Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 30
30 19. desember 2004 SUNNUDAGUR Minningar hverfa ekki Norðfirðingar gleyma ekki 20. desember 1974. Hér rifja fjórir heimamenn upp snjóflóðin og afleiðingar þeirra. Katrín Sól Högnadóttir var 15 áraþegar snjóflóðin féllu í Neskaup- stað. Hún var fjórða í röð átta systk- ina en einn hinna 12 sem fórust var faðir hennar, Högni Jónasson. „Ég var á heimleið ásamt systur minni, sem bjó innar í bænum, þeg- ar flóðin féllu. Ég hélt á drengnum hennar á herðun- um og veðrið var mjög fallegt; stillt og mjallahvítt yfir að líta. Ég man hvað mér þótti bærinn fallegur þennan morgun. Þegar við vorum hálfnaðar heim mættum við ungri konu sem kom hlaupandi neðan úr bæ og sagði okkur að snjóflóð hefði fallið á Skemmuna. Saltfiskur var unninn í Skemmunni og pabbi hennar vann þar. Skömmu áður höfðum við heyrt lítinn dreng kalla: „Snjóflóð á bræðsluna, snjóflóð á bræðsluna!“ Systir mín hafði kallað til hans og sagt honum að vera ekki með svona vitleysu. Þegar við svo fengum frétt- ina um að snjóflóð hefði fallið á Skemmuna flýttum við okkur heim til mömmu, en pabbi vann í bræðsl- unni sem var skammt fyrir utan Skemmuna. Mamma var ekki heima. Hún og pabbi, sem var í fríi þennan dag, höfðu farið niður í bæ. Pabbi ætlaði að sækja launin í Síldarvinnsluna en svo slysalega vildi til að launin voru komin inn í bræðslu. Hann fór þang- að en átti ekki afturkvæmt. Sumir aðstandendur þurftu að bíða í rúman sólarhring til að fá að vita um afdrif ættingja sinna. Við vorum í þeim hópi og tilfinningarnar sveifl- uðust frá örvæntingu til bjartsýni. Að lokum fengum við staðfest að pabbi væri dáinn. Ég man ekki til þess að neinn utan fjölskyldunnar hafi rætt við mig um snjóflóðin á þessum tíma. Fyrsta manneskjan, og sú eina, sem vottaði mér í raun samúð sína var skólasyst- ir mín sem var ári eldri en ég. Hún tók utan um mig úti á götu og sagði: „Ég votta þér samúð mína!“ Þetta þótti mér, og þykir enn, afskaplega vænt um. Núna býr hún í Dan- mörku, ég held að ég hafi aldrei þakkað henni þessi orð. Auðvitað fylltist fólk vítt og breitt um landið samúð og sýndi það með orðum og í verki. Ég hef t.d. aldrei séð jafn mikið af jólapökkum og um þessi jól. Þó svo fólk hafi ekki gefið sig að mér, krakkanum, og innt mig eftir því hvernig mér liði þá veit ég að hugur þess var hjá okkur og öll- um bæjarbúum. Við megum aldrei gleyma því að hér í þessum litla bæ misstu allir eitthvað; föður, móður, systur, bróður, frænda, frænku, vin eða samferðafólk. Þar að auki fóru stór atvinnufyrirtæki í rúst og fjöldi fólks missti vinnuna. Áfallahjálp var ekki til á þessum tíma í þeirri mynd sem hún er núna. Ég vil ekki segja að hún hefði nauðsyn- lega þurft að vera til en það hefði óneitanlega verið gott ef við hefðum getað leitað til einhvers með fag- þekkingu. Allir bæjarbúar áttu í raun um sárt að binda og þess vegna var erfitt að finna einhvern til að tala við. Ég fékk áfallahjálp tveimur áratugum síðar en þá var hringt í mig og mér boðið viðtal við geðlækni. Ég fór vegna þess að mér fannst allt að vinna og engu að tapa. Að vísu fannst mér það hálfhallærislegt í fyrstu að tala um hvernig mér liði eftir þessa lífsreynslu, 20 árum eftir atburðina, en það vandist. Ég hafði aldrei sætt mig við að pabbi væri dáinn. Mig dreymdi hann oft og ég vissi í draumunum að hann hafði komist undan. Föðurbróðir minn fórst í snjóflóði í Tungudal inni af Ísafjarðarkaupstað 1994. Þegar ég fékk þær fréttir var eins og ég hoppaði 20 ár aftur í tím- ann. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna og gengum við þá í minn- ingunni í gegnum atburðina 1974. Ég er ekki hrædd við snjóflóð. Ég er forlagatrúar og trúi að sé mér ætlað að fara á þann hátt þá verði það svo. Mér finnst óþarfa bruðl að byggja varnargarða til að verja okkur fyrir snjóflóðum. Mér líður afskap- lega vel í Neskaupstað og þar á ég heima. Eitt af því sem veldur því hversu vel mér líður á Norðfirði eru fjöllin. Ég er ekki hrædd við þau!“ ■ AFLEIÐINGAR Helstu eignir og mann- virki sem urðu flóðunum að bráð: Fyrra flóðið: Allar byggingar tengdar fiskimjölsverksmiðjunni. Tveir lýsisgeymar. Olíutankur með 900 tonn- um af svartolíu. Frystihúsið skemmdist og niðursuðuverksmiðja eyðilagðist, sem og mikið af tækjum sem í frystihúsinu voru. Sópaði í burtu lagerhúsi, ófullgerðu starfs- mannahúsi og tveim smáhýsum. Braut níu staura í orkulínunni er tengdi Nes- kaupstað við rafkerfi Austurlands. Síðara flóðið: Eyðilagði steypustöð og vélalager. Eyðilagði bifreiðaverkstæði. Braut í spón íbúðarhúsið Mána. Hreif með sér 19 fólksbifreiðar, fimm vörubif- reiðar, lítla rútubifreið og jarðýtu. Eyðilagði mikið af véla- og bifreiðavarahlut- um. Stór snjóflóð í Neskaupstað Vitað er með vissu um sex snjóflóð á Norð- firði, svo stór að þau hafa fallið í sjó fram. 1885 - Eitt flóð 1894 - Tvö flóð 1936 - Eitt flóð 1974 - Tvö flóð Þau sem fórust Karl Lárus Waldorf, 47 ára, og Sveinn Davíðs- son, 49 ára. Báðir voru í rútubifreið þegar síðara flóðið tók þá. Karl fannst í sjó en Sveinn fannst aldrei. Þórstína M. Bjartmarsdóttir, 26 ára, og synir hennar tveir: Ágúst Sveinbjörnsson, átta ára, og Björn Hrannar Sigurðsson, þriggja ára. Voru til heimilis á fyrstu hæð í Mána og fund- ust í snjó. Elsa Sæný Gísladóttir, 32 ára, en hún var í Mána þegar síðara flóðið féll. Fannst hún í snjó. Aðalsteinn Jónsson, sextugur. Var hann í véla- sal frystihússins þegar fyrra flóðið féll og fannst þar. Ólafur Eiríksson, 58 ára, Guðmundur Helga- son, 61 árs, Stefán Sæmundsson, 52 ára, og Högni Jónasson, 41 árs. Þessir fjórir fundust allir í rústum á verkstæði fiskimjölsverksmiðj- unnar. Ólafur Sigurðsson, 19 ára. Hann var við steypustöðina þegar síðara flóðið féll og hef- ur sennilega borist með flóðinu fram í sjó. Hann fannst aldrei. Snjóflóðavarnir á Norðfirði Í ágúst 1999 hófst vinna við fyrsta áfanga snjóflóðavarna ofan við byggðina á Norðfirði. Í þeim áfanga var byggður 400 metra langur og 17 metra hár þvergarður neðan við Drangagil en ofan við garðinn voru reistar 13 keilur. Þessum framkvæmdum lauk í mars 2001 og var kostnaðurinn 320 milljónir króna. Vinna við annan áfanga hófst í júní 2001 en þá var hafist handa við að koma fyrir upp- takastoðvirkjum efst við fjallsbrúnina ofan við Drangagil. Samtals eru upptakastoðvirkin 1.250 metrar að lengd og 3,5 til 4 metrar á hæð. Þessum framkvæmdum lauk í septem- ber 2002 og var kostnaðurinn um 200 millj- ónir króna. Enn er mikil og kostnaðarsöm vinna eftir við snjóflóðavarnir á Norðfirði og er reiknað með að ráðist verði í þriðja áfangann árið 2006. ■ Halldór Eiríksson, verkefnisstjóri hjáÞróunarfélagi Austurlands á Egils- stöðum, átti heima í húsi sem hét Bjarg og stóð í jaðri fyrra snjóflóðsins; skammt innan við fiskimjölsbræðslu Síldarvinnslunnar. Hann var aðeins níu ára þegar snjóflóðin féllu í Neskaup- stað en engu að síður standa atburð- irnir honum skýrir fyrir hugskotssjón- um. „Ég var heima á Bjargi þegar fyrra flóð- ið kom og man nákvæmlega að ég var að drekka vatn úr krana á salerni, en þar var gluggi sem sneri upp í hlíðina. Þá heyrði ég eitthvað sem hljómaði eins og þungur niður og ég hélt í fyrstu að væri bylur. Ég leit upp frá vaskinum og út um gluggann og sá þá bara hvítt kóf og eitthvað dökkt þar inni í sem ég veit ekki enn í dag hvað var; hugsanlega þó brak. Þá áttaði ég mig á að þetta var eitthvað meira og annað en vindhviða, en ég var svo ungur að ég hafði aldrei heyrt talað um snjóflóð og vissi ekki að þau væru til. Ég fór strax að at- huga hvað væri í gangi og leit út um glugga sem sneri í austur eða að bræðslunni. Þá sá ég að bræðslan, og allar byggingar og mannvirki ofan við bræðsluna, voru horfin. Þar sem ég hafði aldrei heyrt minnst á snjóflóð hafði ég ekki hgmynd um hvað hafði gerst en vissi þó að það var alvarlegt. Mamma, pabbi og hluti systkina minna var heima og þau höfðu líka orðið vör við að eitthvað mikið væri að gerast og því hópuðust allir sem heima voru að glugga í eldhhúsinu sem sneri að bræðslunni. Sá gluggi hafði splundrast, líklega undan þrýst- ingi og í eldhúsinu var töluvert kóf. Á þeim tímapunkti var mér sagt að snjó- flóð hefði fallið á bræðsluna og borið hana út í sjó. Þetta er minning mín frá fyrstu mínút- um og klukkustundum eftir að flóðin féllu. Síðar kom í ljós að tveir ungir bræður, sem bjuggu í Mána, höfðu farist ásamt móður sinni. Eldri bróðir- inn, Ágúst, var ári yngri en ég en við vorum afar miklir mátar. Óraunveru- leikatilfinningin var svo sterk í mér fyrst eftir flóðin að það var ekki fyrr en á aðfangadag, fjórum dögum síðar, að áfallið kom. Þá voru mér færðar jóla- gjafir sem keyptar höfðu verið fyrir flóðin og góðvinur minn átti að fá. Það var eins og raunveruleikinn helltist yfir mig og þá fyrst áttaði ég mig á því að ég ætti aldrei eftir að hitta Gústa vin minn aftur.“ ■ HALLDÓR EIRÍKSSON Fékk jólagjafir látins vinar Áfallahjálp eftir 20 ár KATRÍN SÓL HÖGNADÓTTIR Árni Þorsteinsson lenti í fyrra flóðinu,þá 19 ára gamall. Var hann við vinnu í frystihúsinu ásamt fjórum öðr- um, var á annarri hæð í vesturenda hússins. Hann var að hreinsa málningar- áhöld þegar hann heyrði hávaða sem hann í fyrstu taldi vera hefðbundinn vetrarstorm. Sú hugs- un breyttist skömmu síðar þegar rafmagnið fór af húsinu og hann sá hvernig norður- veggur hússins, sem sneri að fjallshlíð- inni, rifnaði í sundur og snjórinn skall inn í húsið. Árni barst með snjónum og annað hvort í gegnum suðurvegginn eða út um glugga á honum og hafnaði ofan í litlum brunni, fjórum til fimm metrum neðar. Brunnur þessi var opinn, og í honum nokkur snjór sem tók af Árna fallið, en hluti suðurveggs hússins lagðist yfir brunninn; lokaði honum og hlífði þannig Árna fyrir snjóskriðunni sem fór yfir. Líklega missti Árni meðvitund í ein- hvern tíma en þegar hann man næst eftir sér lá hann á grúfu í niðamyrkri og vissi í fyrstu ekki hvað hafði gerst, né hvar hann var. Eftir að hann áttaði sig á að hann hafði lent í snjóflóði reyndi hann að kalla á hjálp en ofan á vegg- brotinu, sem lokaði brunninum, var um fimm metra þykkt snjólag og því heyrði enginn til hans. Árni þurfti að dúsa í brunninum í 20 klukkustundir eða þangað til búið var að hreinsa allan snjó af planinu við frystihúsið. Þá fyrst var hreyft við vegghlutanum, sem lokaði brunninum, og það var fyrir tilviljun eina að gröfumaður frá Eskifirði ákvað að draga brotið í stað þess að brjóta en þá hefði getað farið illa fyrir Árna. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Árni fannst á lífi en stór hluti björgunar- manna, og bæjarbúa, var búinn að telja hann af. Móðir hans, sem nú er fallin frá, var þó alltaf viss um að hann myndi finnast á lífi. Dökkur skuggi flóðanna fylgir Árna enn í dag og 30 árum eftir flóðin miklu í Neskaupstað segist Árna svo frá: „Það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki eitthvað um flóðin og þetta er mér svo í fersku minni að það hefði getað gerst í gær. Það var ekki fyrr en eftir snjóflóðin fyrir vestan, rúmum 20 árum eftir snjó- flóðin í Neskaupstað, sem ég fékk mína fyrstu áfallahjálp. Fram að þeim tíma var oft erfitt að búa í Neskaupstað í mikilli ofankomu og þá gilti einu hvort um var að ræða snjókomu eða rign- ingu. Ég fékk kvíðaköst og varð oft brugðið við óvæntan hávaða svo sem þegar snjór rann af þaki. Sennilega hef ég líka stundum misst svefn út af þessu þó oftar en ekki sé erfitt að gera sér grein fyrir af hverju maður missir svefn.“ Árni segir að eftir því sem árin liðu hafi líðan hans farið batnandi en bakslag hafi komið í batann við fregnir af snjó- flóðunum fyrir vestan. „Fyrir hvatningu móður minnar ákvað ég að leita mér áfallahjálpar eftir snjóflóðin fyrir vestan. Það getur vel verið að einhverjir kalli þetta aumingjaskap en þeir ættu að hafa í huga að ekki er rétt að dæma fólk sem lendir í aðstæðum sem það ræður ekki við. Mér fannst á tímabili sumir vera heldur fljótir að dæma, án þess að þekkja til aðstæðna.“ Árni segist alla tíð hafa vera trúaður og það hafi hjálpað sér mikið þær 20 klukkustundir sem hann var innilokaður í brunninum. „Það var svartamyrkur og ég sá ekki handa minna skil en fannst að einhver væri hjá mér. Ég er sann- færður um að ég hefði aldrei getað gengið einn í gegnum þetta og svo skrítið sem það kann að hljóma þá greip mig aldrei hræðsla. Það var ekki fyrr en á aðfangadag sem ég fann fyrir hræðslu.“ Árni er Norðfirðingur í húð og hár og þrátt fyrir að hafa á köflum liðið illa undir snarbröttu fjallinu ætlar hann ekki að flytja búferlum í bráð. „Ég bý núna fyrir neðan snjóflóðavarnargarðinn og það veitir mér og öðrum á svæðinu mikið öryggi. Nú þarf bara að klára varnirnar á Norðfirði, og víðar á landinu, svo íbúarnir geti búið við öryggi og það verður að hafa það þó varnirnar kosti mikla fjármuni. Snjóflóð munu halda áfram að falla á Íslandi svo lengi sem snjóar og til eru fjöll,“ segir Árni Þor- steinsson. ■ ÁRNI ÞORSTEINSSON Fannst á lífi eftir 20 tíma Mjög mikil ófærð var í Neskaup-stað 20. desember. Um klukkan tvö eftir hádegi var Alfreð M. Alfreðs- son að setja snjókeðjur undir vöru- bifreið sína. „Ég sá flóðið koma niður hlíðina. Á sama tíma kom lítil rúta og ég reyndi að láta mennina tvo sem í henni voru vita af hættunni, en áður en þeir komust út skall flóðið á okkur. Þrýstibylgjan frá flóðinu skellti mér niður og ég rann, á kafi í snjó, um 40 metra niður að sjávarmáli og eina 10 til 15 metra út í sjó. Það var ekki fyrr en ég kom í sjóinn að snjórinn losaði tak sitt. Í fyrstu vissi ég ekki hvort ég væri í snjó eða sjó. Þegar ég áttaði mig á að ég var á sjávarbotni tók ég að krafla mig upp á yfirborð- ið, sjórinn var fullur af krapa. Þegar ég loks náði yfirborðinu var ég ör- magna og hafði gleypt mikinn sjó og var ég í töluverðan tíma að jafna mig. Það var bylur og ekkert skyggni og ég vissi ekki hvar landið var. Með- an ég jafnaði mig sjatnaði kófið og ég sá til lands. Ég synti að stóru stykki úr Mánahúsinu en komst ekki upp á það þar sem stórir og miklir naglar voru í því. Ég þreifaði mig eftir stykkinu og komst á land. Í fjörunni missti ég meðvitund. Þegar ég rankaði við mér var ég svo máttfarinn að ég gat ekki gengið og reyndi að skríða upp háan skafl og tókst það í þriðju tilraun. Þar missti ég meðvitund aftur. Næst man ég eftir mér liggjandi í snjónum og kraftlaus í útlimum, þá heyrði ég barnsgrát innan úr rústunum af Mánahúsinu. Ég skreið í átt að rúst- unum en missti líklega meðvitund í þriðja sinn. Skömmu síðar komu tveir Norðfirðingar að mér og ætluðu að hjálpa mér en ég benti þeim á staðinn þar sem ég heyrði barnsgrát- inn. Þar var ung kona og eins árs barn og björguðust þau bæði. Eftir að ég hafði náð að safna kröft- um var mín fyrsta hugsun að komast heim til fjölskyldunnar en ég átti, og á enn, heima um 500 metrum utar í bænum. Þegar heim kom var ég í mikilli geðshræringu þar sem ég ótt- aðist að fleiri snjóflóð myndu falla. Ég dreif fjölskylduna upp í bíl og fór með konu og börn út að bryggju í miðbæ Neskaupstaðar og í fragtskip sem þar var. Dagurinn lagðist strax illa í mig. Son- ur minn, sem var þriggja ára, var með bíladellu og oft leyfði ég hon- um að koma með mér á vörubíln- um. Þennan dag sótti hann stíft að fá að koma með mér en ég var ákveðinn í að leyfa honum það ekki og líklega varð það honum til lífs.“ Alfreð segir að hann hafi verið mörg ár að jafna sig eftir hremmingarnar.“ Þetta dofnar með tímanum eins og hver annar sársauki en í mörg ár mátti ég hvorki sjá snjó eða heyra drunur án þess að finna fyrir van- líðan.“ ■ ALFREÐ M. ALFREÐSSON Losnaði á sjávarbotni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.