Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 38
4 ATVINNA BM Vallá ehf. auglýsir eftir starfsmönnum á verkstæði. Vinsamlegast hafið samband við Gylfa Þór Helgason í síma 860 5092 eða sendið tölvupóst á netfangið gylfi@bmvalla.is Bíldshöfða 7 Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðar- innar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Nýr skóli á Völlum Skólastjóri grunnskóla Staða skólastjóra við nýjan grunnskóla á Völlum í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Þar er í hönnun þriggja hliðastæðna grunnskóli og leik- skóli í sama húsnæði. Nýr skólastjóri tekur þátt í að móta umgjörð skólastarfsins og stefnu skólans í samráði við fræðsluyfirvöld og aðra hagsmunaaðila. Ráðið verður í 50 % stöðu skólastjóra grunnskólans frá 1. febrúar 2005 ( eða eftir samkomulagi) og fulla stöðu frá 1. ágúst 2005 eða eftir nánara samkomulagi. Starfsemi grunnskólans hefst haustið 2005 en leikskól- inn tekur til starfa haustið 2006. Meginhlutverk skólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans en einnig að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar. Umsækjandi þarf að hafa til að bera eftirfarandi þætti: • Kennaramenntun • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði og reynslu af stjórnun. • Lipurð í mannlegum samskiptum • Metnað og áhuga fyrir nýjungum Grunnskólinn verður byggður fyrir allt að 700 - 750 börn Í Hafnarfirði eru íbúar tæplega 22.000 og í bænum eru 7 grunnskólar og 14 leikskólar og er þjónustusamningur við einn til viðbótar. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustustofnun í þágu menntunar í bæjarfélaginu og þar starfa sérhæfðir starfs- menn sem veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Baldursson, fræðslustjóri í síma 5855800, netfang magnusb@hafnar- fjordur.is en fræðslustjóri er næsti yfirmaður skólastjóra. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launa- nefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsókn þarf að innihalda yfirlit um menntun og reynslu ásamt ítarlegri greinargerð um fyrirhugaðar áherslur í skólastarfi. Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Umsókn skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður, eigi síðar en 10. janúar 2005. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Glaður og gefandi Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í 100% stöðu frá og með áramótum. Einnig er laus síðdegisstaða (frá c. kl. 13.30 -17) Regnboginn leik- skóli staðsettur á Ártúnsholti. Lögð er áhersla á gæði í samskiptum og skapandi starf í anda Reggió-stefnunnar. Áhugasamir hafi sambandi við undirritaða sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 557-7071 og 899-2056. Heimasíða leikskólans www.regnbogi.is og netpóstur regnbogi@regnbogi.is Leikskólastjóri Hjá Sýslumanninum í Keflavík er laust starf löglærðs fulltrúa. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf frá og með 1. febrúar 2005. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um menntun og fyrri störf. Afrit prófskírteina skulu fylgja umsókn. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum, en óskast sendar Sýslumanninum í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík.. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2005. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veita Jón Eysteinsson, sýslumaður í síma 420-2428 eða Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns í s. 420-2436. Dagheimilið Lyngás-Safamýri 5 Þroskaþjálfar óskast til starfa. Um er að ræða 100 % stöður, en hlutastörf koma til greina. Vinnutími er á tímabilinu frá 8.00-17.00 á virkum dögum. Lyngás er sérhæfð dagþjónusta fyrir börn og unglinga á aldrinum 1-18 ára og þar fer fram þjálfun í gegnum leik og starf. Mikið samstarf er við foreldra/aðstand- endur, ráðgjafa og tengslastofnanir. Æskilegt er að umsækendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Birna Björnsdóttir forstöðu- þroskaþjálfi og Hrefna Þórarinsdóttir yfirþroskaþjálfi í síma 553-8228 og 553-3890. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Þroskaþjálfafélags Íslands og Styrktarfélags vangef- inna. Styrktarfélag vangefinna Leikstjóri Sólrisuhátíðar Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir eftir leikstjóra til að stýra árlegri nemendasýningu á Sólrisuhátíð skólans í byrjun mars. Sólrisuhátíð er samfelld lista- og menningarhátíð sem nemendur skólans standa fyrir á hverju ári. Upphaf og jafn- framt hápunktur hátíðarinnar er leiksýning skólans sem frumsýnd er fyrstu vikuna í mars. Gert er ráð fyrir 6 vikna æfingatímabili. Umsóknarfrestur er til 30. desember n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Ólína Þorvarðardóttir skólameistari í síma 450 4401 og 456 3139. Vegna endurskipulagningar á útburði vantar okkur duglegt fólk í vinnu við að dreifa Fréttablaðinu, DV og fleiru á Álftanesi. Skilyrði er að viðkomandi sé fæddur fyrir 1986 og hafi bíl til umráða. Um er að ræða ca 2ja tíma vinnu fyrir kl. 7 á morgnanna. Góð laun eru í boði. Ef að þú hefur áhuga á að kynna þér þetta nánar hafðu þá endilega samband. Dreifing Fréttablaðsins dreifing@frettabladid.is ‚ sími 515-7520 Steypustöðin ehf. er framsækið þjón- ustu og framleiðslufyrirtæki sem skap- ar ásamt viðskiptavinum sínum verð- mætar gæðalausnir. Söluráðgjafi Steypustöðin óskar eftir að ráða söluráðgjafa að Malarhöfða 10, Reykjavík. Æskilegt að umsækjandi sé með reynslu í byggingariðnaði. Kostur er að umsækjandi hafi iðnmenntun í múr eða smíðum. Söluráðgjafi á að sinna sölu og ráðgjöf á steypu, hellum, múrvörum og verkfærum. Umsóknir ásamt ferillýsingu og upplýsingum um reynslu sendist í tölvupósti á netfangið : ingi@steypustodin.is. Nánari upplýsingar veitir Ingi Þór Guðmundsson Deildarstjóri sölu- og markaðssviðs í síma 540-6800. Störf við uppsteypu á álveri í Reyðarfirði. Vegna góðrar verkefnastöðu hjá Steypustöðinni, meðal annars við framleiðslu á steypu við byggin- gu Fjarðaáls, auglýsir Steypustöðin eftir vönum einstaklingi á nýja Putzmeister steypudælu. Einstaklingur þarf að hafa full réttindi á steypu- dælu. Umsóknir ásamt ferillýsingu og upplýsingum um reynslu sendist í tölvupósti á netfangið: stefan@steypustodin.is. Nánari upplýsingar veitir Stefán Geir Stefánsson Staðarstjóri í síma 840-6852. Umsækjandi þarf að hafa vilja til að taka þátt í þróttmikilli og metnaðarfullri starfssemi okkar þar sem öryggi, þjónusta og vörugæði eru í fyrirrúmi. Vinnutími getur bæði orðið langur og breytilegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.