Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 33

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 33
Sunnudagur 1. desember 1974. TÍMINN 33 auðséð. að henni þótti það gott. Hún greip brauðið með báðum höndum og reif það i sig af mikilli græðgi, eins og soltið dýr. Þrir af mönnunum tóku að sér að flytja stúlkuna til hreppstjór- ans i næsta þorpi, sem hét Búsesti. Þeir urðu að iáta hana ganga, svo að hún gæti haldið á sér hita. Vegurinn var lika svo vondur, að hvorki varð komið við sleða né öðrum farartækjum. Stúlkan var fim og snör i snúningum, og oftar en einu sinni var hún rétt sloppinn frá þeim. Hún klifraði eins og köttur upp i hæstu tré, og hljóp eins og ekk- ert væri eftir örmjóum klettasyllum, þar sem þeim virtist að hverjum manni væri bráður bani vis. Hreppstjórinn vissi ekki, hvað hann átti að gera við þessa einkenni- legu mannskepnu, sem ekki gat talað og virtist ekki kunna neina mannasiði. Hún ætlaði að stökkva út um glugg- ann, þegar hún kom inn, en þegar mennirnir vörnuðu henni útgöngu þá leið, henti hún sér á veggina, sparkaði i þá og barði þá með hnefun- um eins og hún ' ætlaði að brjóta húsið niður. Hreppstjórinn taldi stúlkuna vitskera og sendi hana til yfirvald- anna i næstu borg (Plo- seti). Nokkrir hermenn voru sendir með hana, og áttu þeir fullt i fangi með að gæta hennar á leiðinni. Stúlkunni var komið fyrir á geðveikaspitala Yfirvöldin sendu lýsingu af henni i hverja sveit i Rúmeniu, i þeirri von, að einhver gæti skýrt frá, hvaðan stúlkan væri. Hjúkrunarkonurnar urðu þess brátt visar, að stúlkan var ekki geð- veik. Þeim virtist hún meira að segja bráðgáf- uð. Eftir nokkra daga fór hún að herma eftir þeim, þegar þær töluðu við hana, og að fáum vikum liðnum hafði hún lært að tala. Hún talaði hægt og hikandi i fyrstu, og var oft hugsi, eins og hún reyndi að rifja upp hálfgleymda og löngu liðna atburði. Hún var kölluð villta stúlkan frá skógunum, þvi að enginn vissi hvað hún hét. Illa gekk fyrst framan af að klæða hana, en eftir nokkra daga þótti henni gaman að vera i hreinum og fallegum fötum, og leit þá út eins og aðrar ung- ar stúlkur. Allt var gert, sem mönnum datt i hug, til að komast að þvi, hver hún væri. En það bar lengi vel engan árangur. Loks kom sú frétt frá Súgag, að þetta væri ef til vill sama stúlkan, sem týndist þar fyrir sjö árum. Þegar Jón bóndi kom i spitalann, sá hann undir eins, að stúlkan frá skógunum var Jóna dóttir hans. Hún var auðþekkt á fæðingar- bletti, sem hún hafði á hægri öxlinni. Auk þess var hún ákaflega lik móður sinni. Jóna þekkti ekki pabba sinn, og kannaðist hvorki við nöfn foreldra né systkina. Hún fór samt með föður sinum og sýndi engan mótþróa, þó að hún kannaðist ekk- ert við hann. En þegar þau nálguðust kofann, sem foreldrar Jónu bjuggu i, þekkti hún allt i einu umhverfið, þar sem hún lék sér sem barn. Siðan fékk hún minnið aftur smátt og smátt. Þegar Jóna hafði ver- ið heima hjá foreldrum sinum i tvo mánuði, hafði hún á ný vanizt lifnaðarháttum siðaðra manna. Foreldrar henn- ar þorðu samt ekki ann- að en gæta hennar vel. Þau voru hrædd um að hún reyndi að strjúka aftur út i skógana, þvi að þar kunni hún bezt við sig. Hún mundi eftir blóm- unum, sem hún sá forð- um á leiðinni til þorps- ins. Hún villtist, þegar hún fór aftur að leita að þeim, og gat siðan hvorki ratað heim né til þorpsins. Hún varð ekk- ert hrædd, þvi að hún var vön að vera ein i skógunum. Siðan flakk- aði hún um skógana og hefur alltaf farið lengra og lengra frá átthögum sinum. Hún mjólkaði ær og geitur og drakk úr þeim mjólkina. Einnig hafði hún ber og rætur til mat- ar. Á vetrum hafði hún einkum lifað á trjáberki og grenikönglum. Hún forðaðist menn, þvi að þeir höfðu einu sinni hlegið að henni. Stund- um fór hún samt heim á bæi að næturþeli til að ná sér i mat, en aldrei talaði hún við nokkurn mann. Þess vegna gleymdi hún málinu al- veg og öllum mannasið- um. En hún lærði það fljótt aftur, eins og fyrr var sagt. Jóna hafði óvenjulega hæfileika til að umgang- ast dýr. Það var eins og dýrin skildu hana og hún dýrin. Hún varð ánægð heima hjá foreldrum sinum, riema að þvi leyti, að hún gat illa sætt sig við að eiga alltaf að búa á sama stað, og dvelja oftast innan fjög urra veggja, bak við lok- aðar dyr. ★ Hér er lokið sögunni aí litlu stúlkunni, sem týndist. Þótt okkui kunni að virðast sagar ótrúleg, þá er hún samt sem áður sönn. Fyrstir ó morgnana Vörubíla- eigendur Hiólbarðar iil afgreiðslu strax Hringið í sölumann okkar í '4-26-00 STÆRÐ 900x16/10 825x20/12 825x20/14 1000x20/14 *1000x20/16 1 100x20/14 VERÐ 13.650 kr. 16.455 kr. 18.635 kr. 26.105 kr. 27.335 kr. 28.315 kr. hjólbarðarnir kosta örugglega minna ó ekinn kílómetra TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SlMI 42600 KÓPAVOGI Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Færð þú stundum þessa tiifinningu, þegar þú kemur innan um fólk, að þú hafir eitthvaó til að skammast þin Skálmarnar ættu að vera viðari, uppslögin breiðari, vasarnir öðruvísi í laginu, þú sért einhvern veginn ekki við tímann? Jú, það fýlgir því öryggiskennd að eftir nýjustu tizku. Kóróna fötin veita þér þetta öryggi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.