðilegt skáldrit um morörnálin i Húnaþingi, aödraganda þeirra og afleiöingar eftir Guölaug Guömundsson, höfund bókarinnar Reynistaöarbræöur. tltgefandi er örn og örlygur. Þristapar er hólasamstæöa noröan þjóövegar I Vatnsdalshól- um. Þeir eiga sér sögu, tengda hörmulegum örlögum fólks, sem bók þessi greinir frá. Höfundur bókarinnar birtir mörg áöur óbirt skjöl, sem sennilega hafa ekki veriö hreyfö úr pökkum sinum i hartnær hundrað ár, en þau tala sinu máli um þaö mannlif, sem lifaö var fyrri hluta siöustu ald- ar. Þá er aö finna upplýsingar, er kollvarpa þjóösögunni um örlög fanganna, sem fluttir voru til Kaupmannahafnar. Birt er mynd af áður óþekktu bréfi, sem miðill skrifaöi ósjálfrátt en hönd miðilsins var stjórnaö af konunni, sem tekin var af lifi i Vatnsdals- hólum. Það er skemmra frá þessum at- buröum en margur skyldi ætla, og mannlifiö hefur tekiö meiri breytingum en fólk gerir sér al mennt grein fyrir. Sumt af þvi fólki sem við kemur eru afar og ömmur fólks, sem uppi er enn og gengur til starfa sinna á meöal okkar. Hörmuleg örlög hins ógæfu- sama fólks hafa alla tiö siöan hvilt sem skuggi á þjóöarvitund- inni. 1 þessari bók koma fram ný viðhorf og afstaöa til tilfinninga og kennda þessa fólks, og um leið varpar hún birtu á lif og kjör almúgans, sem fjötraöur var i kerfi embættisvaldsins á öldinni sem leið. Æskuár mín á Grænlandi — ný Freuchenbók Út er komin hjá Skuggsjá bók eftirPeter Freuchen, sem nefnist Æskuár mín á Grænlandi. Freuchen dvaldist marga áratugi á Grænlandi, og fáir þekktu náttúru þess og ibúa betur en hann. Áður hafa komið út bækur eftir Freuchen á islenzku og allar oröið fádæma vinsælar, enda fer saman I bókum hans fróöleikur og frásagnarsnilld. Freuchen var I mörg ár lands- stjóri I Thule, nyrstu nýlendunni á Grænlandi, en þaðan lögöu þeir upp i ferðir sinar Knud Rasmuss- en og hann. Freuchen gekk og að eiga grænlenzka konu, Navarönu, eins og þeir vita, sem lesið hafa fyrri bækur hans, og var þá tekinn i tölu innfæddra og lifði um margra ára skeiðsem þeir að öllu leyti. Æskuár min á Grænlandi er þýdd af Andrési Kristjánssyni, þótt þau mistök hafi orðið viö gerö bókarinnar, að nafn hans hefur falliö niður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.