Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 27
Sunnudagur 1. desember 1974. TÍMINN 27 Undrabarnið Brian Kidd... Uppfyllti ekki bær vonir. sem bundnar voru við hann hjá Manchester United — Hjá Arsenal blómstrar hann og þær vonir, sem bundnar voru við hann, þegar hann var undrabarn, virðast hafa ræzt „Ég skoraði f jögur mörk fyrir Manchester United sl. keppnistimabil— ég er ákveðinn í, að slá það „met" út þetta keppnis- tímabil"... sagði knatt- spyrnukappinn Brian Kidd, glottandi á blaða- mannafundi, sem haldinn var eftir stórkostlegan leik hansgegn Manchester City í byrjun keppnistímabils- ins, en þá skoraði hann 2 falleg mörk fyrir Arsenal, sem vann 4:0 á Highbury í Lundúnum. Kidd hefur nú staðið við þessi orð, því að hann hefur nú skorað 12 mörk fyrir Arsenal. Yfirleitt tekur þaö sinn tima fyrir leikmenn aö venjast nýjum félögum — í þeim efnum viröist það öfugt farið meö Kidd. Þaö er eins og hann hafi leikið viö hliöina á John Radford I Arsenal-liöinu i mörg ár, i staðinn fyrir nokkrar vikur. Stuöningsmenn Arsenal voru ekki á eitt sáttir á gæöi kaupanna, þegar Bertie Mee, framkvæmdastjóri Arsenal keypti Kidd frá Manchester Unit- ed — menn hristu bara höfuöiö. Ray Kennedy var seldur til Liver- pool á 200 þús. pund — en Brian Kidd kostaði aöeins heiming af þvi veröi, eöa 100 þús. pund. Meö allri viröingu fyrir Kennedy, þá hefur Bertie Mee gert mjög góö kaup. — Hann seldi einn leik- mann, fær annan alveg jafn á- hrifamikinn, og þar aö auki legg- ur hann 100 þús. pund inn á bankareikning Arsenal. Brian Kidd var undrabarn hjá Manchester United. Hann kom fyrst fram I sviðsljósið 1967, þá sem voru bara efnilegir. Hann komst i enska iandsliöiö og lék meö þvi tvo leiki. En hjá Man- chester United uppfyllti hann ekki þær vonir, sem geröar voru til hans. En hjá Arsenai blómstr- ar hann og þær vonir, sem bundn- ar voru viö hann, þegar hann var undrabarn, viröast hafa rætzt. Spurningin er, hversvegna? Brian Kidd svarar spurning- unni, sjálfur: — Hinar öru breyt- ingar á framkvæmdastjórum hjá United höföu meiri áhrif á mig, heidur en aöra leikmenn liösins. Ég vissi aidrei hvort ég var aö koma eöa fara, og þar aö auki breyttist liðið sjálft mjög ört. Ég var settur út og inn úr liöinu og ég var alltaf á höttunum eftir mörk- um, til aö festa mig i liðinu. Þegar þaö tóksl ekki, þá guggnaöi ég al- veg. Þó var þaö ekki meö öllu sárs- aukalaust aö yfirgefa Old Traff- ord. United var stórkostlegt liö, sem ég hef stutt siðan ég var smástrákur. En Arsenal er einnig frábært liö — ég var mjög ánægö- ur, þegar ég frétti aö Arsenal haföi áhuga á mér. — Þaö eina, sem ég hugsa um núna, er aö sýna þakklæti mitt i verki, fyrir þaö traust, sem Bertie Mee sýndi mér. Ég held aö Arsenal gangi þokkaiega þetta keppnistlmabil — þrátt fyrir aö veikindi hafi rænt okkur lykilleikmönnum. Viö höf- um mjög ungt lið og ef einhverjar breytingar eiga sér staö, þá geta þær eingöngu oröiö til hins betra. Samt vill Kidd ekki spá neinu á- kveönu um þetta keppnistlmabil, fyrir utan eitt: — Þaö veröur gaman aö leika gegn Manchester United næsta keppnistlmabil — þeir koma örugglega upp aftur. —SOS CHARLIE GEORGE.. sést hér fagna marki BRIAN KIDD, gegn City. aöeins 17 ára gamall. Kidd skor- aöi ,,hat-trick” i sinum fyrsta leik, gegn úrvalsliöi S-Astrallu. Kidd var talinn efnilegasti knatt- spyrnumaöur, sem komiö hefur fram i Englandi, og skoraöi hann 16 mörk sitt fyrsta keppnistlmabil meö United — 1967—68. Hann var fastamaður i hinu fræga United- liöi, sem varö Evrópumeistari meistaraliöa 1968 á Wembley, þegar liöiö vann Benfica 4:1. Þá héit Kidd upp á 19 ára afmælis- daginn sinn, meö þvl aö skora stórglæsilegt mark meö skalla. En undrabarnið virtist ætla aö veröa einn af þeim leikmönnum, Góð heilsa er gulli betri Kristrún Jóhannesdóttir manneldisfræðingur heldur nómskeið um heilbrigðisfræði Kristrún Jóhannesdóttir manneldisfræðingur, sem undanfarið hefur haldið námskeið i næringarfræði, mun á næstunni hefja nám- skeið í heilbrigðisfræði, sem sérstaklega er ætluð ungu fólki. Kristrún hefur, auk þess að hafa lokið B.S. prófi i manneldisfræði, einnig lesið til B.A. prófs i heilbriðigsfræði við Ríkisháskólann í Tennessee í Banda- ríkjunum. Sérstök áherzla verður lögð á næringarfræöi, þar sem mataræöi er mikilvægasti þáttur lifsvenju okkar, en næringarfræöi er einn þáttur heilbriöigsfræöi - Þaö eru margir, sem ekki gera sér ljóst, aö góö næring hefur áhrif á: útlitiö. Persónuleikann. Likamlegt atgervi og langlifi. Andlegan og félagslegan þroska allt frá frumbernsku. Vöxt og heilbrigöi ungviöisins- Byggingu beina og tanna. Endanlega likamsstærö. Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. Likamsþyng, en hjarta- og æöasjúkdómar, sykursýki og margir fleiri sjúkdómar eru langtum algengari meöal þeirra, sem eru of þungir. Aðeins rétt næröur einstaklingur getur vænzt bezta árangurs I námi, leik og starfi. Auk næringarfræöi veröa á námskeiöinu teknir fyrir fleiri þættir heilbrigöisfræöi, en heilbrigöisfræöi fjallar um hvaöa áhrif umhverfi og lifnaöarhættir hafa á heil- brigöi manna. Lesendur iþróttasiöunnar eru eindregiö hvattir til aö sækja þessi námskeiö, þar eö likamsþjáfun nær ekki tilgangi sinum nema öörum reglum lifs og heilbrigöi sé fyigt- Námsefnið veröur skýrt meö skuggamyndum, kvik- myndum o. fl. Upplýsingar um námskeiö þessi eru gefnar i sima 86347.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.