Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 60
48 19. desember 2004 SUNNUDAGUR Við hrósum … … Axel Stefánssyni, þjálfara handboltaliðs Þórsara frá Akureyri. Hann kom áleiðis þökkum til liðs FH sem sigraði lið Fram, en Fram og Þór börðust um lokasætið í úrvalsdeildinni í handboltanum sem hefst eftir áramót. Með sigrinum, sem skipti FH-inga litlu máli, greiddu þeir leið Þórsara í úrvalsdeildina í stað Fram þar sem Þór tapaði illa fyrir HK á sama tíma.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Stórlið Chelsea lék sér að liði Norwich í ensku úrvalsdeild- inni í gær og vann góðan 4-0 sig- ur. Chelsea mun því í fyrsta sinn í sögu félagins sitja á toppi deild- arinnar um jólavertíðina og hefur skapað sér þægilegt for- skot á helstu andstæðinga sína. Arsenal getur þó klórað í bakk- ann en til þess þarf liðið sigur í dag gegn Portsmouth. Arjen Robben átti enn einn stórleikinn fyrir þá bláklæddu. Hann skoraði þriðja mark liðsins og lagði upp annað sem Frank Lampard skoraði en það var jafn- framt 50. úrvalsdeildarmark hans. Hefðu mörkin nokkuð auð- veldlega getað verið fleiri enda var lið Norwich yfirspilað á öll- um vígstöðvum á vellinum. Jermain Defoe sýndi Sven- Göran Eriksson, landsliðsþjálf- ara Englands, hvers megnugur hann er með því að sökkva liði Southampton með þrennu. Keane og Kanoute bættu við mörkum í stórsigri liðsins 5-1 á heillum horfnu suðurstrandarliði Sout- hampton. Birmingham vann einnig stór- an og mikilvægan 4-0 sigur á West Brom en Everton, sem kom- ið hefur geysilega á óvart í vetur, gerði markalaust jafntefli við Blackburn. Þrátt fyrir mót- spyrnu frá leikmönnum Palace gegn Manchester United endaði leikurinn með öruggum 5-2 sigri rauðu djöflanna. Tveir leikir fara fram í dag, þegar Portsmouth tekur á móti Arsenal og Liverpool tekur á móti Newcastle. ■ Sex stiga forskot Chelsea Chelsea sigraði lið Norwich örugglega í ensku úrvalsdeildinni í gær og jók þannig muninn á Arsenal í átta stig og sex stig á Everton. Meistararnir eiga þó leik inni og verða að sigra Portsmouth á útivelli í dag. ARJEN ROBBEN Sýndi enn einn stórleikinn með liði Chelsea, sem átti aldrei í vandræð- um með Norwich. Fer þeim óðum fækkandi sem veðja á að Arsenal standi uppi sem meistari á ný í vor enda engin veikleikamerki hjá Chelsea, sem þar að auki hefur mun meira breidd í leikmannahópnum en Arsenal. ENSKA ÚRVALSDEILDIN: Birmingham-West Brom 4-0 1-0Savage v. (4.), 2-0 Morrison (23.), 3-0 Heskey (30.), 4-0 Heskey (81.) Tottenham-Southampton 5-1 1-0 Defoe (8.), 2-0 Defoe (27.), 3-0 Kanoute (44.), 3-1 Crouch (47.), 4-1 Defoe (61.), 5-1 Keane (88.) Middlesbrough-Aston Villa 3-0 1-0Hasselbaink (20.), 2-0 Job (68.), 3-0 Reiziger (88.) Chelsea-Norwich 4-0 1-0Duff (10.), 2-0 Lampard (34.), 3-0 Robben (43.), 4-0 Drogba (83.) Bolton-Man. City 0-1 0-1 Barton (52.) Blackburn-Everton 0-0 Man.Utd.-Crystal Palace 5-2 1-0 Scholes (21.), 1-1 Granville (27.), 2-1 Smith (35.), 2-2 Kolkka, 3-2 Boyce sjm. (48.), 4-2 Scholes (49.), 5-2 O’Shea (89.) L S J T stig 1. Chelsea 18 13 4 1 37:8 43 2. Everton 18 11 4 3 21:14 37 3. Arsenal 17 10 5 2 44:22 35 4. Man. Utd. 18 9 7 2 28:13 34 5. Middlesb. 18 9 5 4 32:22 32 6. Liverpool 17 7 4 6 25:19 25 7. Tottenham 18 7 4 7 21:18 25 8. Aston Villa 18 6 7 5 22:22 5 9. Charlton 17 7 3 7 19:27 24 10. Man. City 18 6 5 7 22:18 23 11. Bolton 18 6 5 7 26:26 23 12. Porstmouth 17 6 5 6 23:24 23 13. Newcastle 17 5 6 6 28:32 21 14. Birmingham 18 4 8 6 18:19 20 15. Fulham 17 5 3 9 19:28 18 16. Blackburn 18 2 9 7 16:30 15 17. Norwich 18 2 9 7 17:32 15 18. Cr. Palace 18 3 5 10 19:29 14 19. Southampt. 18 2 7 9 18:31 13 20. West Brom 18 1 7 10 15:36 10 Jose Mourinho: Stigin þrjú lágmark FÓTBOLTI „Þessi þrjú stig voru al- gjört lágmark í þessum leik við Norwich og að mínu viti áttu mörkin að vera mun fleiri,“ sagði Jose Mourinho, þjálfari Chelsea, eftir leikinn gegn Norwich. Hann var sáttur en vildi sjá stærri sig- ur. „Við stjórnuðum öllu í þessum leik en þannig á það einmitt að vera og sá stíll að ráða ferðinni hentar mínum mönnum vel og við afgreiddum Norwich.“ ■ STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.