Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 4
4 20. desember 2004 MÁNUDAGUR Íslandskoma Bobby Fischer: Flogið beint til Japan BOBBY FISCHER Sæmundur Pálsson heldur hugsanlega til Japan í dag til að fylgja Bobby Fischer til Ís- lands. Til greina kemur að fljúga beint til Tókýó og leigja til þess einkaþotu enda flugleiðin löng og hefðbundið farþegaflug tíma- frekt. Þrír til fjórir verða í föru- neyti Sæmundar. „Lögfræðingur Fischers telur ekkert því til fyrir- stöðu að japönsk stjórnvöld láti hann lausan. Enn er óvíst hvort bréf Davíðs Oddssonar utanríkis- ráðherra dugi til að frelsa Fischer en þá er sendiherra Íslands í Jap- an reiðubúinn að gefa út bráða- birgðavegabréf fyrir hann,“ segir Sæmundur. Sæmundur ræddi í tvígang við Fischer í gær og reyndi að róa hann. „Hann er ofboðslega heift- úðugur út í Bandaríkjamenn og dregur lítið úr yfirlýsingum. Ég hef hins vegar sagt honum að með gífuryrðunum geri hann ekki ann- að en að spilla fyrir öllum þeim sem hafa unnið hörðum höndum að frelsi hans.“ Sæmundur hefur fylgst grannt með umfjöllun um málefni Fischers í fjölmiðlum í útlöndum og segir athyglina gríðarlega. „Sennilega fær þetta meiri at- hygli í heiminum en einvígið ‘72,“ segir hann. - bþs Gætu orðið rass- síðir við að smala Landeigendur á Norðausturlandi eru undrandi yfir kröfum ríkisins um þjóð- lendur í fjórðungnum. Þeir töldu að stjórnvöld hefðu dregið lærdóm af ný- legum Hæstaréttardómi vegna jarðamála í uppsveitum Biskupstungna. ÞJÓÐLENDUR „Við kær- um, það er engin spurning,“ segir Stef- án Halldórsson, eig- andi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eign- ast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. „Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið ein- hvern lærdóm af dómunum á Suður- landi.“ Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna töl- ur þegar hann er spurður hve stór hún sé. „Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar,“ segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að lönd- in tilheyri Brú. Stefán hefur vita- skuld farið með jörð- ina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. „Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugs- anlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi,“ segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðar- hreppi og er jafn hlessa á úr- skurði Óbyggðanefnd- ar og Stefán á Brú. „Við erum eiginlega orð- laus,“ segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landa- merkjum sem sýni hvað heyri til Hafra- fellstungu og hvað ekki. „Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það,“ svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. „Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögu- lega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit.“ Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafra- fellstungu. „Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala,“ segir Laufey og hlær. bjorn@frettabladid.is ÍTALÍA Eldur braust út í ferju á leið frá Sikiley til meginlands Ítalíu. Ítalía: Eldsvoði í ferju ÍTALÍA, AP Eldur braust út í ferju sem flutti nokkur hundruð manns frá Sikiley til meginlands Ítalíu. Ferjan var dregin til baka til hafnar. Enginn slasaðist alvarlega en margir fengu áfall og brustu í grát eftir að hafa eytt nóttinni í raf- magnslausri ferjunni. Eldsupptök eru enn óljós. Skipið var á leið frá Palermo til Napolí þegar rafmagn- ið fór skyndilega af. Rafmagns- leysið og eldsupptökin eru talin tengjast. Talið er að tveir keppnis- hestar sem voru um borð hafi drepist en lögreglumaður á staðn- um gat þó ekki staðfest það. ■ Ertu komin(n) í jólaskap? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að strengja áramótaheit? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 46% 54% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Kosningar í Túrkmenistan: Kjörstaðir nánast tómir TÚRKMENISTAN, AP Kjörstaðir í Túrkmenistan voru nánast tóm- ir þegar kosið var á þing í land- inu. Yfirvöld brugðu á það ráð að ganga í hús til þess að fá fólk til að kjósa. Þingið þykir nánast valdalaust og virtist fólki ekki finnast taka því að kjósa. Til þess að kosning- arnar séu teknar gildar þurfa 50 prósent þjóðarinnar að kjósa. Enn á eftir að meta hvort kosningarn- ar verði teknar gildar. ■ HÁVAÐI Í HEIMAHÚSUM Um tutt- ugu kvartanir vegna hávaða í heimahúsum bárust lögreglunni í Reykjavík á laugardagskvöld. Hún kom á staðinn og reyndi að róa samkvæmin. Lögreglan tók frá miðnætti ellefu ökumenn sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Ungir jafnaðarmenn: Skeljungur skammist sín STJÓRNMÁL Ungir jafnaðarmenn skora á Skeljung að skammast sín fyrir það sem kallað er í ályktun ósvífnar hótanir í garð Kópavogs- bæjar. Skeljungur gerði athuga- semdir við að Atlantsolíu væri úthlutað lóð að Dalbraut í Kópa- vogi, við hlið bensínstöðvar Skelj- ungs, og sendi Kópavogsbæ erindi þess efnis. Ungir jafnaðarmenn hvetja í ályktun sinni sveitarfélög til að hraða skipulagi og úthlutun lóða til nýrra aðila á bensín- markaði. - bþs ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÖLVUN Í BORGINNI Erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík að- faranótt sunnudags og bárust margar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum. Sex voru teknir fyrir ölvunarakstur og talsverð ölvun var í miðbænum. ÆSTUR FARÞEGI Leigubílstjóri kallaði eftir aðstoð lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags, þar sem hann átti í vandræðum með ölvaðan og æstan farþega í bifreið sinni. Eftir einhver átök við farþegann tókst leigubifreið- arstjóranum að koma honum út og var honum síðan ekið heim af lögreglu. SVÆÐI FIMM Kortið sýnir það landsvæði sem Óbyggðanefnd hefur nú til meðferðar. Raufarhafnarhreppur Þórshafnar- hreppur Skeggjastaða- hreppur Svalbarðs- hreppur Öxarfjarðar- hreppur Vopnafjarðar- hreppur Fljótsdals- hreppur Fellahreppur Norður-Hérað SÆMUNDUR PÁLSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R KO RT L AN D FO R M E H F ■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.