Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 20
ÁFRÝJUNARLEYFI HÆSTARÉTTAR SPURT & SVARAÐ 20 HERDÍS HALLMARSDÓTTIR HDL. Þýðir endur- skoðun Hæstiréttur hefur tekið ákvörðun um að veita Ríkissaksóknara leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem frestaði refsingu manns sem beitti eiginkonu sína ofbeldi. Getur þetta þýtt breytingu á dóms- niðurstöðu í máli mannsins? Áður en Hæstiréttur tekur ákvörðun um að leyfa áfrýjun fer fram mat á því hvort viðkomandi dómur þarfnist endurskoðunar. Hvort sú endurskoð- un muni fela í sér endurskoðun á þeim sjónarmiðum sem lögð voru til grundvallar niðurstöðu dóms héraðs- dómara ellegar endurskoðun á ákvörðun refsingar verður tíminn að leiða í ljós. Getur þetta valdið breytingu á dóm- um almennt af þessu tagi? Lögin, eins og þau eru í dag, gera engan greinarmun á ofbeldi hvort sem um er að ræða heimilisofbeldi eða tilfallandi árás úti á götu. Því er ekki tekið nægilegt tillit til eðlis heim- ilisofbeldis og þeirrar staðreyndar að sjaldnast er um einstök tilvik að ræða heldur langvarandi beitingu líkamlegs og andlegs ofbeldis. Þyrfti þvi laga- breytingu til, enda forsenda þess að dómaframkvæmd geti breyst. Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði í viðtali við Fréttablaðið að þrátt fyrir að ekkert væri í lögum sem bannaði kaup á eggjum kvenna til tæknifrjóvgunar væri slík verslun á mjög gráu svæði. Þó taldi hann sjálf- sagt að þeim konum sem gæfu egg yrði greitt fyrir vinnutap, óþægindi og þann kostnað sem hlytist af því. Þórð- ur Óskarsson, læknir á Art Medica, þar sem áætlað er að fara að greiða fyrir eggjagjöf, hefur einnig sagt að þær konur sem gefi egg til tæknifrjóvgunar þurfi að ganga í gegnum prófanir, óþægindi og kostnað, sem ekki er sjálfsagt að konur leggi á sig fyrir ein- hvern sem þær þekkja ekki. Til eru fordæmi fyrir að minnsta kosti tveimur leiðum til að greiða konum fyrir eggjagjafir. Í öðru tilfellinu er sagt að verið sé að borga fyrir tímann, óþæg- indin og kostnað sem í því felst að gefa egg. Í hinu tilfellinu er ekki farið í launung með það að verið sé að greiða fyrir eggið sjálft. Sið- fræðingar og aðr- ir þeir sem hafa bland- að sér í deilur um greiðslur fyrir eggjagjaf- ir eru ekki á eitt sáttir um það hvort verið sé að „kaupa barn“ með því að kaupa aðra þá kynfrumu sem til þarf til að geta barn. Í Bretlandi, þar sem ekki er leyfilegt að greiða kostnað fyrir annað en vinnutap og annan kostnað, er þó far- ið að bera á því að kostnaður sumra kvenna við eggjagjöf er mun meiri en kostnaður annarra. Sérstaklega er það kostnaður hávaxinna, háskólamennt- aðra, ljóshærðra og íþróttalega vax- inna kvenna sem vill vera hærri en annarra. Þetta kemur til vegna þess að eftirspurn á markaðnum sem verð- ur til er meiri eftir eggjum slíkra kvenna en annarra. Nokkuð al- gengt er að sjá auglýst eftir eggjum í háskólum, því vænt- anlegir foreldrar vilja fjár- festa í góðum erfðaefnum fyrir barnið sitt. Að borga fyrir kostnað eða eggið sjálft FBL GREINING: VERSLUN MEÐ KYNFRUMUR 20. desember 2004 MÁNUDAGUR Sendiráðin í Reykjavík Tólf erlend ríki halda úti sendiráðum í Reykjavík. Mörg þeirra eru í glæsihýsum í grónum íbúðahverfum en önnur láta lítið yfir sér í hefðbundnum skrifstofubyggingum. Tveir sendiráðakjarnar eru í miðborginni, hvor með fjórum sendiráðum. Mitt á milli þeirra er Reykjavíkurtjörn. Danir opnuðu fyrstir sendiráð á Íslandi. JÓL Í SÓL Þetta 21 metra háa jólatré stendur við eina af fjölmörgum fjölförnum götum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, sem stund- um er nefnd Sól á íslensku. Sólbúar eru, líkt og Íslendingar, í óðaönn að undirbúa hátíð ljóss og friðar. Bretland og Þýskaland - Laufásvegur 31 Það vakti heimsathygli þegar þessir fornu fjendur ákváðu að byggja sameiginlega undir sendiráð sín í Þingholtunum. Húsið þykir afar vel heppnað og ekki annað vitað en að sambúðin gangi vel. Gegnt sendi- ráðinu stendur hluti Kvennaskólans. Bandaríkin - Laufásvegur 21 Fátt minnir á Ísland þegar mænt er á sendiráð Bandaríkjanna. Fyllsta öryggis er gætt og fylgjast vökul augu eftirlitsmanna með hverju fót- máli utan dyra. Íbúar nærliggjandi húsa hafa löngum staðið í stappi við sendiráðið og eru málaferli á næsta leiti. Svíþjóð - Lágmúli 7 Svíarnir hafa komið sér fyrir í látlausri skrifstofubyggingu í Múlunum. Í húsinu hafa fjöl- margir lögmenn aðsetur en að auki eru þar Vídeóhöllin og Rak- arastofa Lýðs. Japan - Laugavegur 182 Japanska sendiráðið er á efstu hæð eins glæsilegasta skrifstofu- húss borgarinnar þaðan sem út- sýnið er stórbrotið. Hermt er að Japanarnir greiði hæstu húsa- leigu í Reykjavík, sem um leið er lægsta húsaleiga sem þeir greiða fyrir sendiráð í Evrópu. Í húsinu eru að auki Kauphöll Íslands, auglýsingastofa, fasteignasala og lögmannastofa. Danmörk - Hverfisgata 29 Danska sendiráðið er í einu af glæsilegustu húsum borgarinnar. Sturlu- bræður, þekktir menn úr reykvísku þjóðlífi, reistu húsið í stað eldra húss sem brann. Danska ríkið keypti svo nýja húsið undir sendiráðið. Höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru á næstu grösum. Finnland - Túngata 30 Finnarnir eru í flottu húsi á horni Túngötu og Hrannar- stígs. Landakotsspítali stend- ur þar hjá en annars er sendiráðið umlukið íbúðar- húsum. Vel er látið af nábýl- inu við Finnana, sem rækta garðinn sinn vel og lýsa þannig innri manni. Noregur - Fjólugata 17 Við hina rólegu og fáförnu Fjólugötu stendur sendiráð Noregs. Það er á horninu við Bragagötu og handan hennar er bústaður sendiherrans. Íbúðarhús af stærra og glæstara taginu eru á næstu lóðum og ekki annað vitað en að nábýlið við sendiráðið gangi vel. Rússland - Garðastræti 33 Dulúð er yfir sendiráði Rússlands við Garðastrætið. Rimlar eru í gluggum og fátt sem bendir til að fólk sé velkomið þó erindið kunni að vera brýnt. Rússarnir ráða einnig yfir nærliggjandi húsum. Þeir hafa átt í útistöðum við nágranna vegna framkvæmda í garðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.