Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 35

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 35
Sunnudagur 1. desember 1974. TÍMINN 35 0 Þegar jörðin gagnlegri en aðrir, að hann segir ekki aðeins að skjálfti sé i vænd- um, heldur gefur hann lika nokk- uð til kynna, hvenær hans sé von. Það getur þó skakkað nokkrum dögum, og fer það eftir þvi, hve aðdragandinn er langur. Annað er lika merkilegt og gagnlegt við þennan fyrirboða. Timabilið sem lækkunin á hljóð- hraðanum i berginu stendur, er mælikvarði á það, hve stór skjálftinn muni verða. Lengd að- dragandans er i samræmi við stærð skjálftans hverju sinni. • — Er þá landskjálftinn þeim mun stærri sem aðdragandinn er lengri? — Já. Ef aðdragandinn hefur veriö svo sem hundraö dagar eða eitt ár, verður jarðskjálftinn tæp- lega mikið stærri en fjögur til fimm stig, og veldur þá væntan- lega ekki miklum spjöllum, en hafi aðdragandinn verið mörg ár, kannski tuttugu eða þrjátiu, þá getur jarðskjálftinn orðið sjö gráður eða svo og valdið veruleg- um spjöllum. Þessi fyrirboði hefur mælzt oft og mörgum sinnum fyrir jarð- skjálfta og það hefur ekki brugð- izt, að hafi orðið vart viö lækkun hljóðhraða, hefur komið skjálfti. Hins vegar hafa lfka komið skjálftar, án þess að fyrirboðinn hafi komiö, svo að hann er ekki alveg öruggur, en ef hans verður vart á annað borð, má heita ör- uggt, aö jarðskjálfti er i aðsigi. Þannig væri hægt að fylgjast með ákveönum svæðum, ef menn vilja leggja i það vinnu. Þannig væri til dæmis hægt að fylgjast með svæðum i kringum virkjunarstaði og f þéttbýli, þar sem jarðskjálft- ar kæmu sér mjög illa og gætu auðveldlega valdið miklum usla. Auövitað væri ekki hægt að fyrir- byggja að jarðskjálftinn kæmi, en þaö væri á n efa hægt að gera ýmsar ráðstafanir til þess að draga Ur afleiðingum hans. — Og þær aðgerðir gætu verið með ýmsu móti? — Já, og nú kemur eitt til: Hversu langt á að ganga i þvf að gera slikar ráöstafanir? Þær yrðu I flestum tilvikum kostnaðarsam- ar og gætu haft verulegar efna- hagslegar afleiðingar á þvi svæði sem um væri að ræða. Ég held, að þaö ætti fyrst og fremst að gera fólki grein fyrir þvi, hvað komið gæti fyrir, en hins vegar mætti ekki ganga lengra i spánni en ör- uggt þætti, til þess að valda ekki þarflausum ótta eða skaða. Húsin okkar þola jarðhræringar ólikt betur en torfbæirnir —■ Já, hversu miklum spjöllum getum við búizt við? Hve vel standast fslenzk hús jarðskjálfta? —■ Húsin, sem við búum i núna, eru ólik þeim, sem hér voru fyrir siöustu aldamót. Þá voru nær öll hús landsmanna torfhús með til- tölulega þungri grasþekju, en veggir hlaðnir úr steinum og moldarhnausum, og bókstaflega hristust sundur, ef eitthvað veru- legt bjátaði á, en þung þekjan lagðist yfir allt, sem innan veggj- anna var, hvort sem það var fólk eöa dauðir hlutir. Jarðskjálftinn á Dalvik árið 1934 olli talsverðum spjöllum, en þó ekki neinu manntjóni, aöeins sprungum i húsum. En nærtæk- asta dæmið sem við höfum, er jarðskjálftinn i Borgarfiröi núna I vor. Hann var jafnstór jarö- skjálftanum i Managua á Þor- láksmessu 1972. 1 Managua varö gífurlegt tjón. Meirihluti allra húsa i borginni hrundi og um ell- efu þúsundir manna fórust. Hér i Borgarfirði olli sambærilegur skjálfti ekki neinu manntjóni, sem betur fór, og eignatjón varð litið, miðaö við það sem Ibúar Managua máttu þola. Hús hrist- ust að visu i Borgarfirði og viða komu sprungur i veggi, en skað- inn varð óverulegur, miöað við styrk hræringanna. Þó varð þessi jaröskjálfti nálægt bæjum. Upp- tök hans munu ekki hafa verið i meira en tiu kilómetra fjarlægð frá bæjum i Þverárhlið. Nú er kannski ekki bein ástæða til þess að hætta við að byggja upp þéttbýli á jarðskjálftasvæð- um, en ef það er gert, verður að taka alveg sérstakt tillit til að- stæðnanna við alla mannvirkja- gerð. Auk þess finnst mér sjálf- sagt að almannavarnanefndir séu vel upplýstar á þeim stöðum, þar sem hætta er á jarðskjálftum, og jafnvel að þær hafi einhverjar skipulagðar áætlanir um, hvernig bregðast skuli við, þegar slíka hluti ber að höndum. Eins og dæmin sanna frá 1896 getur það komið fyrir, að minnsta kosti á Suðurlandi, að linnulausir jarðskjálftar gangi i hálfan mán- uð eða svo. Þá getur vel farið svo, að fólki sé ekki vært inni i húsum, eða það þori ekki að hafast þar við. Þá vaknar sú spurning, hvort fólkið vill flytja sig á brott, eða hvort það lætur sér nægja að búa i tjöldum heima fyrir, eins og gert var 1896. Slikum spurningum er ekki hægt að svara fyrir fram. Svörin fara eftir þvi, hvort sumar er eða vetur, hvernig veðurfari er háttaö, og fleira, sem óþarft er upp aö telja hér. Þannig er hægt að fylgjast með eldfjöllum. — Það er komið fram hér á undan, að eldgos og jarðskjálfti þurfa ekki að fara saman. En gildir aðvörunarkerfi ykkar lika um gos? — Já, það ætti að mega nota þetta kerfi líka til þess að fylgjast meö eldfjöllum. Stöövarnar myndu verða varar við skjálfta, ef þeir yrðu undir eldfjöllum, og við gætum fylgzt með þeim fjöll- um, sem vitað er að gjósa annað slagið. Þannig er þetta til dæmis með Mýrdalsjökul. Stöðvarnar þar vakta skjálftana, sem þar veröa, og við reynum að fullvissa okkur um á hvaða dýpi þeir eru, þvi að sumir skjálftanna gætu einungis verið I isnum vegna hreyfinga þar. Ef þeir aftur á móti væru á svo sem tiu til tutt- ugu kilómetra dýpi, fara þeir að verða grunsamlegri. Vandinn er hins vegar hvenær á að gera aðvörun, þvi að ekki er rétt að vera sifellt að sliku, ef ekkert fylgir á eftir. Ég held þvi, að skynsamlegast sé að safna reynslu um eðli og skjálfta hegð- un fjallsins og reyna siðan að meta út frá þvi, hvað sé afbrigði- leg hegðun og hvað ekki. En þótt hegðunin reyndist afbrigðileg yrði tæplega gert meira en að a? vara almannavarnir, fyrst ou fremst þær, sem fyrir væru á staðnum, til þess að þær væru i viðbragðsstöðu, en það yrði varla farið að aðvara almenning, fyrr en sýnilegt væri, að gosið væri al- veg að koma, ella er hætta á glundroða og þarflausum ótta. Mestur hluti eldgosabeltisins hér á landi er hins vegar ekki bundinn við ákveðin eldfjöll, heldur geta sprungur komið þar upp, svo að segja hvar sem er. Þau svæði getur orðið erfitt að vakta, þvi að þar er svo mikið um náttúrlega og meinlausa skjálfta. Helzt væri, ef vart yrði við óeðli- lega skjálftavirkni að fara á stað með mæla og kanna, hvort skjálftarnir væru grunnir eða djúpir, en svo vill til, að þetta er hægtað sjá, ef komizt verður með mælana nær upptökum skjálft- anna en dýpi þeirra er. Eftir að fjarlægð mælisins frá upptökum jarðskjálftans er orðin minni en dýpi hans niður i jörðina er, fer að verða að marka mælinguna. Þegar fylgzt er með gosbeltum, er hægt að skipta þeim upp i róleg og óróleg svæði. Það er eftir- tektarvert, að mjög mikil gos- svæði, eins og til dæmis á milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. þar sem eru Lakagigir, Eldgjá óg Heljargjá, — þar hafa ekki mælzt neinir jarðskjálftar i þrjá- Þriðjudaginn 19. þ.m. var sett að Hallveigarstöðum viö Túngötu þriðja námskeiöiö á árinu, sem haldið er fyrir starfsfólk og eigendur verzlana. Þetta námskeið er fyrir eigend- ur og starfsfólk vefnaðarvöru- verzlana og er haldið af Kaup- mannasam tökunum og Verzlunarmannafélagi Reykja- vikur I samstarfi viö Kvenfélaga- samband Islands. Á námskeiöinu tiu ár. Ef nú færi allt i einu að mælast þar tiðir sjálftar, þætti það að sjálfsögðu grunsamlegt. Sama er að segja um svæðið frá öskju, norður um Mývatn og allt til Axarfjarðar. A öllu þessu svæði er mjög litið um jarð- skjálfta, en þó er vitað, að tals- verðir skjálftar voru þar 1875, áð- ur en Sveinagjá gaus. Sömuleiöis 1724—’27, þegar Mývatnseldar komu upp og gigurinn Viti mynd- aðist i sprengingu. Þekking okkar nær enn skammt. — Við erum betur staddir nú til þess að taka á móti áföllum af þessu tagi, heldur en forfeöur okkar voru, fyrir svo sem tveim til þrem öldum? — Já, við höfum að minnsta kosti betri aöstöðu til þess að fylgjast með aðdraganda slikra tiðinda. Það er áreiðanlega mjög mikils virði fyrir okkur að safna slikri reynslu, jafnvel þótt ekki verði neinar ham’arir á okkar dögum. Viö þurfum að vita hvað talizt getur eðlileg skjálftavirkni á hverjum stað og þar af leiðandi ættum við að geta orðið dómbær- ari um það, hvenær náttúran breytir út af þessari venju. For- spár um jarðskjálfta eða eldgos gætu orðið nákvæmari eftir þvi sem lengri reynsla er fengin á þvi sem kalla má eðlilega hegðun. En rannsóknir okkar hafa staðið svo skamman tima, að varla er hægt aö segja, að við vitum þetta enn þann dag i dag. —VS. er f jallað um vörumeðferð og um- gengnishætti starfsfólks i vefnaðarvöruverzlunum. Stjórnendur námskeiðsins eru þeir Guðni Þorgeirsson frá Kaup- mannasamtökunum og Elis Adolfsson og Sigrún Jóhannsdótt- ir frá V.R. Formaöur Félags vefnaðar- vörukaupmanna, Reynir Sigurðs- son, setti námskeiöiö. (Fréttatilkynning frá Kaup- mannasamtökunum). Námskeið fyrir verzlunarfólk JL Hvað er g.t. 9 g.t. er skammstöfun orðanna gagnkvæmt tryggingafélag. Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafélag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.