Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 1. desember 1974. Menn 09 mákfni Stefnuskrá, sem aldrei ætlar að fæðast Benedikt Gröndal Ragnar Arnalds. Erfið fæðing Þrir stjórnmálaflokkar hafa haldiö landsfundi sina næstum samtimis. Aöur hefur verið sagt hér frá flokksþingi Framsóknar- manna. Landsfundur Alþýðu- bandalagsins var haldinn rétt á eftir og kom þar enn greinilega I ljós, aö þaö á erfitt með að marka sér stefnu sem sósialiskur flokk- ur, sem reynir aö sameina sósial- demókrata og kommúnista. Eftir sex ára undirbúning, tókst loks nú aö leggja fram drög að stefnu- skrá, en ekki vannst landsfundin- um timi til aö afgreiða hana. Hún var þvi falin miðstjórninni til frekari meðferðar og jafnframt ákveðið, að hún skyldi vera i ,,si- felldri athugun og endurmótun”. Ekki mun dæmi um að með- göngutimi og fæðing stefnuskrár flokks eða félags hafi staðið eins lengi. Þessi erfiða fæðing stafar af þvi, að forustumenn Alþýðu- bandalagsins eru að reyna að marka sér stöðu, sem hliðstæðir flokkar hafa reynt að gera annars staðar, en undantekningarlitið mistekizt. Bilið milli sósialdemó- kratiskrar stefnu og kommúnist- lskrar stefnu er svo langt, að hvergi hefur tekizt aö brúa það. Glöggt dæmi um þetta er nú að gerast i Sviþjóð. Hermannsson Eins og áður hefur verið skýrt, hefur C.H. Hermannsson, um undanfarin ár veriö formaður Vinstri flokksins — kommúnist- anna, ákveðið að láta af for- mennskunni á þingi flokksins er haldið verður i marz 1975. Með brottvikningu hans er sennilegt, að ljúki alhyglisverðum þætti i stjórnmálasögu Svia á siðari ár- um. Þegar Hermannsson tók við formennsku flokksins, hét hann Kommúnistaflokkur Sviþjóðar og starfaði sem hreinn kommúnista- flokkur. Hermannsson gerði sér ljóst, að sllkt var ekki heppilegt til framdráttar, og þvi beitti hann sér fyrir þvi að nafni flokksins væri breytt og hann markaði sér eins konar millistöðu milli kommúnista og sósialdemókrata, sem sósialistiskur flokkur. Þetta virtist álitlegt til fylgis um skeið og flokkurinn jók verulega fylgi sitt. Bráðlega tók þó að bera á þvi, að erfitt væri að sameina kommúnista og sósialdemókrata I einum flokki. Af hálfu kommún- ista hefur Hermannsson sætt svo vaxandi gagnrýni i seinni tið, að hann hefur ákveðiö að leggja nið- ur forystuna, og þykir liklegt, að einhver hinna hreinræktuðu kommúnista taki við af honum. Sennilega lýkur þar með tilraun- inni i Sviþjóð með svonefndan sósialistiskan flokk sem eigi að sameina kommúnista og sósial- demókrata. t Danmörku var slik tilraun gerð undir forustu Aksel Larsens, en viröist nú vera að renna út I sandinn. Hér er átt við Sóslalfska Þjóöarflokkinn. Engin tilviljun Þaö er ekki nein tilviljun, þótt tilraunir til að stofna sósialiskan flokk, sem á að sameina sósial- demókrata og kommúnista, fari út um þúfur. Bilið milli sósial- demókratiskrar stefnu og komm- únistiskrarstefnu er svo langt, að það veröur ekki brúað með neinni sameiningu. Sósialdergókratisk- ur flokkur og kommúnistiskur flokkur geta haft takmarkaða samvinnu og staðið að rikisstjórn I vissan tima, en þeir geta aldrei sameinazt. Til þess er skoðana munurinn alltof mikill. Hér er aö finna skýringuna á þvi, hve illa foringjum Alþýðu- bandalagsins hefur gengið að koma saman stefnuskrá. Þess vegna eru þeir ekki komnir lengra eftir sex ár, sem eru liöin siðan Alþýðubandaalagið varð stjórnmálaflokkur, en að gera drög aö stefnuskrá, sem á sam- kvæmt frásögn Þjóðviljans, ,,að vera I slfelldri athugun og endur- mótun eftir þvi sem þjóðfélagið brytist og sósialisk hreyfing verö- ur sterkari”. Samkvæmt þvi, sem Þjóðviljinn hefur eftir ungum manni á landsfundinum, Guð- brandi Magnússyni frá Sauðár- króki, eru þessi drög enn næsta ó- ljós, þegar rætt er um baráttuað- ferðina. „Það, sem við þurfum að taka til rækilegtar athugunar nú”, segir Guðbrandur, ,,er af- staöan til valdatökunnar. Okkur ætti að vera orðið ljóst, að borg- arastéttin lætur ekki frá sér þjóð- félagsyfirráð sin með friðsam- legum hætti, eins og t.d. sannaðist i Chile. Þannig getur farið, ef hinni friðsamlegu málamiðlunar- leið Alþýðubandalagsins er haldið til streitu og augunum lokað fyrir staðreyndum”. Þaö mun ekki sizt þetta grund- vallaratriði, valdatakan, sem á að vera i „sifelldri athugun og endurmótun” samkvæmt frásögn Þjóöviljans, „eftir þvi sem þjóð- félagiö breytist og sósialisk hreyfing verður sterkari”. En þetta grundvallaratriði veldur þvi einnig, að ekki er hægt að samræma sósialdemókratisk og kommúnistisk sjónarmið og vinnuaðferðir. Aðferð Einars og Brynjólfs Flokkur, sem um skeið leikur sósialistiskan flokk, sem hyggst sameina bæði sósialdemókrata og kommúnista, verður fyrr eða siö- ar að halla sér til annar hvorrar áttarinnar, og þá verður spreng- ing ekki umflúin. Svo gerólikar eru þessar stefnur. Af ræöu þeirri, sem Ragnar Arnalds, hinn endurkjörni formaður Alþýðu- bandalagsins hélt, þegar hann setti landsfundinn, sýnir ótvirætt hvert hann hallar sér. Hann sagði m.a. „Stundum heyrum við, að Al- þýðubandalagið sé á hraðri leið til hægri. En slikt er hinn mesti mis- skilningur. Það er einmitt þetta sem þarf að gerast, aö Alþýðu- bandalagið dragi til sin verulegt fylgi frá Alþýðuflokknum og öðr- um flokkum hægra megin við þaö, án þess að Alþýðubandalagið þokist til hægri. Engin rök veröa færö fyrir þvi, að Alþýðubanda- lagið hafi færzt til hægri. Alþýöu- bandalagið hélt t.d. fastar á her- stöðvarmálinu i seinustu vinstri stjórn en það gerði i vinstri stjórninni árið 1956 með fulltingi Sósialistaflokksins”. Hér játar formaður Alþýðu- bandalagsins ótvirætt, að milliátöðunni, sem Alþýðubanda- lagið hefur valiö sér milli sósial- demókrata og kommúnista, sé fyrst og fremst ætlað að ná fylgi frá hægri án þess að bandalagið sjálft færist nokkuð til hægri. Þetta er m.ö.o. nákvæmlega sama vinnuaðferðin og þegar Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason breyttu nafni Komm- únistaflokks Islands fyrst i Sam- einingarflokk alþýöu-Sósialista- flokkinn og siöar i Alþýðubanda- lagiö. Þeir Einar og Brynjólfur voru ekki neitt að breyta stefn- unni, þótt þeir breyttu nafninu. Nafninu var aðeins breytt til að ná meira fylgi frá hægri, án þess að breyta stefnunni. Frekara þarf ekki vitnanna við um það, aö forustumenn Alþýðu- bandalagsins telja flokk sinn miklu fremur kommúnistiskan en sósialdemókratiskan, þótt reynt sé að ná sósialdemókrötum til fylgis við hann. Þessa játningu hefur formaður Alþýðubanda- lagsins orðið að gera, þvi að ekki er hægt að vera bæði kommúnist- Iskur og sósialdemókratiskur i senn, og millistaða er raunveru- lega ekki til milli þessara tveggja stefna. Hann játar þvi hreinskiln- islega, að hægra bros Alþýðu- bandalagsins sé aðeins pólitisk vinnuaðferð, en stefnan sé ó- breytt og sé raunar enn róttækari en i tiö Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Vissulega er þetta athyglisverð játning. Blandan hennar Öddu Báru Hinn nýkjörni formaður Al- þýðuflokksins, Benedikt Gröndal, ræðir nokkuð nánar um þetta efni I Alþýðublaöinu i fyrradag. Bene- dikt vikur fyrst að þvi, að Alþýðu- bandalagið hafi rekið þann áróð- ur, að það væri lýðræðissinnaður verkalýðsflokkur og hafi það átt meginþátt I fylgi þess. Formaður bandalagsins, Ragnar Arnalds, hafi itrekað þennan áróður á landsfundinum. Siðan segir Bene- dikt: „Þrátt fyrir þetta yfirskin hafa bæði Ragnar og varaformaður hans, Adda Bára Sigfúsdóttir, gefið yfirlýsingar, sem sýna og sanna hið raunverulega eðli Al- þýðubandalagsins. Adda Bára sagði til dæmis i viðtali við Visi: „Við erum sósialiskur flokkur, hvort sem menn vilja kalla sig kommúnista, marxista, maoista eða sósialdemókrata.” Þarna viöurkennir varafor- maðurinn, að i Alþýðubandalag- inu séu „kommúnistar, marxist- ar, maoistar,” en hún sýnir furöulegan barnaskap, ef henni kemur til hugar, að „sósialdemó- kratar” geti átt heima i sama flokki og þessir menn.” Kommúnistar þekkja sína Benedikt Gröndal segir, aö Ragnar Arnalds hafi reynt að halda þvi fram, að Alþýöubanda- lagið væri hvorki kommúnista- flokkur eða jafnaðarmannaflokk- ur, heldur eitthvað mitt á milli. Benedikt segir: „Til þess að sanna þessa „nýju flokksgerð” Alþýðubandalagsins, segirRagnar, að það hafi „alger- lega hafnað þvi að eiga flokksleg samskipti við Kommúnistaflokk Sovétrikjanna.” Nokkru siðar i greininni segir þó: „Hitt er annað mál, að við megum að sjálfsögðu ekki falla i þá gryfju að taka upp andsovéskan eða andkommún- iskan móðursýkisáróður.” Það má semsé ekki ganga svo langt i mótun hinnar „nýju flokksgerð- ar” aö leyfa sér að gagnrýna So- vétrikin! A öðrum stað i ræðunni segir Ragnar: „Við höfum heldur ekki þegið boð um að senda fulltrúa á alþjóðleg þing verkalýðs- og kommúnistaflokka i Evrópu.” Með þessum orðum viöurkennir Ragnar, að Alþýðubandalagiö fái enn boð á þessar alþjóölegu ráð- stefnur kommúnista, en það sannar, að kommúnistaflokkar Evrópu líta enn á það sem einn af sinum flokkum. Þeir falla ekki fyrir þvi áróðursbragði, sem bandalagið beitir gegn islenskum kjósendum, þeir vita mætavel sannleikann, að Alþýðubandalag- iö er enn að kjarna til kommún- istaflokkur, þar sem sanntrúaðir marxistar-leninistar ráða rikj- um, eins og málgagn þeirra, Þjóðviljinn, ber glöggt vitni.” Sömu sambönd og dður Þá segir Benedikt enn fremur: „Ragnar Arnalds leggur áherslu á að Alþýðubandalagið hafi hafnað „flokkslegum” sam- skiptum við Kommúnistaflokk Sovétrikjanna. Orðið „hafnað” verður ekki skilið á annan veg, en að þessi samskipti hafi áður verið til, þótt þeim hafi verið afneitað i áratugi, eða að þau hafi verið boðin Alþýðubandalaginu. Hvort- tveggja talar sinu máli. Nokkru siðar i ræðunni kemur svo þetta: „Jafnframt er æski- legt, að einstaklingar i flokknum hvort heldur I forystu eða meöal flokksmanna almennt, noti þau tækifæri sem bjóðast til skoðana- skipta við erlenda sósialista, óháð þvi hvort flokksleg samskipti eru fyrir hendi I slikum tilvikum eða ekki.” Þessi athyglisverða yfirlýsing þýðir, að einstaklingar, þar á meðal i forystu Alþýðubanda- lagsins, halda áfram tengslum við Kommúnistaflokk Sovétrikj- anna og aðra „erlenda sósial- ista.” Þannig hefur i rauninni ekkert breyst. Alþýðubandalagið hefur sömu sambönd við alheims- kommúnismann og áður, þegar það hét Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósialistaflokkurinn og enn fyrr, er það hét Kommúnista- flokkur tslands.” AAbl. hrifið af Gylfa Landsfundur Alþýðuflokksins var haldinn rétt fyrir flokksþing Framsóknarmanna. Þar gerðust þau tiðindi, að Benedikt Gröndal tók við formennskunni af Gylfa Þ. Gislasyni. Gylfi hafði skorast undan forustunni. Einhugur var um kjör Benedikts, en mikil óein- ing um aðrar kosningar. Enn er ekki séð, hvort þessi for- mannsskipti boði einhverja stefnubreytingu. Ýmsir hafa vænzt þess, að Benedikt reyndist frjálslyndari en Gylfi og ekki eins rigskorðaður við þau sjónarmið, sem Alþýðuflokkurinn fylgdi á ,,viöreisnar”-árunum. Þvi var Morgunblaðinu þungt i skapi dag- inn, sem kosið var i Alþýðu- flokknum, og spáði feigð hans, ef hann kysi ekki rétt. Eftir lands- fundinn var Mbl. hins vegar miklu hressara i bragði og sagði frá þvi I stórri yfirskrift, að það hafi verið Gylfi, en ekki hinn nýi formaður, sem hafi komið, séö og sigrað. Mbl. sagði, að Gylfi hefði sýnt á fundinum mikil klókindi og allt þvi farið þar eftir ráðum hans. Eggert Þorsteinsson var felldur við varaformannskjör og Jón Þorsteinsson við ritarakjör sökum þess, að Gylfi kaus aðra heldur til þeirra starfa. Jafnvel vandamál á borð við það, hvorn ætti að telja æðri, varaformann- inn eða ritarann, leysti Gylfi á þann meistaralega hátt, að láta ritarann fá sæti við háborðið nær formanninum! Hvert stefnir Benedikt? Eins og er, verður þvi ekki dæmt um, hvort nokkur breyting munifylgja formannsskiptunum i Alþýðuflokknum. Margt bendir til þess, að enn sé Gylfi Þ. Gislason „sterki maðurinn” i flokknum. Eftir er að sjá, hvort Benedikt Gröndal sættir sig við þetta og lætur sér það eitt nægja að fylgja áfram stefnu Gylfa frá „viðreisn- ar”-árunum. Verði þetta niðurstaðan af for- mannaskiptunum i Alþýðuflokkn- um, er ekki liklegt, að þau breyti neinu um örlög hans. Það er á- reiðanlega ekki vænlegt til að afla honum álits og fylgis á ný að hafa hina gömlu stefnu Gylfa áfram fyrir leiðarljós. Það.sem Alþýðu- flokkurinn þarfnast, er ekki held- ur nýr hugmyndagrundvöllur, eins og sumir liðsmenn hans tala nú um, heldur að hyggja betur að þeim markmiðum, sem hann setti sér I upphafi, og færa þau til sam- ræmis viö breytta tima. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.