Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 10
20. desember 2004 MÁNUDAGUR Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogs- kirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til kl.15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbein- ingar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10.00 og 15.00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í Fossvogskirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9.00 til 15.00. Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is – hefur þú séð DV í dag? Kærður fyrir líkamsárás á Stokkseyri FANGAVÖRÐUR Á LITLA-HRAUNI TRYLLTIST Á DRAUGA- BARNUM NEW YORK, AP Bandaríska tímarit- ið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Í tímaritinu er ítarlegt viðtal við Bush sem og við föður hans og Karl Rove, hinn umdeilda ráðgjafa forsetans. Bush segir að forsetakosningarnar hafi snú- ist um hvernig áhrifum Banda- ríkjanna skyldi beitt og þakkar utanríkisstefnu sinni og innrás- unum í Afganistan og Írak sigur sinn. James Kelly, ritstjóri tíma- ritsins, segir Bush hafa breyst gífurlega frá því hann var kjör- inn forseti árið 2000 og hann sé mun einbeittari en hann var fyrir fjórum árum. Nafnbótina hlýtur sá sem mest áhrif hefur haft á árinu, góð eða slæm. Bush er sjötti forseti Banda- ríkjanna sem hefur unnið til nafnbótarinnar maður ársins frá Time í tvígang. Hinir eru Harry Truman, Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon, Ronald Reagan og Bill Clinton en á toppnum trónir Franklin D. Roosevelt sem var útnefndur maður ársins þrisvar sinnum. Kelly segir að aðrir möguleg- ir kandídatar til nafnbótarinnar hafi meðal annarra verið Mich- ael Moore og Mel Gibson, en kvikmyndir þeirra beggja tengdust menningu samtímans sterkum böndum, þó á ólíkan hátt. Kelly segir að Karl Rove hafi einnig komið til greina, en hefði hann verið valin einn hefði honum verið eignað margt sem Bush ber sjálfur ábyrgð á. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem einstaklingur hlýtur nafnbótina maður ársins frá Time en 2001 var Rudolph Giuli- ani, þáverandi borgarstjóri New York, valinn fyrir viðbrögð hans við hryðjuverkunum 11. septem- ber. Ári seinna urðu einstakling- ar sem komu upp um mistök innan FBI og fjármálahneyksli innan stórfyrirtækjanna Enron og Worldcom fyrir valinu og í fyrra hlaut bandaríski hermað- urinn titilinn. ■ Bush maður árs- ins í annað sinn Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins. Í viðtali þakkar hann utanríkisstefnu sinni sigurinn í forseta- kosningunum. Hann er sjötti forsetinn til að hljóta titilinn í tvígang. FORSÍÐA TÍMARITSINS Titilinn maður ársins veitir tímaritið hverjum þeim sem mest áhrif hefur haft, góð eða slæm, á liðnu ári. RAWALPINDI, AP Um það bil fjögur þúsund manns mótmæltu á götum Rawalpindi í Pakistan fyrirætlun- um Pervez Musharraf forseta um að sitja áfram sem yfirmaður her- aflans, en hann hafði áður lofað að láta af stjórn hans nú í árslok. Mótmælin voru ein af mörgum sem samtök sex stjórnmálaflokka islamskra harðlínumanna hafa staðið fyrir undanfarna daga. Mótmælendurnir sungu að al- menningur í Pakistan væri orðinn fullsaddur á því að sjá forsetann klæddan í herbúning. Bækistöðv- ar pakistanska hersins eru í Rawalpindi og tvisvar var reynt að ráða Musharraf af dögum í borginni fyrir ári síðan. Mush- arraf samdi við samtök nokkurra stjórnmálaflokka í fyrra og lofaði að láta af stöðu sinni sem yfirmað- ur hersins á gamlársdegi í ár en í staðinn myndu samtökin styðja að völd hans sem forseti yrðu aukin. Undangengna mánuði hefur Musharraf hins vegar dregið í land og sagt að það sé nauðsynlegt að hann sé yfir hernum til að við- halda stöðugleika í landinu. - bs Mótmælendur í Pakistan: Segja Musharraf svíkja loforð FRÁ MÓTMÆLUNUM Mótmælin voru ein af mörgum sem sam- tök íslamskra harðlínumanna hafa staðið fyrir undanfarið. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.