Fréttablaðið - 19.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 19.12.2004, Page 1
JÓLASTEMMNING Í HAFNARFIRÐI Fjöldi fólks lagði leið sína í jólaþorpið á Thorsplaninu í Hafnarfirði í gær. Þar er til sölu ýmislegt sem tengist jólunum og börnin geta líka fundið eitthvað fyrir sig, eins og þessi litli drengur sem breyttist í Stúf í eina örskotsstund. KRÖFUGERÐ KÆRÐ Krafa til ríkisins til þjóðlendna á Miðfjarðarheiði, Öxarfjarð- arheiði og afrétta í Fljótsdal verður að öll- um líkindum kærð. Sjá síðu 2 KYNBUNDINN LAUNAMUNUR Sami kynbundni launamunur er hjá hinu opinbera og á almennum markaði. Karlar eru með 17 prósentum hærri heildarlaun en konur. Sjá síðu 4 SAUTJÁN PRÓSENT HÆKKUN Verð á fasteignum í höfuðborginni hefur hækkað um 17,3 prósent á 12 mánuðum. Vísitala íbúðaverðs er 217,3 stig. Sjá síðu 6 GAGNRÝNA SÍMAFYRIRTÆKI Neyt- endasamtökin vilja gagnsæi símakostnaðar. Samtökin segja að neytendur viti ekki fyrr en símareikningur berist hvað símtalið kosti. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 62 Tónlist 58 Leikhús 58 Myndlist 58 Íþróttir 48 Sjónvarp 64 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 19. desember 2004 – 347. tölublað – 4. árgangur 5 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 89724 HÆG BREYTILEG ÁTT framan af degi og lítilsháttar él um landið sunnan- og vestanvert. Bætir í vind þegar líður á daginn. Sjá síðu 4 JÓLASÖNGVAR Kór Langholtskirkju heldur árlega jólatónleika sína í Langholts- kirkju klukkan átta í kvöld. Ágúst Ólafsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngja ein- söng. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Sárin gróa seint Töfrar undir trénu Aníta Briem Í fótspor meistaranna SÍÐUR 38 & 39 ▲ SÍÐa 44 ▲ Baugur kaupir Big Food Group: Tímamóta- viðskipti VIÐSKIPTI Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og með samþykki stjórnar Big Food Group var lagt fram tilboð sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærst- an hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Sjá síðu 2 og 4 ELDUR „Mér skilst að það hafi verið mínútuspursmál um að ná að lenda vélinni áður en það brytist út alvöru bál,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, einn íslensku þing- mannanna sem voru í farþega- flugvél frá British Airways þegar eldur kom upp í flugstjórnarklef- anum eftir að öryggi brann yfir. Björgvin var í föruneyti með þingmannanefnd EFTA sem var að koma af fundi í Genf á föstudaginn. Hinir þingmennirnir í vélinni voru Sigurður Kári Kristjánsson, Birkir Jón Jónsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Gunn- ar I. Birgisson og með þeim í för var Geir H. Haarde, fjármála- ráðherra og settur utanríkisráð- herra. Björgvin segir að hálftíma fyrir lendingu hafi flugstjórinn kallað alla yfirmenn áhafnarinnar fram í flugstjórnarklefann og það hafi verið greinilegt að eitthvað væri að. Í framhaldinu var vélinni lent í snarhasti. „Lendingin var snaggaraleg, einhvers staðar úti á braut, greinilega á fyrsta stað sem hægt var. Í kjölfarið kom fjöldi slökkviliðsbíla að vélinni og brunaliðið athafnaði sig við flug- stjórnarklefann. Við þurftum að vera í vélinni lengi eftir að hún lenti og fengum engar vitrænar upplýsingar um hvað hafði gerst,“ segir Björgvin. Hann segir að fólk hafi haldið ró sinni prýðilega á meðan þessu stóð, en nokkrum hafi verið mjög brugðið eftir á þegar þeir gerðu sér grein fyrir hvað hafði gerst. Sjá síðu 2 - bs Þrjátíu ár frá snjóflóðunum í Neskaupstað SÍÐUR 28 & 30 ▲ Íslenskir þingmenn hætt komnir í flugi Farþegar í flugvél British Airways voru hætt komnir þegar öryggi í flugstjórnarklefa brann yfir. Fjármálaráðherra var um borð í vélinni ásamt fimm alþingismönnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.