Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 2
2 19. desember 2004 SUNNUDAGUR ÞJÓÐLENDUR „Þetta kemur mér á óvart í ljósi hæsta- réttardómsins sem féll í haust,“ segir Rúnar Þórar- insson, oddviti sveitarstjórnar í Öxarfjarðarhreppi, um kröfugerð ríkisins um þjóðlendur á Norðaustur- landi. Rúnar vísar til dóms Hæstaréttar, sem úrskurðaði í haust að jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna skyldu halda jörðum sínum óskertum en afréttir sem þeir gerðu kröfu til skyldu verða að þjóðlendum. Þetta var fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og töldu menn að hann gæti haft fordæmisgildi allt í kringum landið og skýrt eignarrétt á jörðum. Rúnar býst við því að krafa ríkisins verði kærð en bendir á að það standi fyrst og fremst á landeigend- um að kæra en ekki sveitarfélögum. „Við munum hins vegar veita þeim alla þá aðstoð sem við getum og höfum til dæmis kynnt okkur þá málsmeðferð sem aðrir hafa farið í gegnum í sambærilegum mál- um.“ ■ Taugaspenna á lokasprettinum Með kaupunum á Big Food Group er Baugur orðinn stærsti einstaki viðskiptavinur Bank of Scotland. Síðustu metrarnir í samningaferli um fjármögnun Big Food Group voru hlaðnir spennu. VIÐSKIPTI Lokahnykkur margra mánaða vinnu Baugs við undir- búning kaupa á Big Food var dramatískur. Samkvæmt reglum varð að liggja fyrir samkomulag um kaupin fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Hópur bankamanna og hundrað lögfræðingar unnnu að því að koma saman flóknustu og umfangsmestu viðskiptum sem íslenskt fyrirtæki hefur komið að. Unnið var í mörgum her- bergjum og þegar klukkuna vant- aði 20 mínútur í miðnætti var ljóst að enn voru nokkur óleyst mál. „Það var gríðarleg tauga- spenna í salnum,“ segir Pálmi Haraldsson sem fer fyrir hópi fjárfesta sem mun stýra Iceland verslununum. „Við erum búnir að vinna að þessum kaupum myrkr- anna á milli í marga mánuði.“ Taugaspennan réð ríkjum og allir lögfræðingarnir voru kall- aðir fram. Deutsche bank var ráðgefandi aðili í viðskiptunum og forystumaður bankans kallaði alla hersinguna fram og sagði ljóst að viðskiptin myndu ekki klárast fyrir miðnætti. Hann lagði til að samningsaðilar skuld- byndu sig til að leysa það sem út af stóð um nóttina. Að öðrum kosti yrði að blása viðskiptin af. Fulltrúar íslenskra banka, Bank of Scotland og Baugs römbuðu á barmi taugaáfalls. Yfirlýsingin yrði að vera skuldbindandi. Ekki mætti standa upp frá borði án niðurstöðu. Nú var unnið hratt og aðilar viðskiptanna gátu gefið út skuld- bindandi yfirlýsingar, fyrir utan það að fulltrúar Bank of Scotland þurftu leyfi á æðri stöðum fyrir einni ákvörðun. Klukkan tifaði og þegar hana vantaði fimm mín- útur í tólf lá leyfið ekki fyrir. Samkvæmt lýsingu viðstaddra var andrúmsloftið rafmagnað, menn öskruðu hver á annan: „Is it yes?“ Eina mínútu í tólf sagði Bank of Scotland já. Þegar menn náðu andanum heyrðist sagt við fulltrúa Baugs. „Gerið þið ykkur grein fyrir að þið eruð stærsti einstaki viðskipavinur Bank of Scotland?“ haflidi@frettabladid.is Vinnuslys í loðnu- bræðslu á Eskifirði: Maður féll sex metra SLYS Maður hlaut höfuðáverka eftir að hann féll um sex metra í loðnubræðslunni á Eskifirði á fimmta tímanum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykja- víkur þar sem gert var að meiðsl- um hans. Líðan hans er sögð góð eftir atvikum og maðurinn með fullri meðvitund. Það mun hafa gert gæfumun- inn að maðurinn var með hjálm þegar hann féll. Að sögn lögregl- unnar á Eskifirði eru tildrög slyssins ekki kunn og er málið í rannsókn. - bs Efnavopna-Ali: Yfirheyrður í Bagdad ÍRAK, AP Ali Hassan al-Majid, fyrr- verandi hershöfðingi og náfrændi Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var leiddur fyrir dómara í gær og spurð- ur spjörunum úr. Yfirheyrsl- an var hluti af rannsókn á stríðsglæpum al-Majids, sem er betur þekktur sem efnavopna-Ali. Réttarhöld yfir tólf fyrr- um háttsettum íröskum ráða- mönnum sem sakaðir eru um stríðsglæpi eru ekki hafin. Yfirheyrslan í gær þykir samt gefa til kynna að rétt- arhöld séu á næsta leyti. Efna- vopna-Ali er meðal annars talinn bera ábyrgð á efnavopnahernaði gegn Kúrdum í norðurhluta Íraks árið 1988. ■ Boris Spasskí: Djarft hjá Íslendingum KVEÐJA Stuðningsnefnd Bobbys Fischer hefur borist kveðja frá Boris Spasskí, fyrrverandi heims- meistara í skák. Í bréfinu þakkar Spasskí íslensku þjóð- inni fyrir að veita Fischer dvalarleyfi og býður hann fram aðstoð sína. „Kæru vinir, a l ú ð a r þ a k k i r fyrir hin góðu tíðindi,“ segir í bréfi Spasskís. „Á þeirri stundu þegar allur skákheimurinn stóð þögull og huglaus hjá, lék íslenska þjóðin sjálfsagðan og djarfan leik til hjálpar Bobby. Hamingjuóskir, þið eigið lof skilið. Látið mig vita ef þið þurfið á aðstoð minni eða hjálp að halda. Ég geng með mikilli ánægju til liðs við hina djörfu ís- lensku þjóð. Ég vil nota tækifærið til að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.“ - th „Nei, þetta segir okkur ekkert um íslenska karlmenn.“ Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er hjúkrunar- og kyn- fræðingur. Fréttablaðið greindi frá því í gær að allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér- lendis er keypt frá dönskum sæðisbanka. SPURNING DAGSINS Jóna Ingibjörg, segir þetta okkur eitt- hvað um íslenska karlmenn? ELDUR „Hver maður á sitt skapa- dægur og það var greinilega ekki komið að okkur,“ segir Gunnar I. Birgisson alþingismaður, sem staddur var um borð í flugvél British Airways þegar reykur kom upp í flugstjórnarklefanum. „Lendingin var hastarlegri en maður á að venjast og ég heyrði það á flugfreyjunum að þær voru stressaðar,“ segir Gunnar. Að hans sögn voru sumir farþeganna skelfdir, sérstaklega eftir á, en flestir héldu þó ró sinni. Sjálfur segist hann ekki hafa verið ótta- sleginn, enda var ekki ljóst lengst framan af hvað væri að. Gunnari segir að sér hafi verið sagt að öryggi hefði brunnið yfir í flugstjórnarklefanum og reykur gosið upp í kjölfarið, en flug- mönnunum hafi sjálfum tekist að slökkva eldinn áður en hann náði að brjótast út. „Þegar upp var staðið fór þetta náttúrulega allt vel og maður er þakklátur fyrir það.“ ■ Gunnar I. Birgisson: Flugfreyjurnar voru óstyrkar GUNNAR I. BIRGISSON Segir að sumir hafi verið skelfdir en flestir hafi þó haldið ró sinni. UNNU AÐ KAUPUNUM MYRKRANNA Á MILLI Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa staðið í ströngu undanfarna daga í samningum um kaup á Big Food Group. Óhugnanlegur glæpur: Barni rænt úr móðurkviði BANDARÍKIN, AP Bobbi Jo Stinnett var kyrkt til bana á heimili sínu í Kansas á fimmtudaginn. Eftir að hún lést skar árásarmaðurinn hana upp og rændi úr móðurkviði barni sem hún hafði gengið með í átta mánuði. Málið hefur vakið sterk viðbrögð almennings í Bandaríkj- unum vegna þess hversu óhugnan- legur glæpurinn er. Barnið fannst í gær heilt heilsu á heimili 36 ára konu sem talið er víst að sé ódæðismaðurinn. Konan hafði komið á heimili Stinnett und- ir því yfirskini að hún ætlaði að kaupa af henni hund. ■ ALRÆMDUR Efnavopna-Ali er með- al annars talinn bera ábyrgð á efnavopna- hernaði gegn Kúrdum árið 1988. Árekstur: Fernt á slysadeild SLYS Fernt fór á slysadeild eftir harðan árekstur jeppa og fólksbif- reiðar laust fyrir klukkan þrjú dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi í Svínahrauni þegar þeir rákust á. Tvennt var í hvorum bíl en meiðsl fólksins reyndust ekki al- varleg við skoðun á slysadeild. Öll munu hafa verið í bílbelti. Bílarn- ir voru hins vegar ekki ökufærir eftir og þurfti að draga þá af vett- vangi. Tildrög slyssins eru ekki kunn en málið er í rannsókn. - bs BORIS SPASSKÍ Heimsmeistarinn fyrrverandi segir ís- lensku þjóðina eiga lof skilið. KRÖFUGERÐIN Ríkið gerir meðal annars kröfu til Miðfjarðarheiðar, Öxarfjarðarheiðar og afrétta í Fljótsdal. Jarðir á Norðausturlandi: Krafa ríkisins líklega kærð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.