Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 30

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 1. desember 1974. 'Nú-tímmn' Elton John í heljar- qreipum blaðamanns ☆ ☆ BÖNDIN HÖFÐU LÍKLEGA STÖÐVAÐ BLÓÐRÁSINA ÉG BARÐI HANN MEÐ BYSSUSKEFTINU... ...OG ÞREIF í HÁRIÐ Á HONUM OG KEYRÐI HANN AFTUR í STÓLINN NÝLEGA birtist i brezku tón- listarblaOi viötal vifi Elton John, en hann þekkja allir, sem á annafi borö vita hvaö popptón- list er. Þegar viötaliö var tekiö, var Elton nýkominn úr sumarfrii, hressari en nokkru sinni fyrr, nýklipptur og fallegur. Fer hluti viötalsins hér á eftir: Eftir að blaðamaðurinn hafði hrósað Elton dágóða stund fyrir þetta afbrags útlit, vatt hann sinu kvæði i kross: Hann batt Elton við stól, lýsti siðan framan i hann með sterkum Ijósum, og hóf svo að spyrja hann alls kyns erfiöra spurninga. (Það ætti raunar að taka það fram, strax hér i byrjun, að viðtalið er varla ætlað börnun innan tólf ára aldurs). En gefum nú blaða- manninum orðið: — Jæja þá, einskis nýti aumingi! Talaðu nú, og talaðu hátt, þvi ef þú talar ekki við mig, færðu að tala við lögregluna”, sagði ég. Ég kveikti mér i rettu og fékk mér i glas úr skrifstofuflösk- unni, — og beið eftir þvi að garmurinn gæfist upp. — Jæja, — af hverju gafstu út aðra plötu, svona fljótt á eftir „Goodby yellow brick road”? spurði ég mjúklega, og beið eftir að hræðsluglampinn birtist i augum hans. Þeir gefast allir upp — að lokum. Sumir gefast fljótlega upp, aörir eru harðari af sér, — en hann var ekki einn af þeim. Ég vissi, að hann myndi tala. — Það var ekki svo stutt, — þaö var eiginlega ár á milli þeirra, sagði hann ruddalega. Ég færði kveikjarann aðeins frá nefinu á honum — Hjá MCA og Dick James Music, þyrfti ég aö gefa út tvær plötur á ári, — það er eina á hverjum sex mánuöum. — Hægan, krypplingur! hvislaði ég og hrækti út úr mér réttunni og taðkaði á henni. Var ekki litið á Yellow brick road sem tvær plötur? Nú brá honum, — hann vætti varirnar nokkrum sinnum, en svo náði hann sér. — Nei, það var það sorglega. Ef svo hefði verið, heföi ég ekki þurftaögera aðra núna. Annars undirrita ég nýjan samning fljótlega. Eftir það þarf ég ekki að gefa út nema eina plötu á ári, og get farið að taka þessu rólega. Hann var ekki nógu vel á veröi,svo að ég skellti framan i hann einni lúmskri spurningu: — Þú stofnaöir hljómplötu fyrirtækið Rocket records, — ekki satt?” Hann lyftist aðeins i stólnum, en kinkaði svo bara kolli. Böndin höfðu liklega stöðvað blóöráðsina til útlimanna, svo að ég losaði þau lítillega. En auðvitaö ekki of mikiö. — Og núna ertu búinn að missa alla frá fyrirtækinu, nema Maldwin Pop og Kiki Dee, — ekki satt? Hann kinkaði aftur kolli. — Nú, — af hverju útvegaðir þú ekki almennilega rokk- hljómsveit fyrir fyrirtækið? Hann kyngdi munnvatni. Ég þreif i hárið á honum og keyrði hann aftur á bak i stólnum. Ég ætlaði að fá svar, þótt ég þyrfti að berja kvikindið með byssunni. ■ — Viö reyndum, veinaði hann. Við höfum verið að leita i eitt og hálft ár, en það er bara svo ofsalega erfitt. Ég sleppti honum, og sennilega hefði hann dottið út af stólnum, ef böndin hefðu ekki haldið honum. — Við neituðum Queen og Cockney Rebel um samninga, svo að þú sérö að við erum nokkuð góðir dómarar, góði. Elton John er frægur fyrir tón- list sina — en einnig fyrir aö eiga eitt mesta gieraugnasafn i heimi! Hann rak upp skellihlátur, svo ég varð aö berja hann með byssuskeftinu. — Nei, nei, þeir heimtuðu svo mikla peninga fyrir, aö viö höfðum ekki efni á þvi. Mig myndi langa til að fá einhverja HLJÓMPLÖTUDÓMAR DOAAARI: GUNNAR GUNNARSSON ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ : Tí //// ALIMW m u tkV : Þaö fyrsta sem ég tók eftir, þegar ég hlýddi á þetta tveggja platna albúm Gregs Allmans, var hversu „sándiö” á plötunum er ofsaiega gott, og engu líkara en aö plöturnar væru teknar upp f stúdiói, — en þaö eru þær svo allsékk'i'.þvi aö þær eru teknar upp á hljómleikum, „Live”-plata, sem hljómar þannig, hlýtur þvf aö vera góö, — og þaö eru þessar plötur svo sannarlega. Meö Greg Allman er tuttugu og fjögra manna hljómsveit meö strengja hl jóöf æri og blásturshljóöfæri, auk þess er hljómsveitin Cowboy (þeir fiytja tvö lög á plötunni sjálfir meö miklum ágætum) sem aöstoöar Greg. Allt þetta úr- valsliö meö Greg Allman sjálfan I broddi fylkingar flytur okkur dæmigeröa All- mans tónlist. Sailor, — hér er á feröinni óþekkt hljómsveit meö sina fyrstu plötu, og ég held aö ekki iannan tfma hafi nokkur plata komiö mér i eins gott skap. Þessi plata inniheldur tlu sjómannalög, og örugglega ekki eins ogþau sem viö eigum aö venjast, — þvi aö þeir taka fyrir ævintýri og ýmsar brell- ur, sem sjóarar (alla vega sumir hverjir) lenda I, þegar þeir gista erlendar hafnir (sem auövitaö kerlingarnar mega ekki vita um). Tónlist þei rra er mjög erfitt aö skilgreina. Þeir minna á Kinks, Beach Boys og Beatles, — og melódiurnar eru bráö- skemmtilegar og fjög ugar, svo ekki sé meira sagt. Þetta er sem sé plata, sem vonlaust er aö gera tæmandi skil meö oröum, og hér gildir þvi reglan: aö hlusta. Sú útgáfa af hljómsveitinni Love, sem geröi plötuna Forever Changes (1967) er af mörgum talin bezta hljóm- sveit er uppi hefur veriö á siöustu árum, — en þeir hættu eftir þá plötu, nema Arthur Lee, sem stofnaöi nýja hljóm- sveit og hélt áfram aö nota nafniö Love og segja má aö árangur hljómsveitarinnar hafi veriö æöi misjafn slöan. Margar Love útgáfur hafa litið dagsins ljós og alltaf lifir maður i voninni um aöra Forever Changes. Nú er Arthur Lee kominn meö nýja Love útgáfu, sem er nokkuð góö og spilar hijóm- sveitin mjög fjölbreytta tón- list. Á plötunni Reel to Real er aö finna lög, sem eru undir sterkum áhrifum frá soul-tón- list, önnur sem minna á Hendrix. Gene Clark er svo aö segja óþekktur hér á landi, en hann hóf tónlistarferil sinn I hljóm- sveitinni New Christy Minstrels og var einn af stofn- endum hljómsveitarinnar Byrds, ásamt Roger Mc Guinn og David Crosby. Hann lék lengi meö Doug DiIIard og hefur gefiö út þrjár sólóplötur, (tvær þær fyrstu hafa ekki fengizt hér á landi — þvi miöur). Sú nýjasta er No Other, og á enginn eftir aö veröa fyrir vonbrigöum meö þessaplötu, þvi aö hún er hreint út sagt: FRABÆR. ÖII lög plötunnar eru frekar róleg, og gnæfir hin góöa rödd Clarks upp úr frábæru undir- spili eins og rödd Pattons yfir herdeild. — No Other er einstök plata Hljómplötudeild FACO hefur lónað síðunni þessar plötur til umsagnar Hér sjáum viö gleraugnakappann — og ekki ber á ööru en aö bltillinn fyrr- verandi, George Harrison, hafi hreiöraö um sig i gler- augunum. eins og Iggy and the Stooges, — en þeir eru hættir. Hann hrækti brotinni tönn út úr sér. Ég þurrkaði blóðið af kinninni á honum, áður en það rann niður á skyrtuna. Hann var miklu harðari af sér, heldur en ég hélt. Ég kveikti mér I annarri rettu. • — Hefurðu séð kvikmyndina The Exorcist? hreytti ég út úr mér. — Það held ég nú. Mér fannst mjög gaman að henni, — og hló allan timann. Ég sá hana þremur dögum eftir frumsýninguna, og allir voru að sálast úr hræðslu. En ég hló bara móðursýkislega út alla myndina. Nokkur atriði voru dálitið blóðug, svo aö ég skalf dálitið, þegar ég fór út. Ég drap i rettunni á gler- augunum hans. Þau voru hvort sem var orðin illa útlitandi. — Hvers vegna tekurðu plöturnar þlnar upp á alls konar fáranlegum stöðum? öskraði ég upp I eyrað á honum. Hvar ætlarðu að taka næstu plötu upp? A tslandi kannski? spurði ég háðslega. — Nei, nei, veinaði hann. „Næsta plata verður lika tekin upp I Caribou”. Ég sá, að ég varð að herða mig i þessu, ef ég ætlaði að brjóta hann niður fyrir miðnæti. — Nú vil ég fá að vita öll þln leyndarmál, hvæsti ég og barði hann I hausinn með byssunni. — Ég er að deyja úr krabba, og ég hef bara eitt lunga, hvlslaði hann veikri röddu. Það er ekki nógu gott. Fólk leitar i ruslatunnunum að skónum mlnum, gleraugunum minum og Rolls Roysonum mlnum”. — Ertu kvikindislegur við rótarana þina Elton? — Ég elska þá, sagði hann smeðjulega. Ég hvorki bind þá né ber þá. Aftur á móti binda þeir mig og berja. Þess vegna elska ég þá. Það var farið að nálgast miönætti, svo að ég ákvað að hætta þessu. Það var rétt timi fyrir eina spurningu enn: —Hvaö var það, sem gerði þig að þeirri stjörnu, sem þú ert nú? Hann leit upp til mln og glotti. Svo borsti hann með blóöugum vörunum, — og hvislaði:. — E-vitamin og heróin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.