Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 1. desember 1974. Skúli íslands kóngur SJÁLFSÆVISAGA JÖRUNDAR HUNDADAGAKONUNGS Djörfustu reyfarahöfundar ættu erfitt meö að láta sögu- hetjur sinar lenda i jafntiöum og merkilegum ævintýrum og Jörundur hundadagakonungur lýsir i sjálfsævisögu sinni. Samt vitum viö úr öörum heimildum, til dæmis um konungsveldi hans á Islandi, að frásögn hans er rétt i höfuðatriðum. Stjómarbylting Jörundará íslandi var aðeins hápunktur furðulegrar lifsreynslu hans. Hann hafði áður verið sjó- maður og skipstjóri og flækzt um heimsins höf. Hingað til hafa menn litiö vitað um feril hans eftir að hann var fluttur fanginn frá islandi og hafa fyrir satt, að hann hafi fljótlega látizt sem fangi i Ástraliu. En það er ekki einu sinni hálfur sannleikurinn. Jörundur sat hvað eftir annað i fangelsi á ævi sinni, en þess á milli var hann á bólakafi i ævintýrum. Hvað eftir annað átti hann gnægð fjár, sem hann tapaði siðan viö spilaboröiö. Hann var um tima erindreki og njósnari i Evrópu á vegum Breta og var meðal annars viðstaddur þegar Napóleon tapaði hinni miklu orrustu við Waterloo. Hann var afkastamikill rithöfundur og skrifaði um guð- fræði, hagfræði og landafræði, auk skáldsagna og leikrita. Hann var einu sinni fangelsisprestur og tvisvar var hann hjúkrunarmaður. í Ástraliu gerðist hann um tima blaða- .maður og útgefandi og var svo lengi ve! lögregluþjónn og lögreglustjóri i eltingaleik við bófaflokka. Og þar lauk hann ævi sinni sem virðulegur góðborgari. Sjálfsævisaga Jörundar birtist fyrst i áströlsku timariti á árunum 1835—1838. Hún kom siöan út i bókarformi i Eng- landi árið 1891 og litur nú fyrst dagsins ljós á islenzku. Þetta er einstæð sjálfsævisaga og einstæður reyfari, sem enginn afkomandi þegna Jörundar á lslandi má láta hjá liða að lesa. Ekki er hægt að hugsa sér skemmtilegri leið til að ræna sig nætursvefni. Hilmirhf. Faðir minn læknirinn æviþættir 14 lækna ritaðir af börnum þeirra Faðir minn læknirinn heitir bók, sem út er komin hjá Skuggsjá. Hér er um að ræða 14 þætti um lækna, ritaða af börnum þeirra. Um marga þessara manna mynduðust sagnir og sögur — þeir urðu þjóðsagnapersónur i iif anda lifi. í bókinni er i stórum dráttum rakin starfssaga þeirra lækna, sem i hlut eiga. Þessir menn lifðu og störfuðu við að- stæður, sem voru þess eðlis, að tæpast eða ekki stoðaði að bjóða mönnum nú á dögum. 1 bókinni fjallar Ingólfur Bjarnason um Bjarna Jensson, Sigurður Skúlason um Skúla Arnason, Magnús Sigurðsson um Sigurð Magnússon, Anna Guðmundsdóttir, um dr. Guömund Hannesson, Asa Ölafs- dóttir Finsen um Ólaf Finsen, Birgir Thorlacius um ólaf Thorlacius, Karl Ingólfsson um Ingólf Gislason, Agnar Þórðarson um Þórð Sveinsson, Maria Ragnars um Matthias Einarsson, Axel ó. Ólafsson um Ólaf Ó. Lárusson, Dóra Thoroddsen um dr. Guðmund Thoroddsen, Ragn- hildur Helgadóttir um dr. Helga Tómasson, Jón Thor Haraldsson um Harald Jónsson og Páll Gisla- son um Gisla Pálsson. Hnattferð Magellans og ævintýri hans Bókaútgáfan örn og örlygur hefir sent frá sér bókina Magellan og fyrsta hnattsiglingin eftir Ian Cameron. Umsjón með islenzku útgáfunni hafði Örnólfur Thorlacius, en þýðandi er Kristin Thorlacius. Bók þessi er hin fyrsta i safni rita um fræga landkönnuði og af- rek þeirra. Fyrstu bækurnar eru þegar komnar út á ensku, en auk frumútgáfu þessarar bókar er rit um þá Lewis og Clarc, sem fyrstir hvitra manna komust yfir þvert meginland Norður-Ameriku. Hnattferð Magelians mun alltaf verða talin til stórafreka mann- kynssögunnar. Fimm skip lögðu upp i september 1519 með tvö hundruð sjötiu og sjö menn innan- borðs. Aður en nokkur þessara manna leit aftur heimaland sitt, liðu nærri þrjú ár, ár harðréttis og hetjudáða. Þeir sigldu i leit að góðmálmum og dýru kryddi meðfram eyðilegum og háskaleg- um ströndum, suður i köld höf og stormasöm og fundu þar stundið, sem siöan ber nafn Magellans. Magellan var ekki i hópi þeirra sem heim sneru, en brugðiö er upp skýrum og eftirminnilegum myndum af æskuævintýrum hans, og hvernig hann vann að lokum sinn sigur, og greiddi hann með lifi sinu, undir merkjum Spánakonungs. Bók þessi er vegleg og falleg gjöf og án efa fýsir marga að lesa hana, enda geymir hún margan skemmtilegan og læsilegan fróðleik. Thoroddsen — síðara bindi ritverks Jóns Guðnasonar ÚT er komið hjá Heimskringlu siðara bindi rits Jóns Guðnasonar um Skúla Thoroddsen. 1 siðara bindinu er rakinn stjórnmála- ferill Skúla og alþingissaga hans. Gerð er grein fyrir stjórnmála- og félagsskoðunum hans og stefnu hans I sjálfstæðisbaráttunni. Þessi mál eru skýrð i samhengi við almennt þjóðfélagsástand um aldamótin með pólitiska sögu okkar á 19. öld i baksýn, og sýnd eru tengslin við stjórnmála- strauma umheimsins — einkum frjálslyndishræringar þær, sem upp komu á 19. öldinni. Bókin gefur innsýn i íslenzka stjórnmálasögu, eins og hún gerðist fyrir aldamótin, og á tveimur fyrstu áratugum þessar- ar aldar. Þá er og gerð grein fyrir þvi, hver breyting varð á stjórn- málunum á þessu skeiði, þegar þjóðmálastarf þróaðist i átt til nútimastjórnmála. Fiskur í sjó, fugl úr beini — ný bók eftir Thor Vilhjólmsson FISKUR I SJÓ, fugl úr beini heit- ir síðasta bók Thors Vilhjálms- sonar. 1 bókinni eru 33 greinar og ritgerðir um listir og listamenn. I þessu safni Thors er fyrsta sinn á islenzku f jallað að gagni um mörg þeirra sjónleikaskálda, sem hæst ber nú. Má nefna t.d. Brecht, Beckett, Adamoff, Gamrowicz, Weiss, Mrozek. Einnig er i bók- inni ritgerð um Shakespeare, sem grundvölluð er á ritum pólska gagnrýnandans Jan Kott. Þótt þessi dæmi séu nefnd, kemur Thor miklu viðar við. I þessari bók eru þannig og greinar um Asturias, Dostojevski, Lager- kvist, Wolfe, marxiska heimspek- inginn Kolakowski. Og ekki má gleyma greinum um Laxness, Davið og Þorberg. ísafoldar- prentsmiðja gefur út. HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK Nokkur styrr hefur staðið um þetta gamla hús, sem viö sjáum hér á myndinni, en þetta er gamla Garösfjósið niðri viö Ægisslðu. Búið er aö rifa hlöðuna, sem stóð norðan við húsið, og stóö til aö rifa fjósið líka, en það mál rak I strand. Framleiddar eru steypuhellur I fjósinu, og fylgir þeim iðnaði mikill hávaði. tbúum I nágrenninu finnst þetta mjög bagalegt, sérstaklega þar sem framleiðandinn vinnur nær eingöngu um helgar. þegar það vill hvila sig I ró og friði. Ibúarnir hafa einnig haft 0rð á þvi, að þessu fylgi drasl og setji ljótan svip á umhverfið. Eru ibúar mjög á móti þvi, að iönaður sem þessi sé ieyfður i Ibúðarhvcrfum. Tímamynd: Róbert Sjómannasambandið mótmælir mótmælum SAMBAND flutningaverka- manna I Vestur-Þýzkalandi er greinilega þeirrar skoðunar, að Islenzka Landhelgisgæzlan hafi beitt óþarflega miklu valdi og lát- ið skothriðina dynja á togaranum Arcturusi, sem tekinn var að ólöglegum veiðum i Islenzkri landhelgi, ef marka má skeyti, sem sambandið sendi Sjómanna- sambandi Islands. Þann 25. þ.m. barst Sjómanna- sambandinu svohljóðandi skeyti frá Vestur-Þýskalandi. „Kæru starfsfélagar. Framkvæmdastjórn sambands flutningaverkamanna (Ö.T.V.) lýsir þvi yfir, að hún litur atburði þá, sem nú hafa gerzt á Islands- miðum, hinum alvarlegustu augum, þar sem togarinn Arcturus frá Bremen hefir orðið fyrir skotárás af hálfu islenzks varðskips, og siöan verið tekinn með valdi. Við viljum. þvi fara þess á leit, að þið beitið áhrifum ykkar á Islenzku rikisstjórnina þannig að framvegis komi ekki til þess að gerö verði skotárás á fiskiskip og þau tekin með vopna- valdi. Sú staðreynd, að ekki hafa enn náðst samningar milli rikis- stjórna íslands og Sambandslýð- veldisins Þýzkalands varðandi fiskveiðiréttindi innan 50 milna markanna, má ekki leiða til þess, að lifi og limum sjómanna á fiski- skipum sé stofnað i hættu sökum valdbeitingar. Við treystum á stuðning ykkar og samstöðu Kari Heinz Hoffman varaforseti Ö.T.V. Sjómannasambandið sendi i gær svohljóðandi skeyti: Karl Heinz Hoffmann, varaforseti Ö.T.V. Stuttgart. Kæru starfsbræöur. Við stað- festum móttöku simmskeytis ykkar frá 25. þ.m,. og viljum i þvi sambandi taka fram eftirfarandi: 1. Við mótmælum þvi, sem komið hefir m.a. fram I þýzkum fjölmiðlum, að gerð hafi verið skotárás á togarnn Arcturus frá Breemen. Islenzka varðskipið var einungis að gegna venjulegum eftirlitsstörfum, er það stöðvaði togarann með þvi að skjóta aðvörunarskotum i átt til hans, fimm lausum skotum og einu föstu fyrir framan hann. Þetta er viðurkennd leið (standard praksis) við töku togara, bæði islenzkra og erlendra. II. Fiskiveiðar eru mikilvægasti atvinnuvegur okkar Islendinga og okkur lifsnauðsyn. Þvi hlutum við að gripa til þess ráðs að færa islenzka fiskveiðilögsögu út i 50 sjómilur, sem fjöldi þjóða hefir nú viðurkennt. III. Við treystum þvi, að samband ykkar vinni að þvi að einnig Vestur-Þýzkaland viður- kenni 50 mílna mörkin, og förum fram á stuðning ykkar og samstöðu I þvi efni. Jón Sigurðsson formaður Sjómannasambands islands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.