Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 1. desember 1974. TÍMINN 29 Líffræðistofnun Háskólans: Eggjahvíta í bakteríum og stofngerðir sela — á meðal rannsóknarefna ,HJ-Reykjavík. í sumar var sett reglugerð um nýja stofnun innan Háskólans. Stofnunin hlaut nafnið Liffræðistofnun Háskóla íslands, og heyrir starfsemi hennar undir verkfræði- og raunvisindadeild. Hlutverk stofnunarinnar er að annast grundvallarrannsóknir i ýmsum liffræðigreinum bær liffræðigreinar, sem aðal- lega var rætt um I þvi sambandi, eru dýrafræði, grasafræði, erfða- og sameindaliffræði, og vistfræði. Auk þess skal stofnunin annast kennslu og fást viö hver þau verk- efni önnur, sem stuðlað geta að eflingu rannsóknastarfsemi. kynblöndun máva, erfðafræði- legar annsóknir á myndun eggja- hvitu i bakterium, rannsóknir á útbreiðslu og stofngerð fugla og sela á vestanveröu landinu og rannsóknir á marflóm og burstaormum, sérstaklega i fjör- um. Agnar kvað stúdenta llka hafa aðstöðu til að stunda rannsókna- verkefni á stofnuninni að svo miklu leyti, sem tækjakostur hrykki til. Mestur hluti starfsemi stofnunarinnar fer fram að Grensásvegi 12, en nokkur hluti tilrauna er einnig gerður aö tilraunastöðinni á Keldum. Breyting til batnaðar, þótt enn vanti margt Sagöi Agnar, að aðstaða fyrir þau málefni, er liffræði snerta, heföi smám saman verið að færast i betra horf á undanförn- um árum. Mikill húsnæðisskortur er þó yfirvofandi, þvi að það leiguhúsnæði, sem deildin hefur haft til afnota undanfarin þrjú ár, er þegar orðið allt of litið og mikil þörf fyrir nýtt og aukið húsnæði. A jóiakortunum eru failegar myndir eftir heimsþekkta lista- menn. bessi kailast vetur og er eftir júgóslavneska listakonu. BÆTT LÍF TIL HANDA BÁGSTÖDDUM BÖRNUM Samkvæmt upplýsingum Agnars Ingólfssonar, formanns stjórnar liffræöistofnunarinnar, eru allir fastir háskólakennarar i ofannefndum greinum starfs- menn stofnunarinnar. Sem stend- ur eru þeir 5, en auk þess eru 2 stúdentar, 6 aðstoðarmenn og ritari, sem starfa við stofnunina nú. Starfslið stofnunarinnar eykst yfir sumarmánuðina, sem er aðalrannsóknartimi kennara, og s.l. sumar unnu við stofnunina 25 manns. Stofnunin hefur sinnt mörgum og margvislegum verkefnum, og rannsóknum frá þvi að hún hóf göngu sina. t þvi sambandi má nefna rannsóknir á bjórsárveri fyrir Orkustofnunina, rannsóknir á ýmsum fjarðarbotnum, fyrir Vegagerð rikisins, vegna hugsan- legra umhverfisáhrifa vegum yfir fjarðarbotna og voga, rannsóknir á fuglum á Kefla- vikurflugvelli með tilliti til þeirrar hættu, sem þeir geta valdið flugumferö, rannsóknir á Sagnfræðistofnunin fær fræðibókasafn Erfingjar dr. phil. Guðna Jóns- sonar, sem um árabil gegndi prófessorsembætti i Sagnfræði við Háskóla Islands, hafa gefið Sagnfræðistofnun Háskólans fræðibókasafn dr. Guðna. Hér er um að ræða ágætt safn rita um islenzka sögu þjóðfræði og ætt- fræði frá þessari öld, ásamt nokkrum mikilvægustu ritum og ritröðum um þessi efni frá öldinni sem leið, alls rúm 800 bindi, sem komið hefur verið fyrir I húsnæði Sagnfræðistofnunnar i Arnagaröi. Gjöfin kemur Sagnfræðistofnun i einkar góðar þarfir, þær sem hún er nýlega tekin til starfa og átti fáar bækur fyrir. Stjórn stofnunarinnar kann gefendum, börnum, dr. Guðna og ekkju hans, frú Sigriöi Einarsdóttur, beztu þakkir fyrir þessa höðinglegu. gjöf, bæði vegna notagildis hennar og vegna tengsla hennar viö minningu hins mæta fræði- manns, dr. Guðna Jónssonar. Alvarlegt slys um borð í Guðbjörgu? Á laugardagsmorgun kom varöskipið Óðinn til Patreks- fjarðar með skuttogarann Guðbjörgu IS, en togarinn hafði fengið netadræsu I skrúfuna um 50 sjómilur suövestur af Látra- bjargi. Fór varðskip á vettvang og dró Guðbjörgu til Patreks- fjarðar. Frétzt hefur, að slys hafi orðið um borð i Guðbjörgu, en viö komuna til Patreksfjarðar vildu skipverjar ekki skýra frá þvi, hvers eðlis það hefði verið, og kusu að hada þvi Ieyndu, unz þeir kæmu til heimahafnar, sem er lsafjröður. Taka barn sér, að við gætum tekið upp hjálparstarf sem þetta i tengslum við einhverja Norðurlandaþjóð- ina t.d. Svia, þar sem erfitt væri fyrir okkur að byggja upp sjálf- stætt samband i svo fjarlægum löndum. Norðurlandaþjóðirnar væru þær þjóðir, sem við þekkt- um bezt, sagði Ingi, og treystum bezt til að fara með okkar mál. Ingi sagði, að hann hefði kynnt sér nokkuð þessa starfsemi Svia. Til dæmis væri um að ræða börn i Vietnam, sem misst hefðu for- eldra sina. bau væru ein á báti, og hefði þeim nú verið komið fyrir á sérstökum heimilum. bangað gengju framlögin, og ábyrgir að- ilar fylgdust með rekstri heimil- anna, og sæju til þess að börnin fengju það, sem þeim væri ætlað. Hjá sænsku hjálparstofnuninni er ein deild, sem annast ekkert nema þessi mál, og hefur hún yfrið nóg aö starfa, að sögn Inga Jóhannessonar. jólakort Barnahjólparinnar 25 ár eru nú liðin frá stofnun Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna en rúmu ári eftir stofnun þeirra var settur á stofn sérstak- ur hjálparsjóður fyrir börn og unglinga, sem höfðu orðið hart úti i heimsstyrjöldinni siðari. Siðan hefur þessi hjálparsjóður verið notaður til aðstoðar við bágstödd börnihinum ýmsu hlutum heims- ins, og enn biða hans óleyst mörg mikilvæg verkefni. Allsherjarþing S.b. ákvað siöar að skapa möguleika til viötækrar þátttöku einstaklinga og félaga i þessu nýja hjálparstarfi UNICEF. Undirtektir urðu frá- bærar, og fólk á öllum aldri viös- vegar i heiminum hét aðstoð sinni. Kvenstúdentafélag Islands er I flokki hinna mörgu félaga i heiminum, sem styrkja UNICEF með þvi að annast sölu á kortum og dagatölum sjóðsins. Fyrir- myndir að UNICEF-kortunum eru gerðar af listamönnum viðs- vegar i heiminum, og er það framlag þeirra til sjóðsins. 011 framlög smá og stór, verða einhverju bágstöddu barni i þró- unarlöndunum að liði. A flestum jólakortunum er minnzt á frið á jörðu, gleði og hamingju, Með þvi að senda jólakort Barnahjálpar- innar, sendir fólk samtimis von um betra lif til handa fátæku barni i ókunnu ladi. Starfsstúlknafélagið Sókn tilkynnir: úthlutun úr Vilborgarsjóði hefst mánudaginn 2. desember Rétt til styrks úr sjóðnum hafa þær konur, sem unnið hafa 5 ár eða lengur á vinnustöðum Sóknar og geta ekki stundað vinnu vegna elli eða langvarandi veikinda. Þær sem rétt eiga á styrk, geri svo vel að snúa sér til skrifstofu félagsins á Skólavörðustig 16. Stjórnin. Sigrún Jónsdóttir heldur sýningu — opnar í Norræna húsinu 1. des. gébé Reykjavik. — Sunnudaginn, 1. desember kl. 17.00 opnar Sigrún Jónsdóttir, sýningu i Nor- ræna húsinu Sýnir hún þar verk sin, batik-veggskrey tinga r, ásamt glerskreytingum. baö munu vera oröin mörg ár siðan Sigrún hélt slðast sýningu á verk- um sinum hérlendis, en hún hefur aftur á móti tekiö þátt I fjölmörg- um samsýningum erlendis. Sigrún sagðist vera mjög ánægð yfir að geta opnað sýningu sina 1. desember, sem er fyrsti sunnudagur i aöventu, þvi að i hennar fjölskyldu heföi sá dagur alltaf verið haldinn hátiölegur. Sigrún Jónsdóttir á nú verk á sýningum bæöi i Mónako og Dan- mörku, sem vakiö hafa verðskuldaöa athygli. T.d. hefur danska sjónvarpið tekið myndir af verkum hennar, þar. Einnig hefur Sigrún haldiö einkasýningu i Sviþjóð, samsýningar á öllum Noröurlöndunum og I býzkalandi. Fjölmörg tilboö hefur hún fengiö erlendis frá til sýningarhalds, en hefur ekki getað annað nema litl- um hluta af þeim. Sigrún var sú fyrsta, sem byrjaöi meö batik hér á landi, og hefur hún unnið við það i 25-30 ár. Hún malar og blandar liti sfna sjálf, og notar þvi aldrei annaö. en ekta liti i verk sin. Sýningin i Norræna húsinu verður opin frá kl. 14:00 til kl. 22.00 daglega i um átta daga. Fjölskylduskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 1. desember kl.3 og 9 e.h. Kl. 3 Barnaskemmtun: Skemmtiatriði: 1. Söngur: Kristin Lilliendal, Arni Blandon. 2. ómar Ragnarsson. 3. Jólasveinar koma i heimsókn og syngja með börnunum. 4. Dans. Ragnar Bjarnason og hljómsv. láta börnin dansa. Lúörasveit Reykjavikur leikur fyrir utan Hótel Sögu áður en skemmtun hefst. ölium ágóða af skemmtununum verður variö til kaupa á húsmunum og leiktækjum til Lyngásheimilisins. barnaskemmtun: Glæsilegt leikfangahappdrætti 700 vinningar kvöldskemmtun: Skyndihappdrætti 25 mólverk eftir þekkta isl lismálara Kl. 9 Skemmtun: Skemmtiatriði: 1. Avarp: Vilhjálmur Iljálmarsson, menntamálaráðherra. 2. Söngur: Karvel Pálmason alþm. 3. Gamanvisur: Helgi Seljan alþm. 4. Söngur: Elín Sigurvinsdóttir, með undirieik Sigriðar Sveinsd. Aðgöngumiðar verða seldir i dag kl. 2-4 og viö innganginn verð aögöngumiöa fyrir börn kr. 100 og fyrir fullorðna kr. 200. . Kvöld- skemmtun kr. 250. Húsið opnaö kl. 7.00 fyrir matar- gesti. Dansað til kl. 1.00. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur. Fjáröflunarnefnd Styrkatarfélags vangefinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.