Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 73
Höfundur Flóttans sat ekki auðum höndum áður en hann tók sér penna í hönd og blés lífi í persónur og leikendur dramans sem fór fram á hernámsárunum. Sindri Freysson hefur á síðustu árum sankað að sér heimildum um þetta tímabil og fær- ir okkur nú skáldsögu sem byggir á raunverulegum atburðum. Flóttinn segir frá Thomasi Lang, ungum her- manni úr röðum Þjóðverja sem dvel- ur á Íslandi. Þegar Bretar taka landið herskildi sér hann sér þann kost vænstan að fara huldu höfði. Með hjálp góðra manna á Vestfjörðum tekst honum flóttinn og frestar ör- lögum sínum tímabundið. Á ferða- laginu kemst hann hins vegar ekki hjá því að horfast í augu við sjálfan sig og gjörðir sínar. Samferðamenn hans eru heldur ekki ósnortnir af stríðinu sem ferðalangurinn færir með sér, bæði hinu veraldlega og því sálræna. Sögusviðið er einstaklega sann- færandi hjá Sindra og nýtur þar ítar- legrar heimildavinnu, sem og um- gjörð sögunnar og viðhorf söguper- sóna. Þær eru allar mjög mannlegar og sympatískar, þannig að raddir þeirra fá að heyrast fordómalaust, hvort sem um ræðir komma, Tjalla, nasista eða bara ofurhlutlausa Ís- lendinga. Lesandinn skynjar sterkt hvað það er erfitt að sjá handa sinna skil þegar maður stendur í blind- bylnum miðjum, en auðvelt er að dæma eftir að veðrinu hefur slotað. Það er ekki fyrr en komið er út fyrir rammann, eins og Thomas segir, sem maður getur í raun og veru skoðað myndina. Stíll sögunnar er nokkuð hefð- bundinn og uppbygging sömuleiðis, kannski í stíl við tímabilið sem er til umfjöllunar. Húmor og ljóðrænir sprettir setja þó skemmtilegt mark á söguna sem annars rann fram hæg- um og þungum straumi. Fékk undir- rituð stundum á tilfinninguna að rennslið færi í hringi og endurtæki sig, það er heldur einhæft flótta- mannslífið í sveitum Íslands á 5.ára- tug síðustu aldar og lítið annað fyrir Thomas að gera en velta fyrir sér eðli flóttans. Þótt Flóttinn sé á köflum seigfljót- andi er áhugavert að sökkva sér í hugleiðingar höfundar um mann- legt eðli og hvernig stríð og hörm- ungar breyta skynjuninni. Sindri nær að fanga togstreitu sögupersóna sinna þannig að lesandinn verður snortinn og kemst ekki hjá því að greina blæbrigðin í málverki sög- unnar, í stað þess að sjá allt í svart/hvítu. Saga Sindra Freyssonar er vel unnin söguleg skáldsaga sem dregur upp sannfærandi mynd af Ís- landi á stríðsárunum, færir lit í leik- tjöld og líf í leikendur eins mesta drama Íslandssögu seinni tíma. SUNNUDAGUR 19. desember 2004 BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Flóttinn Höf: Sindri Freysson Útg: JPV SINDRI FREYSSON Litir og líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.