Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 6
6 19. desember 2004 SUNNUDAGUR Fasteignaverð: Rúm fimmtungs- hækkun á sérbýli FASTEIGNASALA Enn hækkar vísi- tala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt upplýsing- um frá Fasteignamati ríkisins var vísitalan 217,3 stig í nóvem- ber, en í októbermánuði var vísi- talan 209,3 stig. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað að meðaltali um 3,8 pró- sent á milli ára. Á síðastliðnum 12 mánuðum hefur verðið hækk- að um 17,3 prósent. Verð á sérbýli hefur hækkað meira en verð á fjölbýli, bæði ef borið er saman við verð í októ- ber og fyrir 12 mánuðum. Á milli mánaða hækkaði verð á sérbýli um 4,9 prósent og hefur hækkað um rúm 22 prósent á árinu. Fjöl- býli, sem er stærri hluti af markaðnum og vegur því þyngra í heildinni, hækkaði um 3,5 pró- sent á milli mánaða og hefur hækkað um 15,9 prósent á síð- astliðnum 12 mánuðum. Þess má geta að velta á fasteignamarkaði fyrstu vikuna í desember var sex milljarðar króna. - ss Vilja viðvörun þegar hringt er á milli kerfa Neytendasamtökin vilja gagnsæi símakostnaðar. Neytendur viti ekki fyrr en símareikningur berist hvað sím- talið kosti. Póst- og fjarskiptastofnun segir þjónustugjöld símafyrirtækjanna auka á verðmun þeirra á milli. NEYTENDUR Erfitt er fyrir neyt- endur að vita hvað þeir greiða fyrir símanotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast þess að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikn- inga. „Við viljum að fólk fái viðvör- un þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira,“ segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun, sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofnun- ar, segir að full ástæða sé til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrir- tækin borgi hvort öðru þjónustu- gjöld þegar hringt sé á milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt er milli kerfa en Síminn greiði 12,10 til Og Vodafone. „Þetta er heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð,“ segir Hrafnkell: „Við teljum langtímasjónarmið fyrir neyt- endur að jafna beri þjónustu- gjöld símafyrirtækjanna.“ Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númer- aflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðu- maður upplýsinga- og kynning- armála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjar- skiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: „Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt.“ gag@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? 1Hver er áætlaður rekstrarafgangurReykjavíkurborgar? 2Frá hvaða landi kaupa Íslendingarallt gjafasæði? 3Hvað heitir ný plata hljómsveitarinn-ar Destiny’s Child? Svörin eru á bls. 66 Fyrsta bókin um íslenska stjörnuhimininn Loksins er fáanleg handbók fyrir þá sem hafa unun af því að horfa til himins á vetrarkvöldum. Með myndum og kortum og greinargóðum upplýsingum er kennt hvernig best er að standa að stjörnuskoðun hérlendis. Bók sem ekkert heimili getur verið án. Í fyrsta sinn á Íslandi! • 53 stjörnumerki sem sjást frá Íslandi • Allt um stjörnuskoðun • Örnefnakort af tunglinu • Mikill fjöldi mynda og stjörnukorta Stjörnuskífa fylgir með!4. sæti Handbækur Félagsvísindastofnun 7. – 13. des. 1. sæti Handbækur 1. prentun á þrotum 2. prentun væntanleg STEFÁN HJÖRLEIFSSON Um 9.900 hafa skráð sig á vefsíðuna ton- list.is. Nær fimmtíu manns skrá sig daglega að meðaltali frá því að vefsíðan var sett á stofn.Tíu þúsundasti notandinn fær vegleg verðlaun. Tímamót hjá Tónlist.is: Tíu þúsund notendur TÓNLIST Næstum því tíu þúsund manns hafa skráð sig á vefmiðil- inn Tónlist.is. Stefán Hjörleifs- son, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, segir þessa miklu þátttöku ekki koma á óvart. „Ég hef haft þessa trú í mörg ár en þetta gerist hraðar en ég þorði að vona. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að innan þriggja til fjögurra ára fari smásala tón- listar fram í gegnum netið,“ segir Hjörleifur. Lagið Ást, sem Ragnheiður Gröndal flytur, er vinsælasta lag síðunnar frá upphafi. Hjörleifur segir um fimm prósent af heildar- sölu lagsins fara fram í gegnum netið. - gag ENN HÆKKAR FASTEIGNAVERÐ Verð á fasteignum í höfuðborginni hefur hækkað um 17,3 prósent á 12 mánuðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STYRKVEITING Sólheimar hafa feng- ið 120 milljón króna styrk frá Framkvæmdasjóði fatlaðra til að reisa þjónustumiðstöð. Styrkur- inn verður greiddur út á fjórum árum, þrjátíu milljónir hvert ár. Sigurjón Örn Þórsson, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, upplýsir að gert sé ráð fyrir að kostnaður við bygginguna nemi um 125,2 milljónum króna að frá- töldum frágangi lóðar og bíla- stæða. Í þjónustumiðstöðinnni verði mötuneyti og skrifstofa fyr- ir sjálfstæða búsetu. Hún eigi að rúma um 80 til 100 manns. Pétur Sveinbjarnarson, stjórn- arformaður Sólheima, segir stjórnina mjög þakkláta fyrir þá lausn sem fundin sé. Betur hefði komið Sólheimum ef miðstöðin hefði verið fjármögnuð á styttri tíma því haga verði byggingu hennar í takt við fjárstreymið. Pétur segir nýju þjónustumið- stöðina verða mun hagkvæmari en þær tvær byggingar sem hún leysi af hólmi. Þó hún þjóni fleir- um verði hún 300 fermetrum minni en núverandi byggingar, sem séu um 1.000 fermetrar. Haf- ist verði handa á næsta ári, á 75 ára afmæli Sólheima. - gag 120 milljóna styrkur frá Framkvæmdasjóði fatlaðra: Ný þjónustumiðstöð á Sólheimum SÓLHEIMAR Í BLÓMA Ný þjónustumiðstöð verður reist á Sólheimum á næstu fjórum árum. Hún er að mestu fjármögnuð af styrktarfé og leysir eldri og illa farin hús af hólmi. JÓHANNES GUNNARSSON „Það er óþolandi að vita ekki fyrr en eftir á hvað símtalið kostar. Þetta er eins og ef maður færi í búð og fengi ekki að vita hvað vörurnar kostuðu fyrr en maður væri búinn að borga þær,“ segir formaður Neytendasamtakanna. EVA MAGNÚSDÓTTIR PÉTUR PÉTURSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.