Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur X. desember 1974. TÍMINN 23 Frá tslenzku menningar-og sögu sýningunni I Moskvu. ÍSLENZK MENNINGARSÝNING í AAOSKVU BH-Reykjavik. — Hannes Jóns- son, sendiherra i Moskvu, opnaði þar i borg islenzka menningar- og sögusýningu þann 13. nóvember s.I., að viðstöddum ýmsum mektarmönnum. Sýningu þessa tók þjóðminjasafnið saman, og var hún fyrst sett upp i Lenin- grad, og siðan I Moskvu. Sýningin stendur i sambandi við þjóðhátiðarárið og ber þess merki. Var margt manna við opn- un sýningarinnar i Moskvu, og hefur verið góð aðsókn að henni siöan. Mun vera ætlunin, að hún standi þangað til um miðjan desember, en allt er þó enn óráðiö um sýningartimann. Sýningar af þessu tagi njóta mikilla vinsælda i Rússlandi, og var mjög sótzt eftir þvi að fá þessa sýningu austur. Fyrir tæp- um tveim árum var haldin hér mjög góð rússnesk þjóðháttasýn- ing i Bogasalnum, en sýning þessi kom frá þjóðháttasafninu i Lenin- grad. Var ætlunin að Island sendi sýningu i skiptum fyrir þessa, og það er einmitt þessi sýning. Þjón- ar hún þvi tvennum tilgangi, að vera skiptisýning fyrir þá, sem hingað kom, og jafnframt sýning i tilefni þjóðhátiðarársins. Vestur-íslendingar þakka góðar móttökur KVEÐJA AÐ HEIMAN, HEIM. Til hinna fjölmörgu er ferða- menn frá Árborg eiga góðs að gjalda frá íslands för á liðnu sumri. Ungmenna hópurinn „FERÐAMENN FRA ARBORG”, var kominn heim til sin aftur heill á húfi 2. ágúst, eftir skemmtilega og af- burðarika þriggja vikna dvöl á Islandi og án tafar byrjuðum við að endurlifa þessa minnistæðu daga er við lýstum atburðum feröalagsins fyrir fjölskyldu og kunningjum. Hver um sig geymum við okkar eigin sér- stöku minningar, en sameigin- lega var þetta okkur þýðingar- mikill og ógleymanleg kynnis- för. Hagstæð var okkar óskin sú að mega heimsækja þjóðina sem við flest úr hópnum eigum til ættar að sækja á þessu við- burðarrika ári og sjá með gests íslendingadagurinn í Kanada: • • BÆNDUR FJOL- AAENNA VESTUR gébé-Reykjavik. — tslendingar hafa sýnt geysilega mikinn áhuga á að heimsækja frændur sina i Manitoba I Kanada i ágúst næsta ár, þegar tslendingadagurinn verður haldinn hátiðlegur. Þegar er fullbókað i sex þotur, en þær munu taka um 900 manns, og fjöl- margir eru á biðlista. Er nú verðir að athuga, hvort ekki muni vera unnt aö hafa 1-2 ferðir i viðbóf. A siðast liðnu sumri, kom sú hugmynd fram hjá aðstoðarland- búnaöarraðherra Alberta-fylkis, Helga Austmann, sem er af is- lenzkum ættum, að bjóða Búnaðarfélaginu og Stéttarsam- bandi bænda fyrirgreiðslu, ef bændur hefðu áhuga á að fara vestur. Agnar Guðnason, ráðunautur hjá Búnaðarfélaginu, sagði að ferð þessi hefði nú verið ákveðin, þó að ekki væri enn ákveðið, hvort flugvél yrði tekin á leigu, eða hvort ferðin yrði farin i samráði við Þjóðræknifélagið. Auk þess að vera viðstaddir hátiöahöldin i sambandi við ís- 1 e n d i n g a d a g i n n , myndu bændurnir fara I ferðalag bæði um Manitoba og Albertafylki, og kynna sér rekstur samvinnu- félaga og tilraunastöðvar bænda vestra. Aætlað er að ferðin taki um átta daga. Umsóknir eru þegar byrjaðar að streyma inn vegna þessarar fyrirhuguðu ferðar, öllum bænd- um i landinu er gefinn kostur á að taka þátt i henni. Frá Þjóðleikhúsinu mun allstór hópur fara vestur, en ekki mun endanlega ákveðið, hvaða dag- skráratriði hann flytur. Gisli Guðmundsson, sem starfar með Þjóðræknisfél. i sambandi við vesturförina, er nú staddur i Kanada til að ganga endanlega frá öllum undirbúningi fyrir komu Islendinganna. Þátttaka verður greinilega miklum mun meiri en nokkurn hafði órað fyrir, svo að undirbúningsvinnan er mikil og erfiö. augum hátiöahöld að minnast 1100 ára Islandsbyggðar og að ógleymdu, langri kynnisför, um ykkar sögurika eyland, þá árs- tiö er rikir „nóttlaus voraldar veröld þar sem viðsýnið skin”. Af heilum hug þökkum við þjóðinni rausn hennar alla okkur til hags og heilla. Ollum þeim sem þátt áttu I að skipu- leggja þetta skemmtilega og menningarrika ferðalag, og siðast en þó ekki sizt, hlýjar móttökur velgjörðarmanna okkar sem tóku okkur inn á heimili sin og gjörðu allt sem þeim mögulegt var að dvöl okkar meðal þeirra yrði sem skemmtilegust. Aftur þö"kk og kærar kveðjur. Svava Sigmundsson Craig Oddleifsson. Ricky Bergmann. Ingrid Kristjánsson. Sandra Bjarnason. Warren Sigvaldason. Shianne Anderson. Blaine Anderson Warren Johnsted. Kári Sigmundsson. Pat Danielson. Lori Robeiecki Lori Sigvaldason. Audrey Chyzzy. Heather Bjarnason Sharon Bergmann, David Skúlason. Fararstjórar: Kristinn Guðmundsson Stella Bergmann Pastor Bob Syhu og Jean Syhu Guörún Gislason. INDLANDSSÖFNUN GENGUR AAJÖG VEL BH—Reykjavik — Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, hefur söfnunin Indland-Bangladesh gengiö vel, og er söfnunin enn i fullum gangi. Nú um helgina höföu safnazt nær 3 milljónir króna, og þar af hefur 1,5 millj. þegar verið ráðstafað til kaupa á hjálpargögnum. W Wmk wB W M H< | Börn á neyðarsvæðum gleðjast yfir matarskammtinum sinum. ÞRÍR SVIPIR ÍSLANDS — þjóðhátíðar kvikmynd um Island KVIKMYNDIN „Three Faces of Iceiand” („Þrir svipir tslands”) var gerð i sumar i tilefni 1100 ára afmælis lslandsbyggðar, að frumkvæði utanrikisráðu- neytisins. Höfundur þessarar nýju landkynningarmyndar er hinn kunni rithöfundur og sjón- varpsmaður Magnús Magnússon. Efni myndarinnar eru þrjú svipleiftur af tsiandi, — landið eins og það kom þeim Iirafna- Fióka og félögum hans Herjólfi og Þóróifi smjör, fyrir sjónir. „Flóki lastaði mjök landið, en Herjólfur sagði kost og löst af iandinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landi þvi, er þeir höfðu fundit”. Myndin byggist á sjónarmiðum þessara þriggja manna, gerir grein fyrir þeim og rekur að nokkkru leyti sögu þjóðarinnar frá þeirra tið. Frá sjónarmiði Flóka er dregin upp mynd af þvi iandi, sem hann kom aö, vetrarriki og þeim miklu erfið- leikum, er þvi hlaut að fylgja að setjast að i sliku landi. Sjónarmið Herjólfs er túlkað með vorkom- unni og sögð sagan af þvi, hvernig fyrstu landnámsmennirnir mynduðu islenzkt þjóöfélag. Mynd Þórólfs af landinu er sýnd um hásumar á Islandi á 20. öld. þegar svipirnir þrir eru orðnir 200.000, — þegar Islendingar hafa sigrað erfitt land, sigrað fjarlægðir, hraun og óveður, og skapað sér tilveru i landi, sem heimurinn litur öfunaraugum i ljósi menningarhefða og lifsgæða fyrir alla. Kvikmyndin er gerð með það fyrir augum að vekja áhuga allra, er vilja vita hvað Island er og hefur verið — hvers vegna Islendingar vilja hvergi búa nema i þvi landi, sem Flóki lastaði svo mjög og kallaöi Island. Sá þráður, sem tengir fortið og nútið i kvikmyndinni, eru hátiðahöld tslendinga á Þing- völlum, i Reykjavik, i Vatnsfiröi o.s.frv. i tilefni 1100 ára afmælis þjóðarinnar, og sýnir myndin m.a. minningar um fortiö i helztu fornminjum, og afrek nútima- manna. „Three Faces of Iceland” („Þrir svipir Islands”) verður gerö með tali á fjórum tungu- málum: ensku, þýzku, norsku og frönsku, til sýningar viösvegar um heim. Kvikmyndin er einnig ætluð sjónvarpsstöðvum. Lengd kvikmyndarinnar er 28 minútur. Kvikmyndatökumaður er Sigurður Sverrir Pálsson (með aðstoð Jóns Hermannssonar). Kvikmyndahandrit og þulur: Magnús Magnússon. Kvikmynda- stjórn annaðist David Martin, en framleiðandi er Magnús Magnús- son. Kvikmyndin er gerö af landi og Sögu h.f. (Sagaland Lt.d) aö tilstuðlan utanrikisráðuneytisins. SKIPAUTf.CRB RIKISINS AA.s. Esja fer frá Reykjavik laugardaginn 7. þ.m. vestur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: þriðju- dag, miðvikudag og fimmtudag til Vest- fjarðahafna, Norður- fjarðar, Sigluf jarðar, Ólafsf jarðar, Akur- eyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar, Þórs- hafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar og Borgarf jarðar-eystra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.