Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 47
SUNNUDAGUR 19. desember 2004 35 SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON „Sög- urnar fjalla gjarnan um fiska sem bitu á agnið en sluppu. Slíkir fiskar hafa þann eiginleika að stækka eftir atvikum og stemningu í hvert skipti.“ Ævintýra- legar veiðisögur „Ég vona að þetta sé skemmtileg bók og ég vona að með henni tak- ist okkur félögunum að koma til skila þeirri sagnagleði sem fylgir íslenskum veiðimönnum og veiði- menningu,“ segir Sigurður Bogi Sævarsson en hann er, ásamt Gunnari Bender, höfundur bókar- innar Veiðisögur sem Veiðiútgáf- an gefur út. „Við erum að segja sögur, sem er nokkuð sem menn verða að geta gert til að halda uppi góðri stemningu í veiðihús- unum á kvöldin. Sögurnar fjalla gjarnan um fiska sem bitu á agnið en sluppu. Slíkir fiskar hafa þann eiginleika að stækka eftir atvik- um og stemningu í hvert skipti.“ Sigurður Borgi segist hafa byrjað að skrifa bókina snemma á þessu ári. „Þá komu upp hjá mér þær kringumstæður að ég hafði tíma og tækifæri til að skrifa þessa bók, sem hafði lengi verið í bígerð. Ég vann að henni langt fram að þessu ári, bæði var ég að fiska gömul viðtöl og draga þau að landi en ekki síður snerist barátt- an um að fá nýjar sögur og ein- hverjar þessara sagna gerðust nú í sumar í laxveiðiám landsins.“ Gunnar Bender er meðhöfund- ur Sigurðar í þessari bók. Hann hefur til fjölda ára skrifað í veiði- blöð og telst einn helsti veiðiskríbent landsins. Allnokkr- ar sögur í bókinni eru úr pistlum og viðtölum eftir Gunnar en megnið af efninu er þó nýtt af nál- inni. Fjölmargir kunnir veiðimenn leggja orð í belg í bókinni og má þar nefna Guðmund Sigurðsson á Selfossi, Friðleif Stefánsson tann- lækni, Bolla Kristinsson í Sautján, Pál Magnússon sjónvarpsstjóra, Eirík St. Eiríksson blaðamann, Árna Magnússon félagsmálaráð- herra, Dúa Landmark kvikmynda- gerðarmann, Steingrím Her- mannsson fyrrverandi forsætis- ráðherra, Sigurð Sigurjónsson leikara, Jón Stefánsson kórstjóra og Jón Arnar Magnússon tug- þrautamann. ■ Stefán Jónsson frá Möðru-dal var áberandi meðanhans naut við. Hann tók sér listamannsnafnið Stórval. Stefán sagði eitt sinn að marg- ir hefðu haldið að hann hermdi eftir Kjarval, en svo var alls ekki. Stefán skýrði Stórvals- nafnið best sjálfur, sem og flest annað: „Það álíta margir að ég sé að herma eftir Kjarval. Nafnið er þannig tilkomið að St stend- ur fyrir Stefán, Ó stendur fyr- ir Jónsson, V fyrir Vilhjálm, vegna þess að ég heiti Stefán Vilhjálmur og al stendur fyrir Möðrudal. Síðan er R bara með til að það hljómi betur.“ Við sama tækifæri lýsti Stefán andlitsmálun, sem hann hafði mætur á, en vakti athygli á að ekki væri sama hvernig það væri gert. Til áréttingar setti hann þumal- fingur undir höku og vísifing- ur beint upp svo hann snart nefið. „Þetta svæði er þriðj- ungur af andlitinu. Að vísu er lítið að marka andlitið á mér því nefið stækkaði svo mikið þegar ég byrjaði að troða upp í það neftóbaki.“ ■ Sögur ... af listamanni með Sigurjóni NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.