Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 22
Bjarni Ármannsson hefur verið í eldlínunni þetta árið. Hann hefur stýrt útrás Ís- landsbanka samhliða því að glíma við átök innan hlut- hafahóps bankans. Árið í ár hefur í senn verið ár sókn- ar og togstreitu fyrir Íslandsbanka og forstjóra hans, Bjarna Ár- mannsson. Nú þegar líður að lok- um þessa árs blasir við breyttur banki. Íslandsbanki hefur tryggt sér stuðning 90 prósenta hluthafa Bolig og Næringsbank í Noregi. Innlán og útlán Íslandsbanka tvö- faldast við yfirtöku BN bank. Ár vaxtar og umbreytinga er að baki. Meðan keppinautarnir voru í eigu ríkisins fór Íslandsbanki fremstur. Betur rekinn og fram- sæknari en keppinautarnir. Eftir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbanka dofnaði yfir sér- stöðunni. „Íslandsbanki var fána- beri einstaklingsframtaksins,“ segir Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka. Stefnunni breytt Íslandsbanki vildi á sínum tíma kaupa Búnaðarbankann, en var hafnað. Síðan sameinaðist hann Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og þegar lokaskref einkavæðingar ríkisbankanna hófst var því hafnað að Íslandsbanki fengi að kaupa annan ríkisbankanna. Bjarni segir að í rauninni hafi verið pólitísk andstaða við það að frekari hag- ræðing ætti sér stað með þátttöku Íslandsbanka. „Síðan þegar rísa upp sterkir einkabankar og þessi sérstaða okkar hverfur, þá þarf að finna sér aðra sérstöðu. Við höfum verið tiltölulega íhaldssamir varð- andi áhættu og það hefur tekið okkur svolítinn tíma að finna okk- ur nýjan vettvang.“ Íslandsbanki hefur í gegnum tíðina lagt meira upp úr arðsemi eiginfjár og greiðs- lu arðs en því að auka eigið fé og sækja fram. Ný stefna var mörkuð í kjölfar síðasta aðalfundar. „Þá var mörkuð sú stefna að bankinn ætti ekki einungis að vaxa með innri vexti heldur með kaupum. Síðan hefur eitt skref af öðru verið tekið.“ Starfsemin í London hefur verið efld, Kredittbanken í Ála- sundi var keyptur og bankinn hef- ur sótt fram sem alþjóðlegur banki í sjávarútvegi. „Við höfum endur- skipulagt okkur miðað við þennan vöxt og svo gerðum við tilboð í BN bank í Þrándheimi.“ Litli bankinn mikilvægur Kredittbanken var ekki stór fjár- festing og einhverjir brostu í kampinn og spurðu hvort þetta væri allt og sumt í hinni stórhuga útrás bankans. „Kaupin á Kreditt- banken voru afskaplega mikilvægt skref fyrir okkur.“ Íslandsbanki stefnir að því að nýta sérþekkingu sína á sjávarútvegi á alþjóðavísu og Bjarni segir mikilvægt að koma upp starfstöðvum á þeim svæðum sem bankinn ætli sér að starfa á til framtíðar. „Í annan stað fengum við innsýn inn í Noreg sem við- skiptaland og mynduðum sterk viðskiptasambönd. Í þriðja lagi var miklvægt að fara í gegnum það ferli sem fylgir uppkaupum fyrir- tækja á markaði. Við lærðum auð- vitað heilmikið í því ferli. Ég held því fram að það hefði verið erfitt að fara í þessa stóru yfirtöku á BN bank sem gjörbreytir Íslands- bankasamsteypunni, hafandi ekki haft þá reynslu.“ Þekkjum auðlindaatvinnugreinar Bjarni segir norskt viðskiptalíf að mörgu leyti líkt því íslenska. Meg- inhluti auðsöfnunar liggi í nýtingu náttúruauðlinda. „Eðli þessara at- vinnugreina er nokkuð sem við þekkjum. Við þekkjum sveiflurn- ar og erfiðleikana sem fylgja þessum greinum, og þær miklu fjárfestingar sem þarf í upphafi, betur en þau iðnríki sem byggja útflutning sinn á öðru.“ Bjarni segir að þótt BN bank sé ólíkur banki Íslandsbanka á margan hátt liggi sömu gildi til grundvallar í rekstri beggja. „Áhersla á lágan rekstrarkostnað, hagkvæmni í fjármögnun og sveigjanleika og hraða í afgreiðslu. BN bank hefur tekist vel upp í þessu. Við sjáum tækifæri í að sinna einstaklingum í viðskiptum BN bank með fleiri afurðum en hingað til hefur verið gert. BN bank er í viðskiptum við mörg sterkustu meðalstóru fyrir- tæki Noregs. Þar sjáum við ákveðin tækifæri með aðgengi Ís- landsbanka að alþjóðlegum lána- mörkuðum.“ Um 99 prósent útlána BN bank eru í norskum krónum. Fyrirtæki í viðskiptum eru mörg hver út- flutningsfyrirtæki með tekjur í erlendum myntum. Bjarni segir tækifæri til þess að þjónusta þessi fyrirtæki með lánum í tekjumynt- um fyrirtækjanna og bjóða þeim aðra tengda þjónustu svo sem gjaldeyrisáhættustýringu. Grunn- urinn er traustur, því jafn og stöð- ugur hagnaður hefur verið af BN bank, jafnvel þegar fjár- málakreppa reið yfir Noreg. Bjarni segir að þótt alþjóðlegur sjávarútvegur sé stór á okkar mælikvarða þurfi að hugsa lengra. „Við höfum því víkkað starfsemi okkar út frá sjávarútveginum í matvælaframleiðslu og skilgreint Noreg sem heimamarkað okkar. Ísland og Noregur eru nú heima- markaður Íslandsbanka.“ Bjarni segir að sú hagræðing og sam- þjöppun sem orðið hafi í sjávarút- vegi hér heima og víða annars staðar sé skammt á veg komin í Noregi. Fjárfestingar í greininni séu því verr nýttar. „Menn eru byrjaðir að heimila úreldingu fiskiskipa. Óheimilt er með lögum að sami aðili veiði og vinni fisk. Þetta þýðir að yfir 70 prósent af til að mynda þorski sem berst á land í Noregi er á tímabilinu mars til maí.“ Bjarni segir að þessu fylgi mikið ójafnvægi og greinin missi af mörgum tækifærum. „Þetta er hins vegar að breytast.“ Íbúðalánin rökrétt þróun Það er ekki bara útrás sem ein- kennt hefur árið. Venjulegt fólk upplifði mestu breytingu sem orð- ið hefur á fjármálakerfinu þegar bankarnir hófu innreið sína á íbúðalánamarkað. Bjarni segir þetta beint framhald af þróuninni sem birst hafi á fyrirtækjamark- aðnum á undan. „Ég tel að þetta aukna samkeppnisumhverfi sé framhald á þeirri þróun að ríkið dragi sig út af markaðnum og að einkaaðilar sjái um þessa þjón- ustu. Ég held að þróunin verði sú, þó að við höfum séð tvö skref stig- in aftur á bak á árinu; annars vegar lögin um Sparisjóðina sem einangra þá frá framtíðarhagræð- ingu á fjármálamarkaði og hins vegar framsókn Íbúðalánasjóðs að undanförnu.“ Bjarni segir að ekki fái staðist til lengdar að sjóður í eigu ríkisins sem njóti sérkjara, og sé undanþeginn skyldum sem bankar búi við, keppi á þessum markaði. Bjarni hafnar því að vextir hefðu ekki lækkað nema fyrir tilstuðlan Íbúðalánasjóðs. 22 19. desember 2004 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Ég tel að þetta aukna samkeppnisumhverfi sé framhald á þeirri þróun að ríkið dragi sig út af markaðnum og að einkaaðilar sjái um þessa þjónustu. Ég held að þróunin verði sú, þó að við höfum séð tvö skref stigin aftur á bak á árinu; annars vegar lögin um Spari- sjóðina, og hins vegar framsókn Íbúðalánasjóðs að undanförnu.“ NÝTT BLAÐ Á NÆSTA SÖLUSTAÐ! Á s k r i f t a r s í m i : 5 1 5 5 5 5 5 1 2 . tb l. 2 1 . á rg . 2 0 0 4 A F S A M V IS K U O G T ÍM A Desember 2004 12. tbl. 21. árg. 899 kr. m. vsk BROTTREKSTURÁRSINS Páll Rósinkranz ➝ Kantskurður karla ➝ Jólaförðunin ➝ Herborg Eðvaldsdóttir ➝ Skartgripatískan ➝ Vala Matt ➝ Barnabókahöfundar ➝ Jakob Ágúst Hjálmarsson ➝ Svafa Grönfeldt ➝ Herratískan ➝ Tvíhöfði ➝ Jóhann Freyr Björgvinsson Sigurður G. Guðjónsson um leynimakkiðhjá Norðurljósum, samband sitt við JónÓlafsson og brostnar vonir „ÉG ER RAUNSÆBARÁTTUKONA“ Steinunn Valdís borgarstjóri um póli-tíkina, móðurmiss-inn og glasabarnið JÓLA- GJAFIR 2004 BESTU KNATT-SPYRNUMENN ÍSLANDSSÖGUNNAR KÁRI JÓNASSONKVEÐUR RÚV Fréttastjórinn fyrrverandium átökin í Ríkisútvarp-inu og framtíð þess TÆKIFÆRI HJÁ NORÐMÖNNUM Kaupum Íslandsbanka í Noregi hefur verið vel tekið. Bjarni Ármannsson telur hagræðingu fram undan í norskum sjávarútvegi, sem Íslandsbanki hyggst eiga hlutdeild í. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Umbreytingarár Íslandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.