Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 14
14 20. desember 2004 MÁNUDAGUR SVÍFANDI JÓLASVEINN Jólasveinninn kom svífandi í fallhlíf í borgina Nice í Frakklandi í gær. Lögreglan í Reykjavík: Eftirlitslaus partí allt of algeng LÖGREGLUMÁL Fjórir unglingar voru handteknir í heimahúsi í Breiðholti aðfaranótt laugardags, en nágrann- ar höfðu kvartað yfir háreysti og ólátum í þeim. Í ljós kom að ung- lingar á grunnskólaaldri voru eftir- litslausir í húsinu og var áfengis- neysla mikil. Lögreglan í Reykjavík segir að allt of mikið sé um eftirlits- laus unglingapartí, iðulega þurfi að kalla eftir aðstoð lögreglu til að leysa þau upp og þá sé ekki óalgengt að einhver sé handtekinn. „Svona partí fara yfirleitt úr böndunum; hlutir og íbúðir eru skemmdar,“ segir Pétur Guðmunds- son, aðalvarðstjóri í Reykjavík. „Það er ekki óalgengt að einhverjir streit- ist á móti lögreglunni og neiti að yfirgefa húsnæðið. Við líðum ekki slíkt og hikum ekki við að handtaka þá sem eru með uppsteyt og látum foreldra þeirra sækja þá á stöðina.“ Lögreglan beinir þeim tilmælum til foreldra að sýna ábyrgð og leyfa börnum sínum ekki að halda partí án eftirlits. - bs Vörður: Undrandi á forræðis- hyggju AKUREYRI Vörður, félag ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir undrun stjórnarinnar á þeirri for- ræðishyggju sem komi fram í til- lögu þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bann við auglýsingum á óhollum matvörum í fjölmiðlum. Verði þykir leitt að hætt hafi verið við hugmyndir um byggingu tólf hæða húsnæðis á Baldurs- hagareitnum en lýsir yfir stuðn- ingi við byggingu sjö hæða hús- næðis á þessum stað. ■ Atlantsskip: Styrkir veik börn STYRKUR Fyrirtækið Atlantsskip hefur ákveðið að veita Styrktar- félagi krabbameinssjúkra barna styrk í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina sinna. Hefð hefur skapast fyrir því undanfarin ár að Atlantsskip gefi styrki í stað þess að senda út jóla- kort. Það er von fyrirtækisins að peningarnir komi að góðum notum við fjölþætt og þarft starf félagsins. Jóhanna Valgeirsdóttir frá Styrkt- arfélagi krabbameinssjúkra barna tók við framlaginu af Gunnari Bachman, framkvæmdastjóra Atl- antsskipa. -bg Í tvígang var Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlistar.is, rangnefndur í frétt blaðsins er birtist á sunnudag. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. VINNUMARKAÐUR Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysis- bætur um áramótin ásamt hámarksábyrgð úr Ábyrgðar- sjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðing- arorlofssjóði. Atvinnuleysis- bætur hækka um 3 prósent frá næstu áramótum og verða hámarksbæturnar þá 4.219 krónur á dag. Hámarksábyrgð úr Ábyrgða- sjóði launa hækkar um 4 prósent frá sama tíma. Verður hámarks- ábyrgð á kröfum launamanna um vinnulaun fyrir síðustu þrjá starfsmánuði þeirra, sem og kröfur um bætur vegna launa- missis vegna slita á ráðningar- samningi, 270 þúsund krónur á mánuði í þrjá mánuði. Hámarks- ábyrgð á kröfum um orlofslaun verður 432 þúsund krónur. Fæðingarstyrkur og foreldra- orlof hækkar um 3 prósent frá áramótum. Lágmarksgreiðsla í fæðingarorlofi foreldris í 25-40 prósenta starfi verður þá 67.184 krónur á mánuði og greiðsla til foreldris í 50-100 prósenta starfi verður minnst 93.113 krónur á mánuði. Fæðingarstyrkur til for- eldra utan vinnumarkaðar verður 41.621 króna og 93.113 krónur til foreldra í námi. - ghs UNGLINGAR Í PARTÍI Lögreglan hvetur foreldra til að leyfa ekki eftirlitslaus partí. Myndin tengist fréttinni ekki beint. KRÖFUGANGA Í REYKJAVÍK Atvinnuleysisbætur hækka um 3 prósent. Myndin er gömul og er tekin af kröfugöngu í Reykjavík. ■ LEIÐRÉTTING Atvinnuleysisbætur: Hækka um þrjú prósent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.