Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 4
4 19. desember 2004 SUNNUDAGUR KJARAMÁL Sami kynbundni launa- munur er hjá hinu opinbera og á al- mennum markaði. Karlar eru með 7 prósentum hærri mánaðarlaun og 17 prósentum hærri heildarlaun en konur í sambærilegum starfsstétt- um. Ef ekki er tekið tillit til mis- munandi aldurs, menntunar og vinnutíma hafa karlar 28 prósent- um hærri laun en konur. Karlar vinna lengri vinnutíma en konur, eða 45 klukkustundir af eftir- vinnu í meðalmánuði meðan konur vinna að jafnaði 31 klukkustund af eftirvinnu. Fleiri karlar eru með vakta- og/eða bakvaktaálag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnun- ar sem kynnt er í nýjasta tölublaði BHM-tíðinda. „Stéttir eru verðlagðar á mis- munandi hátt og kvennastéttir eru minna metnar en karlastéttir. Ef fólk er í sömu störfum eru launin þau sömu. Hins vegar geta karlar unnið lengur og meira en konur. Við eigum nú í viðræðum við samninga- nefnd ríkisins. Það er spurning um að endurmeta þær stéttir sem eru lægstar,“ segir Halldóra Friðjóns- dóttir, formaður BHM. - ghs VIÐSKIPTI Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla drama- tík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og til- boð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunar- innar og tekur einnig níu pró- senta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endur- fjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstr- ar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangs- mestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haralds- son verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarfor- mennsku hjá Iceland. Í hóp hlut- hafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjár- festis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhalds- félaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á bresk- an mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni verði fyrirtækinu allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, munu Baugur og samstarfs- aðilar taka við stjórn fyrirtæk- isins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fast- eignir, meðal annars vel stað- settar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja. haflidi@frettabladid.is ■ SUÐUR-AMERÍKA Á Guðjón Þórðarson eftir að gera Keflvíkinga að Íslandsmeisturum í fótbolta innan þriggja ára? Spurning dagsins í dag: Ertu komin(n) í jólaskap? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 58% 42% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HERJÓLFUR Samþykkt hefur verið að hækka far- og farmgjöld um sex prósent. Herjólfur: Sex prósenta hækkun SAMGÖNGUR Á fundi bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum á fimmtudag var samþykkt að hækka far- og farmgjöld með Herjólfi um sex prósent. Andrés Sigmundsson, fulltrúi minnhluta bæjarstjórnar, segir að gefið hafi verið eftir til að fá eina ferju í viðbót. „Þetta er 15-20 milljóna króna aukaskattur á bæj- arbúa. Ég er alveg brjálaður yfir þessu.“ Bergur Elías Ágústsson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, segir ekki sleppt og haldið. „Hér á árum áður þótti það ágætt að ferjan gekk hér einu sinni á dag, nú eru aðrar kröfur sem unga fólkið ger- ir til samgangna. Með þessu erum við fyrst og fremst að leiðrétta verðlagsbreytingar. Raunkostnað- ur nú er sá sami og fyrir tveimur árum síðan en á móti kemur fjölg- un ferða og bættar samgöngur.“ ■ 100% bók Alma, Emilía, Klara og Steinunn Hverjar eru þær? Hvað dreymir þær um? Hvaðan koma þær? Hvert ætla þær? 100% Nylon - lifandi, litskrúðug, skemmtileg - bók sem þú verður 100% að eignast!!! Allt um Nylonsumarið 2004! Allt um nýju plötuna! Stútfull bók af frábærum myndum! 2. prentun komin í verslanir 1. prentun uppseld 8. Börn og unglingar Félagsvísindastofnun 7. – 13. des. HÁSKÓLI ÍSLANDS Karlar eru með hærri mánaðarlaun og heildarlaun en konur í sambærilegum stéttum. Þetta kemur fram hjá BHM. BHM: Kynbundinn launa- munur sá sami HÖFUÐSTÖÐVAR BAUGS Í SKÚTUVOGI Breskir kaupsýslumenn telja að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni verði fyrirtækinu allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Umfangsmestu viðskipti íslenskrar viðskiptasögu Baugur hefur tryggt sér fjármögnun upp á 112 milljarða til kaupa á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group. Bank of Scotland leggur til níu prósent hlutafjár við kaupin. Íslenskir bankar og aðilar þeim tengdir taka þátt í fjármögnun viðskiptanna. PINOCHET FÉKK HJARTAÁFALL Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur ver- ið fluttur á spítala eftir að hafa fengið hjartaáfall. Að sögn lækna mun hann ekki vera í bráðri lífs- hættu. Pinochet hefur verið ákærður fyrir fjölda mannrétt- indabrota og á mánudaginn úr- skurðaði dómari að hann væri nægilega heilsuhraustur til að mæta fyrir rétt. Sá úrskurður var kærður og er búist við niðurstöðu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.