Fréttablaðið - 20.12.2004, Side 1

Fréttablaðið - 20.12.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR KERTALJÓSATÓNLEIKAR Kammer- hópurinn Camerarctica heldur kerta- ljósatónleika í Kópavogskirkju klukkan 21. Flutt verður ljúf tónlist eftir Mozart. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 20. desember 2004 – 348. tölublað – 4. árgangur ● fetar í fótspor föðurins Eplið og eikin, eða Eiríkur Hanna Eiríksdóttir: ▲ SÍÐA 46 STERK TENGSLU BÚSETU OG ERFÐA Rannsókn Íslenskrar erfðagrein- ingar sýnir að sterk tengsl eru milli búsetu og erfðabreytileika. Sjá síðu 2 ÖFUGSNÚIÐ HJÁ RÍKINU Landeig- endur á Norðausturlandi eru undrandi yfir kröfum ríkisins um þjóðlendur. Ríkið bað um leyfi frá bónda til að friðlýsa jörð. Leyfið var veitt en nú segist ríkið eiga jörðina og það finnst bóndanum öfugsnúið. Sjá síðu 4 FERLI LEYFISVEITINGA GAGN- RÝNT Aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar gagnrýnir að það sé fyrirferðarmikið verk, tímafrekt og kostnaðarsamt að afla allra leyfa fyrir virkjanir. Sjá síðu 6 BUSH MAÐUR ÁRSINS Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 36 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 44 Agnar Árnason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kleinudiskar og jólastell ● fasteignir ● hús ● heimili VESTAN KALDI EÐA STREKKING- UR og éljagangur um allt vestanvert landið. Heldur hlýnandi og gæti orðið frostlaust yfir hádaginn nokkuð víða. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 4 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 4837 Fyrirtæki Yukos selt á 600 milljarða: Kaupandinn er óþekktur RÚSSLAND, AP Óþekkt fyrirtæki sem nefnist Baikalfinansgroup keypti Yuganskeneftegaz, dótturfyrir- tæki rússneska olíufyrirtækisins Yukos, á uppboði í gær. Kaupverð- ið var tæplega 600 milljarðar króna og fara peningarnir upp í skattskuldir Yukos sem sagðar eru nema 1.800 milljörðum króna. Yuganskeneftegaz er talið gríðarlega verðmætt fyrirtæki enda framleiðir það um 60 pró- sent af allri olíu Yukos. Þó að fyrirtækið hafi verið keypt á 600 milljarða telja sumir að það sé þúsund milljarða króna virði. Fyrir fram var búist við því að rússneski jarðgasrisinn Gazprom myndi kaupa Yuganskeneftegaz. Gazprom hætti hins vegar við að bjóða í fyrirtækið á síðustu stundu eftir að Deutsche bank og fleiri evrópskar fjármálastofnan- ir hættu við að veita því lán. Lítið er vitað um Baikalfin- ansgroup annað en að það er með höfuðstöðvar í borginni Tver í Vestur-Rússlandi. ■ ÍRAK, AP Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bíl- sprengjur sprungu í Najaf og Kar- bala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð að- eins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Spreng- ingin í Karbala var önnur mann- skæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudag sprakk sprengja við Imam Hussein-helgi- dóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að súnnímúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosn- ingum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bíln- um og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrir- tækis, sjást bundnir uppi við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu. ■ Tugir manna létust í Najaf og Karbala Mesta mannfall á einum degi í Írak í nokkra mánuði varð í gær þegar tvær sprengjur sprungu í helgustu borgum sjíamúslima. Þrír starfsmenn kosn- inganefndar voru skotnir til bana. Myndband með tíu íröskum gíslum sýnt. SÖNGVAKEPPNI Útvarpsráð hefur samþykkt þá tillögu Sjónvarpsins að valinn verði þátttakandi Ríkis- útvarpins sem keppi í Eurovision- söngvakeppninni á næsta ári. Ekki hefur verið ákveðið hver verði fyrir valinu. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir að af fjárhagsástæðum sé ekki hægt að halda forkeppni hér heima: „Í þessum rekstri líkt og öðrum þarf að forgangsraða,“ segir Bjarni. Árið 2005 verði Sjónvarpinu kostnaðarsamt. Meðal annars verði tvær leiknar þáttaraðir, Kallakaffi og Allir litir hafsins, sýndar. Íslenska lagið tekur þátt í for- keppni fimmtudaginn 19. maí. Nái það góðum árangri keppir það í aðalkeppninni laugardagskvöldið 21. maí. Lagið Wild Dancers sem Ruslana flutti í fyrra sigraði og verður keppnin því í Kænugarði í Úkraínu. Besti árangur íslensks lags í keppninni náðist í Ísrael árið 1999, þegar Selma Björnsdóttir náði 2. sæti með laginu All Out of Luck eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Var sama fyrirkomulag þá við val- ið á íslensku þátttakendunum. - gag Engin forkeppni í Eurovision á vegum Ríkisútvarpsins: Ætla að velja þátttakanda SKÁLMÖLD Í ÍRAK Uppreisnarmaður beinir byssu að starfsmanni nefndar sem sér um undirbúning kosninganna sem fyrirhugaðar eru í Írak 30. janúar. Andartaki eftir að myndin var tekin skaut uppreisnarmaðurinn manninn sem liggur á götunni til bana. RUSLANA SIGRAÐI Í ÁR Næsta söngvakeppni verður í Úkraínu. Lagið Heaven sem Jón Jósep Snæbjörns- son söng varð í 19. sæti. Donald Rumsfeld: Skrifaði ekki til ættingja BANDARÍKIN, AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að skrifa ekki per- sónulega undir bréf sem send eru fjölskyldum fallinna hermanna. Rumsfeld lét sérstaka vél skrifa undir bréfin. „Guð minn góður! Það minnsta sem varnarmálaráðherra getur gert er að skrifa persónulega undir þessi bréf,“ segir Chuck Hagel, öldungardeildarþing- maður repúblikana. „Ef forseti landsins gefur sér tíma til að skrifa undir þessi bréf, af hverju getur varnarmálaráðherrann þá ekki gert það?“ Eftir gagnrýnina hefur Rums- feld ákveðið að skrifa sjálfur undir bréfin í framtíðinni. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.