Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 35
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 56 stk. Keypt & selt 38 stk. Þjónusta 19 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 18 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 11 stk. Atvinna 11 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 19. des., 354. dagur ársins 2004. Reykjavík 11.20 13.25 15.30 Akureyri 11.36 13.10 14.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Vigfús segir misjafnt hvernig stemmningin er í fangelsinu á jólunum og að hún fari eftir samsetningunni á mannskapnum. „Í augnablikinu lítur út fyrir að hér gætu ver- ið eitthvað yfir tíu manns. Svo veit maður aldrei. Það hefur komið fyrir að menn hafi komið hingað inn til að taka út sína refsivist á aðfangadag eða jóladag sem er einstak- lega leiðinlegur tími til að hefja afplánun. Lífið í fangelsi er mjög vanabundið en á að- fangadagskvöld bregðum við út af vanan- um þegar hægt er. Ef það er tómur klefi er sameiginlegt borðhald í einum klefa og þá borða allir saman mat frá Múlakaffi. Mér sýnist hins vegar á öllu að það verði ekki laus klefi í ár heldur borði menn bara inni hjá sér eða í pínulítilli setustofu, þeir sem það vilja. Menn fá úthlutað jólaskrauti til að skreyta inni hjá sér og svo eru gangarnir skreyttir af föngum og fangavörðum. Séra Hreinn Hákonarson, fangaprestur, kemur og hefur helgistund með föngunum um dag- inn og það er yfirleitt hátíðlegt, svona eftir aðstæðum.“ Vigfús segir samt oftast frekar dapur- legt í fangelsum yfir hátíðarnar. „Menn eiga það sameiginlegt, bæði þeir sem vinna hér og eru hér, að þeir vildu kannski frekar vera einhvers staðar annars staðar á þessum tíma. Það er erfiðara fyrir fjöl- skyldufólk að vera í fangelsi um jólin því það er ekkert jólafrí úr afplánuninni. Svo- kallaðir góðkunningjar lögreglunnar eru hins vegar sumir ekki ósáttir við að vera ófrjálsir ferða sinna á þessum tíma. Sum- ir þeirra eiga hvergi höfði sínu að halla og eiga ekki aðstandendur eða ættingja, í það minnsta ekki sem þeir hafa samband við. En við reynum að hafa svolítið jólalegt og bjart hérna hjá okkur. Fangahjálp gefur gjafir og við útdeilum þeim til hvers og eins. Það er yfirleitt eitthvað frekar lítið en samt pakki svo enginn sé tómhentur á aðfangadagskvöld.“ ■ Jólin í fangelsinu tilbod@frettabladid.is Atvinnuleysisbætur, fæðingar- styrkur og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækka um 3% um næstu áramót og há- marksábyrgðir úr ábyrgðarsjóði launa um 4%. Þessar hækkanir eru í samræmi við þróun launa á almennum markaði og er gert ráð fyrir þeim í fjárlögum næsta árs. Hámark atvinnuleysisbóta verður eftir hækkunina verður 4.219 krónur á dag. „Mikil verðmætasköpun er fólg- in í að bændur fái að vinna sínar afurðir áfram og selja þær sjálfir. Slíkt skapar virðis- auka heima í héraði sem er mjög mikil- vægt fyrir byggðir þar sem atvinnu- tækifæri verða æ fábreyttari.“ Þessi ummæli eru höfð eftir Marteini Njálssyni, formanni Fé- lags ferðaþjónustubænda, sem nýlega fór ásamt fleirum til Nor- egs að kynna sér hvernig heima- sölu afurða er háttað á norskum sveitabæjum. 270 ný tímabundin atvinnuleyfi voru verið gefin út í byggingariðn- aði á tímabilinu janúar-septem- ber 2004 en allt árið 2003 voru þau 83. Ljóst virðist að erfiðlega mun ganga að manna laus störf meðal iðnaðarmanna næstu misserin, aðallega smiða og reyndra bygg- ingaverkamanna og er vitað að verktakar munu leita út fyrir landsstein- anna við ráðningar. Hörð samkeppni verður um þá iðnaðarmenn sem eru enn á lausu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR O.FL. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is Fæ kannski jólabarn í fangið BLS. 2 ][ MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? KRÍLIN Mér hlýtur að finnast þetta góð kaka, ég fékk mér fimm sneiðar! Jólin koma alls staðar, líka í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg þar sem Vigfús Eiríksson fangavörður á vakt á aðfangadagskvöld. Áhugaverð störf í Vatnsendahverfi í Kópavogi og á Seltjarnarnesi ! Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar að stuðnings- fulltrúum til starfa á heimili fatlaðra í Dimmu- hvarfi í Kópavogi og á Sæbraut á Seltjarnarnesi. Um er að ræða vaktavinnu, fullt starf og hluta- störf. Spennandi og áhugaverð störf fyrir metnað- arfullt og áhugasamt starfsfólk. Boðið er upp á öflugan stuðning í starfi, þjálfun og námskeið. Upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 525-0900. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofunni að Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði og á heimasíðu okkar www.smfr.is. Aldurstakmark 20 ár. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum S.F.R. Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2005. Auglýsingin gildir í 6 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.