Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 22
Fagnaðarerindið birtist okkur að þessu sinni í mynd Bobby Fischers. Hann er rúmlega sex- tugur fangi í Japan, eftirlýstur af Bandaríkjastjórn fyrir óljósar sakir. Því er borið við að glæpur hans sé að hafa brotið viðskipta- bann gegn Serbum árið 1992 þeg- ar hann tefldi við Spasskí í Belgdrad en sennilegra er að raunveruleg sök hans felist í hat- ursfullu tali um gyðinga; raunar er ráðgáta hvernig Bandaríkja- mönnum hefur farnast við þennan sérlundaða mann allt frá því að hann færði þeim á sínum tíma sjálft stolt Sovétstjórnarinnar, heimsmeistaratitilinn í skák. Davíð Oddsson minnti okkur á hvers vegna hann er svo ástsæll stjórnmálamaður: hann var í „svona-gera-menn-ekki“-hamn- um - gerði það sem rétt er og hef- ur sóma af. Menn segja að þetta hafi verið leikur hjá honum til þess að draga athyglina frá um- ræðunni um Írak, skipun Júlíusar Hafstein í óljóst sendiherrra- starf, óbilgjarnar landakröfur Geirs Haarde - eða önnur málefni þar sem sjálfstæðismenn hafa farið halloka í umræðunni. Ég veit ekki. Bobby Fischer hefur eitthvert óútskýranlegt aðdráttarafl fyrir Íslendinga. Kannski er það hvað hann var dónalegur þegar hann kom hingað 1972, gagnstætt Boris Spasskí sem lauk lofsorði á allt það sem við þráðum að heyra lofs- orði lokið á. Fischer mátti ekkert vera að slíku hjali, var sennilega sá fyrsti sem hingað kom og sýndi attítúd. Meira að segja þegar fyrst kom upp sú hugmynd að bjóða honum hingað frá Japan sagði hann að hér væri allt of eyðilegt og kalt. Kannski eru Ís- lendingar enn að spyrja Bobby Fischer: How do you like Iceland, úr því að hann hefur enn ekki svarað spurningunni rétt... Hann er kynlegur kvistur. Og passar hér vel. Kannski hann endi sem forsetaframbjóðandi eins og allir skrýtnir menn hér verða. Hér er pláss fyrir einkennilega menn, sem segja skrýtna hluti - hann yrði ekki eini vitleysingur- inn, eins og Davíð orðaði það. Ís- lendingar hafa löngum sóst eftir samneyti við einkennilega menn til þess að geta síðar sagt af þeim sögur, á borð við þær sem Sigur- jón Egilsson skrifar stundum hér í Fréttablaðið. Bobby Fischer verður áreiðanlega umsetinn áfjáðum verðandi sagnamönnum ef af hingaðkomu hans verður. Davíð var ekki að draga at- hygli frá neinni óhæfu þegar hann bauð Bobby Fischer hingað - þvert á móti: boðið dregur at- hygli að óhæfu, þeim endemis- lögum um útlendinga sem Björn Bjarnason stóð fyrir og lét setja eftir dönskum fyrirmyndum, en Íslendingar ættu nú að vita allt um ríkjandi viðhorf þar í landi til annarra þjóða. Um leið og rausn- arboðið til Bobby Fischers kom urðum við vitni að sérlega rauna- legu dæmi um það hvernig þessi ótrúlegu lög virka í raun og veru: nýgiftum Úkraínumanni, sem á foreldra hér á landi, er nú vísað úr landi vegna þess að hann er ekki orðinn tuttugu og fjögurra ár. Fagnaðarerindið birtist okkur líka í þeim manni - ekki sem klapp á sæla og sadda eigin sam- visku, heldur sem krafa um lif- andi mennsku, vakandi kærleika, forvitni og velvild í stað tor- tryggni og fjandsemi. Sérhver maður sem hingað leitar, í nauð eða leit að tilveru - á heimtingu á sérmeðferð, rétt eins og Bobby Fischer fékk. Sem stendur eru allir fyrirfram grunaðir um græsku og sjálfkrafa neitað. Íslendingar stóðu sig afar vel við móttöku flóttamannahópa í ráðherratíð Páls Péturssonar, sem nú hefur fengið verðuga viður- kenningu fyrir það, en af ein- hverjum ástæðum er öllum ein- staklingum sem hingað leita eftir hæli markvisst vísað frá landinu. Þar með er ekki sagt að hver og einn eigi að fá sjálfkrafa landvist- arleyfi - en allir umsækjendur eiga hins vegar skilið þá sérmeð- ferð að á mál þeirra sé litið og það vegið og metið í stað þess að fá vélrænt nei. Lög Björns eru raunar svo ströng að það virðast vera hálf- gerð vandræði með að finna flöt á því að bjóða Bobby Fischer hing- að. Ekki er að efa að þingmenn munu nú á nýju ári endurskoða þessi lög í ljósi vondrar reynslu - einkum hið furðulega aldurstak- mark við tuttugu og fjögur ár - og verði þá minnugir þess að svona lög varða líf og örlög flóttafólks á borð við Jósep og Maríu og hljóta því að taka fyrst og fremst mið af fagnaðarerindinu. ■ Hvert stórvirkið hefur rekið annað í íslensku við-skiptalífi þetta árið. Íslenskt kaupsýslufólk hefursótt fram og keypt erlend fyrirtæki. Viðskipti eru í eðli sínu áhættusöm og við því að búast að ekki heppnist allt sem menn taka sér fyrir hendur á þeim vettvangi. Hins ber að gæta að íslenskt viðskiptalíf hefur öðlast reynslu á undanförnum árum sem er dýrmætt veganesti við kaup á erlendum fyrirtækjum. Margt bendir til þess að sú reynsla sé nú nýtt og viðskipti Íslendinga erlendis séu betur undirbúin en áður var. Trygging Baugs á fjármögnun við kaup á Big Food Group og þátttaka erlendra fjármálafyrirtækja í henni hljóta að teljast stór tíðindi í íslensku viðskiptalífi. Bank of Scotland hefur yfirumsjón með fjármögnun kaupanna og tekur auk þess níu prósenta hlut í eignarhaldsfélagi Big Food Group. Það að stór banki eins og Bank of Scotland taki slíka ákvörð- un hlýtur að teljast meiriháttar viðurkenning fyrir íslenskt fyrirtæki. Fleiri íslensk fyrirtæki hafa verið að ná athyglisverðum árangri. KB banki og Íslandsbanki hafa hvor um sig keypt stóra banka á Norðurlöndunum á árinu. Kaup Flugleiða á hlut í Easyjet hafa vakið verðskuldaða athygli erlendis. Sjónir erlendra fjölmiðla hafa beinst að Flugleiðum, sem eru eitt fárra flugfélaga í heiminum sem tókst að vinna úr erfið- leikum í kjölfar 11. september á þann hátt að félagið hefur skilað hagnaði þegar flest önnur flugfélög voru rekin með halla. Það er því margt sem bendir til þess að íslensk fyrirtæki séu rekin af mikilli þekkingu og skilningi á eðli rekstrarins, enda þótt meira sé rætt um kjark og skjótar ákvarðanir í um- ræðu um útrás íslenskra fyrirtækja. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni í útrás atvinnulífsins; verkefni sem geta skipt miklu fyrir hagsæld framtíðainnar hér á landi. Þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptaumhverfi hér á landi hafa valdið sumum nokkrum áhyggjum. Annars vegar spretta áhyggjurnar úr brjóstum þeirra sem ekki sjá til sólar þegar öðrum gengur vel. Hin uppsprettan er heilbrigð varúð- arsjónarmið þeirra sem óttast að viðskiptalífið kunni að fara sér of geyst og hætta sé á að í gleði núverandi velgengni gleymi menn nauðsynlegri varúð. Flest bendir til þess að við- skiptalífið sé heilbrigðara og hraustara en nokkru sinni fyrr, þótt ekki sé það gallalaust fremur en annað. Stórfyrirtæki hvar sem er í heiminum mæta tortryggni í umræðunni. Oft mega þau þola ósanngjarna gagnrýni, en í öðrum tilvikum geta þau sakast við sig sjálf. Sama hefur gilt um íslensk stórfyrirtæki. Almennt séð verður þó ekki annað sagt en að þau hafi verið meðvituð um sanngirni og eðlileg- ar leikreglur. Fyrirtækin sem og aðrir hafa gott af heil- brigðu aðhaldi og gagnrýni. Hitt verður að hafa í huga að þegar horft er til þróunar síðustu ára hafa íslensk stórfyrir- tæki nýtt kraft sinn til hagsbóta fyrir samfélagið og upp- byggingu þess. ■ 20. desember 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Íslenskt viðskiptalíf sækir fram af meiri þekkingu og kunnáttu en áður. Merkilegir áfangar FRÁ DEGI TIL DAGS Fagnaðarerindið Georg í Gæsluna? Það virðist blasa við þegar lesinn er listinn yfir umsækjendur um stöðu for- stjóra Landhelgisgæslunnar að Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofu, sem er meðal umsækjenda, taki við embættinu innan nokkurra vikna. Er ekki að efa að hann muni gegna því af sama myndarskapn- um og öðrum verkefnum sem hann hefur tekið að sér. Hitt verður svo fróð- legt að fylgjast með hvernig Gæslan mun þróast á næstu mánuðum. Sögusagnir hafa verið um það um nokkurt skeið að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi áhuga á því að víkka út starfssvið stofnunarinnar og fela henni svokölluð „innri öryggismál“ sem sumir kenna við leyniþjónustu- starfsemi. Ólíklegt er að til þess komi nema með lagaheimild. Þungar ásakanir Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur, fyrrverandi formaður Mannréttindaskrif- stofu Íslands, setur fram mjög harða gagnrýni og ásakanir á Mannréttinda- stofnun Háskólans í Morgunblaðsgrein á laugardaginn. Margrét segir að stofn- unin, sem á undanförnum árum hefur fengið tugi milljóna króna frá ríkinu fyrir milligöngu Mannréttindaskrifstofunnar, hafi nánast enga starfsemi rekið og stjórnarfundir og aðalfundir ekki verið haldnir. Spurst hafi að stofnunin hafi veitt fræðimönnum styrki sem aldrei hafi verið auglýstir og því ekki ljóst hvernig að veitingu þeirra var staðið. Kvörtun til fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi verið svarað með því að Mann- réttindaskrifstof- unni kæmi ekki við hvernig Mannrétt- indastofnunin færi með sitt fé. Beðið er eftir viðbrögðum há- skólamanna við þess- um skrifum. ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG BOBBY FISCHER, FLÓTTAFÓLK OG VIÐ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Davíð var ekki að draga athygli frá neinni óhæfu þegar hann bauð Bobby Fischer hingað – þvert á móti: boðið dreg- ur athygli að óhæfu, þeim endemislögum um útlend- inga sem Björn Bjarnason stóð fyrir og lét setja eftir dönskum fyrirmyndum, en Íslendingar ættu nú að vita allt um ríkjandi viðhorf þar í landi til annarra þjóða ,, gm@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.