Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 33
Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.isÞægindi - Öryggi - Sparnaður Húseigendur! Aukið þægindin og lækkið hitunarkostnaðinn með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi 7MÁNUDAGUR 20. desember 2004 Huldari Breiðfjörð finnst Hallgrímskirkja vera Reykja- vík og svo nýtist hún líka vel sem mælieining. „Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykja- vík,“ segir Huldar Breiðfjörð rit- höfundur. „Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábær- lega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgríms- kirkja er Reykjavík.“ Huldar gerði mikið af því sem barn að fara upp í turninn enda bjó hann í nágrenninu og ef hann er með útlendinga í heimsókn er turninn fastur áfangastaður. „Maður hugsar líka reglulega um þessa kirkju, til dæmis í hæð- um og fjarlægðum, og deilir um- svifalaust með turninum. Hann er um það bil 70 metrar þannig að þegar maður heyrir 500 metrar hugsar maður, vá, fimm Hall- grímskirkjur. Hún nýtist sumsé mjög vel. En þótt ég hafi oft farið upp í turninn og standi í miklu sam- bandi við þessa kirkju hef ég aldrei komið þar inn fyrir dyr.“ Huldari finnst Hallgríms- kirkja eins og kirkjur eiga að vera og er ekkert sérstaklega hrifinn af þungum kirkjubygg- ingum í Evrópu. „Mér finnst það yfirleitt ekki flottar byggingar, en Hallgrímskirkja teygir sig til himins eins og kirkjur eiga að gera án þess að vera of íburðar- mikil og þung.“ Nýlega kom út ferðasaga Huld- ars, Múrinn í Kína, sem segir frá ævintýrum höfundarins í Kína. „Kínverskur arkitektúr er auðvit- að misjafn, en kannski er besta lýsingin á honum að því meira því betra,“ segir hann hlæjandi, Hann flaug heim frá Kína um Kaupmannahöfn og minnist þess hvað viðbrigðin voru mikil. „Eftir að hafa verið í Kína í öllu þessu slarki og hráu aðstæðum, geggjun og látum fannst mér í Kaupmanna- höfn, sama hvar ég var, að ég væri inni en ekki úti á götu. Allt var svo hljótt og hreint og öruggt og mér fannst eins og ég gæti gengið um berfættur eða á inniskóm.“ Á jólunum eru kerti ekki aðeins tendruð innandyra heldur einnig utandyra. Útikerti fá að loga á jólanótt á tröppum, svölum og við leiði og eru óneitanlega falleg að sjá. Hins vegar er eitt og annað sem þarf að varast. Í fyrsta lagi er mikilvægt að kert- ið standi nægilega langt frá hús- inu því rokið getur alltaf tekið upp á því að þeyta því til. Einnig er mikilvægt að börn og dýr komist hvergi nærri eldinum og því nauðsynlegt að hugsa áður en maður staðsetur kertið. Best er að kveikja ekki á kertinu fyrr en það er komið á þann stað sem það á að standa þar sem loginn er stór og ekki ráðlegt að halda á logandi kerti. Til eru í verslunum kertastjakar sem kertin geta staðið í utandyra, en ekki má gleyma því að kerti sem standa stök á stéttinni geta skilið eftir sig svartan hring. Aldrei má láta útikerti standa á trépalli eða -tröppu. Þegar slökkt er á kertinu á ekki að skvetta á það vatni, best er að taka tóma dós eða krukku og hvolfa yfir logann og kæfa hann. Ágætt er líka að láta kertið standa utandyra í dágóða stund eftir að slökkt hefur verið á því áður en það er tekið inn í hús til að vera viss um að ekki logi í kveiknum. Útikerti eru falleg og bjóða gesti sem að garði ber velkomna. Ef nokkur varnað- arráð eru höfð í huga eru þau líka hættulaus með öllu. Logar á jólunum Eitt og annað þarf að hafa í huga um meðhöndlun útikerta. Huldar Breiðfjörð ólst upp við kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju og fannst það notalegt. Vá, fimm Hallgrímskirkjuturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.