Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 10. desember 1974. TÍMINN 11 Ferðamál verða tæpast rædd nema með hliðsjón af þrem meginskilyrðum, 1. árstíðabundnu eðli starfseminnar, 2. hæfilegri byggðardreifingu starfseminnar og 3. umhverfisvernd V. J um samanburö á feröafjöldan- um. Samkvæmt þessu ætti að láta nærri aö jöfnuöur ríki milli tekna og útgjalda feröamála í erlendum gjaldeyri, aö visu meö viðeigandi fyrirvara um óáreiðanleik þess- ara skýrslna. öll skipting flug- kostnaöar milli innlendra og er- lendra ferðamanna er þó vafa söm i grundvallaratriðum þar sem enginn fær vitaö umfang eöa nýtingu flugsins, ef viöskipta viö erlenda feröamenn nyti ekki. Ferðamál sem útflutningsgrein. Sé litiö á feröalög Islendinga erlendis sem hluta af tekjuráð- stöfun þjóöarinnar, án tillits til þess hvaöa atvinnugreinar við höfum til lifsviöurværis, er eöli- legt aö skoöa feröaþjónustu viö erlenda feröamenn sem hvern annan útflutningsatvinnuveg, og sama gildir raunar um tilsvar- andi þjónustu við íslendinga I utanlandsferðum, sem erlendir aöilar mundu aö öörum kosti ann- ast, enda þótt ekki sé formlega með þá hliö viöskiptanna farið sem útflutning. Þótt litið sé á máliö frá þessum sjónarhóli, er þvi miður litið viö áðurgreindar heimildir að bæta, en meðferð þeirra og túlkun getur verið nokk- uö önnur i þessu samhengi. Hér er aðeins um aö ræða að draga myndina mjög grófum dráttum. Gjaldeyristekjur flugfélaga og tekjur af erlendum ferðamönnum I landinu námu alls um 5.050 m.kr. áriö 1973. Heildartekjur af útflutningsvöru og þjónustu námu sama ár 37.410 m.kr.. Ferðaþjón- ustutekjurnar brúttó námu þann- ig 13,5% af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Sé hins vegar miöað við áætlaða innlenda verð- mætasköpun, sem fram kemur i mynd gjaldeyristekna, má hugsa sér aö taka 20% af flugmálatekj- unum, 80% af útgjöldum ferða- manna innanlands og um 65% af vöruútflutningi og 35% af öllum þjónustuútflutningi. Er þá um 1.700 m.kr. gjaldeyrisverðmæta- sköpun til ferðamála til saman- buröar viö20900 m kr. i heild eða um 8% af innlendri verðmæta- sköpun aö baki vöru og þjónustu- útflutnings. Meö tilliti til hins lög- málsbundna samhengis milli þjóöarframleiöslunnar i heild og þess innflutnings, sem jafnhliða þarf aö eiga sér stað, en það sam- hengi er tengt hugtakinu vaxtar- margfaldari þjóðarbúsins má með nokkrum rétti telja, að þess- ar gjaldeyristekjur geri mögulegt aö halda uppi tilsvarandi hlutfalli þjóöarframleiöslunnar, þ.e.a.s. um 8% eða um 7.500 m.kr. miðað viö árið 1973. Hér er um að ræða þann hluta þjóðarframleiðslunn- ar, sem þessi útflutningsstarf- semi geri I vissum skilningi mögulega, en sá hluti er ekki bundinn við neinar ákveðnar at- vinnugreinar og fer ekki saman við verðmætasköpun i þeim greinum, sem hér eiga hlut að máli. Ferðaþjónusta i þjóðarbúskapnum almennt. Þótt hér hafi veriö gert marg- rætt um ferðaþjónustu, svo sem hún horfir við utanrikisviðskipt- um, er ekki þar með mælt með þvi að gera þá hlið málsins að aðalviðhorfi. Sams konar tilraun- ir til að leggja mælistiku gjald- eyrisöflunar sérstaklega á at- vinnugreinar, er þjóna jöfnum höndum erlendum og innlendum aðilum, hafa yfirleitt endað i hálf- gerðu klúðri. Gjaldeyrisjöfnuður þjóðarbúsins fer eftir heildarjöfn- uði framleiðslu og verðmætaráð- stöfunar. Hvaða atvinnugreinar veljast til þess að skila útflutn- ingsverðmætinu, fer eftir af- stæðni hagkvæmni þeirra að til- tölu við hver aðra og hliðstæðar greinar erlendar, að þvi tilskildu, að um flytjanleg gæði sé að ræða. Að gefnu neyzlu- og viðskipta- frelsi er öll framleiðsla þannig til þess fallin að bæta jafnframt gjaldeyrisafkcmuna, án þess að skirskota þurfi til sérstaks gjald- eyrisjafnaðar hinnar einstöku greina. Það er hlutverk almennr- ar hagstjórnar að haga svo helztu viðmiðunarstæröum, að viðhorf almennrar framleiðslu og gjald- eyrisöflunar falli saman. Fyrir atvinnugreinarnar sjálfar er hins vegar hollast að leggja innlend og erlend markaðstækifæri nokkurn veginn aö jöfnu og virða við- skiptavini sina án tillits til þjóðernis. Reksturinn veröur heldur ekki aðgreindur nema meö hlutfallareikningi. Allar meiri háttar rekstrarráöstafanir eru geröar með tilliti til framleiösl- unnar eða þjónustunnar I heild fremur en ákveðinna hópa við- skiptavina. Þegar um beina þjón- ustu við fólk er að ræða, er öll mismunun i áhuga og athygli mjög viðkvæmt mál. Þátt ferðamála i þjóðarbú- skapnum almennt má einkum skoða frá tveim sjónarmiðum. Annars vegar má taka eftirspurn hvers konar ferðaþjónustu, bæði af hálfu einstaklinga (neytenda) og atvinnurekstrar, og rekja áhrif hennar á allar atvinnugreinar, sem leggja þjónustuna af mörk- um beint eða óbeint. Hins vegar má beina sjónum að rekstri þeirra atvinnugreina er fást við ferðaþjónustu. Hvort sem gert er, kemur upp vandasamt álitamál, hvaö telja skuli ferðaþjónustu og þær greinar, er við hana fást. Æskilegast væri að rekja öll þessi atriði i einu samhengi, þar sem fram kæmi full aðgreining ferða- eftirspurnar eftir uppruna og öll meiri háttar aðfanga-afurða- tengsl atvinnugreinanna, þ.e. hvernig þær afhenda hver ann- arri nauðsynjar stig af stigi. Slikt yfirlit væri ákjósanlegastur grundvöllur hvers konar markaðsathugana og stefnu- mótunar i rekstrinum. Heilsteypt mynd af þessu tagi fæst þó ekki nema að undangenginni rækilegri hagrannsókn. Heildareftirspurn ferðaþjónustu. Hér er um að ræða þá eftir- spurn ferðaþjónustu, er beinist að innlendum aðilum, þ.á.m. flutn- ingur Islenzkra ferðamanna til útlanda með innlendum farkosti. Helztu heimildina um þá eftir- spurn, auk þeirra greiðslu- jafnaðarheimilda, sem þegar eru raktar, er að finna i skýrslum Þjóðhagsstofnunar (og fyrir- rennara) um einkaneyzlu lands- manna. Þvi miður liggja enn ekki fyrir nýrri tölur i nægilegri sundurliðun en frá 1969. Verða þær að nægja til að gefa hlutfalls- lega hugmynd i tengslum við aðr- ar og nýrri heimildir. 1 venjulegum skilningi ferða- mála ætti að miða við ferðalög fólks utan sinnar heimabyggðar ásamt allri þeirri þjónustu og neyslu, er það meðtekur á ferða- lögunum. 1 reynd eru ferðalög svo sleppt kaupum og rekstri eigin bifreiða. Þær eru þó notaðar i verulegum mæli til ferðalaga og eru þá tilefni ýmiss konar þjón- ustu við þær sjálfar, sem sleppt er á móti öðru, sem er oftalið. Einkaneyzluskýrsla ársins 1969 samofin staðbundinni farþjónustu og veitingastarfsemi, að tæpast verður hjá komizt að draga þá starfsemi alla inn i myndina og eftirláta mönnum það álitamál, hvaö teljist til ferðamála. Úr flutningaþjónustu skv. einka- neyzluskýrslum er þá aðeins inniheldur eftirfarandi upp- lýsingar um eftirspurn eöa veltu af þessu tagi i milljónum króna: Tafla I Alls Þ.a. einkaneyzla Strætisvagnar Leigubifreiðar Aðrir flutningar innanlands og milli landa greiddir i krónum Flutningaþjónusta alls Veitingar Gisting feröamanna væru dregin frá og útgjöldum islenzkra erlendis væri bætt viö til þess að fá fram eftir- spurn af innlendum rótum i staö þeirrar, er beinist að innlendum aöilum. Hins vegar gerir nokkurn mun til lækkunar, sé dregið frá svo eða svo stórt hlutfall af þjón- ustu strætisvagna, leigubifreiða og veitingastaða. I þessum tölum er hins vegar ekki falin flugþjón- usta til útlendinga, en áður er að þvi vikið, að brúttógjaldeyris- tekjur flugsins námu á siðasta ári 3.925 m.kr., en tæplega eru nema 800 m.kr. framlag til hreinnar þjóöarframleiðslu eftir afskriftir fjármuna, eða um 1% af þjóðar- 84.3 84.3 260.9 182.6 406.3 320.0 751.5 586.9 541.9 227.6 85.2 85.2 1.378.6 899.7 Mismunur heildarveltu og hluta einkaneyzlu þar af stafar af áætlaöri notkun á vegum atvinnu- rekstrar og opinberra stofnana, nema i tilviki veitinga, þar sem matarefni og drykkjarföng eru dregin frá, þar sem þau eru áður talin undir þeim lið, svo að ein- ungis þjónustan sjálf kemur undir þennan lið. Hlutur erlendra feröamanna i kaupum hvers kon- ar ferðaþjónustu er innifalinn i tölunum, en hins vegar ekki út- gjöld íslendinga erlendis né held- ur forkaup útlendinga til og frá landinu. Sá hluti útgjaldanna, er fellur undir einkaneyzlu, 900 m.kr., nam 4.1% af einkaneyzl- unni I heild, og heildarveltutölur, 1.379 m.kr., námu jafnframt rúm- um 4% að tiltölu við þjóðarfram- leiðslu. Til að gefa hugmynd um samsvarandi nútiðarfjárhæöir mundu þessi hlutföll i ár verða að fjárhæð um 3.600 m.kr., er félli til einkaneyzlu, en um 5.350 m.kr. veltuupphæð i heild. Litlu mundi muna, þótt útgjöld erlendra framleiðslu, er bæta má við framangreinda hlutfallstölu, þannig að eftirspurnin i heild verður um 5% af þjóðarfram- leiðslu, er beinist að mestu að innlendum framleiðsluöflum. Mannafli og tekjur i ferðaþjónustu. Niðurstaðan verður mjög svipuð, þegar tekið er mið af hinni hliðinni, þ.e. mannafla og tekjumyndun i ferðaþjónustu- greinunum. Hér verður miðað við tölur ársins 1971, en nýrri tölur eru ekki fyrir hendi i heildstæröri mynd. Talsvert vantar enn á, að heimildir um tekjumyndunina, þ.e. vinnsluvirðið séu áreiðanleg- ar fyrir allar greinar, en Þjóð- hagsstofnun vinnur nú að nýrri könnun rekstrarheimilda i þjónustugreinum. Yfirlit þessara stæröa árið 1971 fer hér á eftir, ásamt %-hlutfalli af heild allra atvinnugreina i landinu. TAFLA II Mannár Fjöldi % Vinnsluvirði, vergt M.kr. % Vinnslúvirði, hreint m.kr. % Greinar: Rekstur strætisvagna og lang- ferðabila 357 0.4 190 0.5 Aðrir fólksflutningar á landi 952 1.1 295 0.7 Flugrekstur 989 1.2 1.703 3.8 Flugvélaviðgerðir 101 0.1 74 0.2 Ferðaskrifstofur 77 0.1 42 0.1 Samgöngugreinar alls 2.476 2.9 2.304 5.3 1.154 3.1 Veitingahús 813 1.0 237 0.5 Gistihús 801 0.9 249 0.6 Þjónustugreinar alls 1.614 1.9 486 1.1 428 1.2 Ferðaþjónusta alls 4.090 4.8 2.790 6.4 1.582 4.3 Allar atvinnugreinar 85.140 100.0 43.520 100.0 36.941 100.0 Greinaskiptingin ræðst hér af vinnuaflaskýrslum Hagstofunn- ar, þannig að strætisvagnar og langferðabilar eru saman, en aörir fólksflutningar á lar.di eru einkum leigubilarekstur. Sjó- flutningum fólks er hér alveg sleppt, enda veigalitill hluti skiparekstursins. Sökum hins mikla fjármagnskostnaðar i flug- rekstrinum er vergt vinnsluvirði greinanna i heild, 6.4% af þjóöar- framleiðslu, óeðlilega hátt miðaö við hreina verðmætasköpun, sem nemur 4.3% af hreinni þjóöar- framleiðslu. A hinn bóginn kemur fram óeölilega lágt hlutfall vinnsluvirðis veitingastaöa miö- að við vinnualfsnotkun þeirra, og mun það stafa af þvi að veitinga- álag þjóna sé ekki meðtaliö. Virð- ist þvi vinnuaflsnotkun grein- anna, 4.8% af landsheild, vera marktækari fyrir hlut þeirra i þjóöarframleiðslunni. Er þá enn komið að u.þ.b. 5% gildi i þjóðar- búskapnum eins og séð frá eftir- spurnarhliðinni. Æskilegt væri að hafa samsvar- andi yfirlit yfir þá fjármuna- myndun, em átt hefur sér stað i ferðaþjónustugreinunum. Ekki er kostur á að gefa að svo stöddu um það heildstætt yfirlit, þótt heimildirnar liggi að mestu fyrir. Þess. skal þó getið, að veitinga- og gistihúsabyggingar hafa num- ið rétt við 1,600 millj. kr. á verð- lagi 1973 yfir 11 ára timabilið 1963- 1973, eða um 145 m.kr. á ári. Bygging þeirra fellur þó mjög ójafnt á timabilið, og var megin- hlutinn byggður árin 1965-1966 og 1970-1971. Innifalin i þessum töl- um er bygging veiðihúsa og sumarbústaðahverfa félagasam- taka, er ekki gistiherbergi félags- heimila. Niðurlagsorð. Að lokum vil ég segja þetta. Enda þótt tekizt hafi meö naum- indum að varpa nokkru ljósi á þátt ferðamála i þjóðarbúskapn- um á grundvelli ófullkominna og ósamstæðra heimilda, hefur sennilega tekizt betur að sýna, hve margslungið þetta viðfangs- efni er. og hve mörg viðhorf þarf að hafa til hliðsjónar. Ætti það ööru fremur að hvetja til ræki- legri a'hugunar þessa máls, svo aö á megi byggja marktæka skoð- un ferðaþjónustumarkaðarins og þróunarspá i samhengi við veiga- mestu rekstrarstærðir starfsem- innar. Vegna stærðar þessa viðfangs- efnis hef ég af ásettu ráði sneitt hjá hinum áhugaverðari spurn- ingum um þjóðhagslega hag- kvæmni eða arðsemi. félagslegt gildi og þróunarhorfur ferða- mála. Um það munu aðrir væntanlega fjalla i einhverri mynd. Aðeins vil ég leyfa mér að benda á. að þessi mál verða tæp- ast rædd nema með hliösjón af þrem meginskilyrðum. sem að nokkru eru innbyrðis tengd: 1. árstiðabundnu eðli starfseminn- ar, 2. hæfilegri byggðadreifingu starfseminnar og 3. umhverfis- vernd. Almennt munu menn gera sér ljósa þýðingu þessara þátta við almenna þjóðfélagslega stefnumótun á vettvangi ferða- mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.