Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 24
20. desember 2004 MÁNUDAGUR24 Árni Þór Árnason, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, fer strax eftir áramót til Brussel til þess að kynna sér áhrif tilskipana ESB á íslensk sveitarfélög. Mun hann verða þar í hálft ár. Hér er um gott framtak að ræða, sem vert er að vekja athygli á, þar eð tilskip- anir ESB hafa mjög mikil áhrif á sveitarfélögin ekki síður en á rík- ið og oft frétta sveitarfélögin ekki af nýjum tilskipunum fyrr en allt of seint, þegar engum breytingum er unnt að koma við. Getur það verið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélögin. Nokkur íslensk sveitarfélög hafa sýnt ESB mik- inn áhuga, m.a. Akranes, en Gísli Gíslason, bæjarstjóri þar, dvaldist um hríð í Brussel til þess að kynna sér áhrif tilskipana ESB á sveitarfélögin. Utanríkisráðuneytið hóf haust- ið 2001 að kanna sérstaklega áhrif EES-samningsins á íslensk sveit- arfélög. Gerði ráðuneytið sam- komulag við Committee of the Regions hjá Evrópusambandinu, þ.e. landsvæðanefndina, um að nefndin sendi ráðuneytinu jafnóð- um upplýsingar um allar tillögur að nýjum tilskipunum og lögum, sem landsvæðanefndinni berast frá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, en landsvæðanefnd- in er nokkurs konar sveitarstjórn- arráð Evrópusambandsins. En Evrópusambandið sendir land- svæðanefndinni til umsagnar all- ar tillögur að nýjum tilskipunum og lögum, sem varða sveitarfélög- in. Mjög mikilvægt er að sveitar- félögin fái vitneskju um tillögur að nýjum tilskipunum áður en þær eru endanlega afgreiddar hjá Evrópusambandinu. Ef hafa á áhrif á mótun nýrra tilskipana þarf að gera það strax á undirbún- ingsstigi. EES-samningurinn hefur víð- tæk áhrif á íslensk sveitarfélög. Þeir málaflokkar sem skipta mestu máli í því sambandi eru þessir: Umhverfismál, félags- og vinnumál, orkumál, opinber inn- kaup og opinberir styrkir. Fleiri mál EES-samningsins hafa áhrif á sveitarfélögin. Sveitarfélög og að- ilar á vegum þeirra hafa getað tekið þátt í ýmsum verkefnum Evrópusambandsins. Hafa fengist veruleg fjárframlög frá Evrópu- sambandinu vegna þeirra. Unnt væri að stórauka þátttöku ís- lenskra sveitarfélaga í slíkum verkefnum. Ísland fær ekki styrki frá Evrópusambandinu vegna þátttöku í verkefnum á vegum byggðaáætlunar ESB en gæti samt haft mikið gagn af þáttöku í þeim. Samband sveitarfélaga í Nor- egi hefur sérstaka skrifstofu í Brussel, sem fylgist með tilkomu nýrra tilskipana sem varða sveit- arfélögin. En einnig hafa nokkrar stórar borgir í Noregi starfsmenn í Brussel, sem hafa sömu verkefni með höndum en sinna margir hverjir einnig ýmsum viðskipta- málum fyrir viðkomandi borgir. Norðmenn fylgjast mjög vel með öllu sem gerist hjá ESB og ætla að vera alveg tilbúnir þegar Noregur gerist aðili að sambandinu. Sam- band íslenskra sveitarfélaga þyrfti að fá fastan starfsmann í Brussel, sem fylgst gæti með störfum ESB allt árið um kring. Það mundi fljótlega spara sveitar- félögunum mikla fjármuni. ■ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN EVRÓPUSAMBANDIÐ Tilskipanir ESB hafa mikil áhrif Í umræðum um fjárhagsstöðu Há- skóla Íslands hefur verið fjallað um hvort réttlætanlegt sé að taka upp skólagjöld. Í þessari umræðu hefur ekkert komið fram um þá staðreynd að stærstur hluti kostn- aðar nemanda í rannsóknar- tengdu framhaldsnámi við HÍ fellur í raun á nemandann sjálfan. Það má því segja að HÍ hafi þegar tekið upp skólagjöld fyrir þá nem- endur sem innritast í masters- og doktorsnám. Til upplýsingar tóku prófessorar í lífvísindum við HÍ sig saman í fyrra og reiknuðu út kostnað við 2já ára mastersnám annars vegar og 5 ára doktorsnám í lífvísindum við HÍ hins vegar. Niðurstaðan var að mastersnám kostar að meðaltali 10-12 milljónir og doktorsnám 24-30 milljónir. Það sjá allir að heimilisbókhald nemenda getur ekki staðið undir þessum kostnaði. Það lýsir ábyrgðarleysi að auglýsa HÍ sem rannsóknarnámsháskóla án þess að hafa fjármagn til að standa undir kostnaði við 26-földun nem- enda í rannsóknartengu fram- haldsnámi sl. 7 ár. Vandinn er þríþættur: 1. Aðstöðuleysi: Vegna aðstöðu- leysis við HÍ verður stór hluti nemenda að stunda námið í skrif- stofuherbergjum úti í bæ með til- heyrandi kostnaði. Þetta lítur heldur ekki vel út þegar nemend- ur birta niðurstöður sínar í er- lendum vísindatímaritum. Sem dæmi: N.N. Faculty of Medicine, University of Iceland, Skugga- gata 6, kjallari til hægri! 2. Framfærslukostnaður: Fyrir utan aðstöðuleysið er skortur á fjármagni ennþá stærra vandamál fyrir HÍ. Á Norðurlöndum t.d. titla nemend- ur í doktorsnámi sig doktorstyrk- þega þar sem ákveðinn fjöldi stöðugilda í doktorsnám er aug- lýstur við hvern háskóla þar sem nemendur fá framfærslustyrk. Þar er ekki ótakmarkaður fjöldi nemenda tekinn inn, sem virðist vera eina stefnan hvað varðar rannsóknartengt framhaldsnám við HÍ. Þetta er slæm stefna vegna þess að hún bitnar ílla á öllum. Það er mjög ámælisvert að fé til Rannsóknarnámssjóðs hefur ekki aukist í takt við 26- földun rannsóknarnema við HÍ. Mér er spurn: Hvernig var þetta eiginlega hugsað í upphafi af stjórnendum HÍ? Það er vel þekkt alþjóðlegt vandamál að það hefja miklu fleiri doktorsnám en ljúka prófum. Í Bandaríkjunum kom í ljós að þeir háskólar sem stóðu sig best voru þeir skólar þar sem best var búið um nem- endur, bæði hvað varðar aðstöðu og fjármagn. Þetta kemur varla á óvart. Það sem er áhugavert er að það var sérstaklega tekið fram hve mikilvægt það er fyrir nem- dendur sem eru að byrja rann- sóknarnám að fá stuðning frá þeim sem lengra eru komnir. Það gerist ekki hér á Íslandi því allir eru í sínu horni og eru meira upp- teknir af því að hafa í sig og á en að stunda fræðin. Ég spái því að það verði mikið brottfall nem- enda í doktorsnámi við HÍ. 3. Rannsóknarkostnaður: Það er ekkert leyndarmál að kostnað- ur við framkvæmd rannsókna er umtalsverður. Þrátt fyrir að Land- spítalinn hafi fengið nafnið Land- spítali - háskólasjúkrahús er ekk- ert samkomulag á milli þessara stofnana um hver eigi að borga brúsann þegar rannsóknarnemar stunda sínar rannsóknir á Land- spítalanum. Undiritaður fram- kvæmdi þrjár rannsóknir á röntgendeild við Hringbraut efir lokun á daginn en varð að borga starfsfólki spítalans úr eigin vasa fyrir aðstoð við framkvæmd rann- sóknanna. Til hvers var nafni HÍ bætt við nafn Landspítalans? Nú segja margir að opinberir styrkir hefðu átt að borga þennan rann- sóknarkostnað. Rannís er nánast eini sjóðurinn sem styrkir rann- sóknir alíslenskra stofnana og fyr- irtækja. Þegar nemar sækja um styrk hjá Rannís eru þeir að keppa við ríkisstofnanir, hlutafélög og einkafyrirtæki um fjármagn. Þeg- ar undirritaður sótti um styrk hjá Rannís fyrir árið 2001 fékk um- sóknin einkunnina A af fagráði en enga peninga. Margir þekkja þessa afgreiðslu mála. Á sama ári fengu fyrirtækin Össur og Marel fjórar milljónir hvort fyrirtæki frá Rannís, sem svaraði 0,08% af heildarveltu þessara fyrirtækja árið 2001. Þessi fyrirtæki eru bæði á hlutabréfamarkaði. Hvaða möguleika eiga rannsóknarnem- endur í þessu styrkumhverfi? Margir ráðamenn tala um mikilvægi rannsókna og vísinda fyrir íslenskt samfélag. En því miður þá passa kortið og landslag- ið ekki saman í þessum mála- flokki. Það er mikil hneisa fyrir HÍ og íslenskt samfélag hvernig búið er að rannsóknartengdu framhaldsnámi við HÍ. Eitt er víst, að prófessorar við HÍ sem hafa stundað sitt rannsóknarnám er- lendis hefðu ekki gefið sínum há- skóla háa einkunn ef þar hefði ver- ið staðið eins að málum og við HÍ. Höfundur lauk doktorsnámi í vor frá læknadeild HÍ. EYÞÓR KRISTJÁNSSON SKRIFAR UM MÁLEFNI HÁSKÓLA ÍSLANDS HÁSKÓLI ÍSLANDS Stærstur hluti kostnaðar nemanda í rannsóknartengdu framhalds- námi við HÍ fellur í raun á nemandann sjálfan, segir greinarhöfundur. Rannsóknartengt framhalds- nám við Háskóla Íslands Það er mikil hneisa fyrir HÍ og íslenskt samfélag hvernig er búið að rannsóknartengdu fram- háldsnámi við HÍ. ,, EES- samningurinn hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög. Þeir málaflokkar, sem skipta mestu máli í því sambandi eru þessir: Umhverfismál,fé- lags-og vinnumál, orku- mál,opinber innkaup, og opinberir styrkir ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.