Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 60
28 20. desember 2004 MÁNUDAGUR Við tökum hattinn ofan... ... fyrir Viggó Sigurðssyni, landsliðsþjálfara í handbolta. Hann er farinn að finna fyrir aukinni pressu á að landsliðið standi sig með sóma á HM í Túnis sem hefst upp úr miðjum janúar. Viggó segir að slík pressa sé af hinu góða og fagnar slíku enda þýði það að almenningi sé ekki alveg sama og að það muni skila sér til leikmanna liðsins. Viggó mun tilkynna HM-hóp sinn á þriðjudag. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Mánudagur DESEMBER FÓTBOLTI „Við áttum góðan leik fram að markinu og hefðum átt að leggja harðar að okkur en sem fyrr fáum við á okkur ódýr mörk,“ sagði Graeme Souness, stjóri Newcastle, eftir 3-1 tapleik liðsins gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tóku leik- menn Liverpool þrjú tiltölulega auðveld stig og auðvelduðu Sou- ness ekki starf sitt. Hefur þeim farið fjölgandi undanfarið sem vilja kappann burt enda gengi liðsins undir hans stjórn verið slakt og var tapið á Anfield ekki til að laga stöðuna. Varð Souness sjálfur fyrir miklum vonbrigðum. „Markið okkar var fallegt og vel að því staðið en tvö af mörkum Liverpool voru af ódýrari taginu og því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem við fáum slík mörk á okkur.“ Liverpool leit ekki út fyrir að vera til stórræðanna þegar leikur- inn hófst en fyrsta mark Newcastle, sem Patrick Kluivert skoraði, virtist hafa kveikt neista sem ekki sást fyrr en þá. Aðeins þremur mínútum eftir markið hafði Liverpool jafnað þegar Titus Bramble skoraði sjálfsmark eftir hornspyrnu Kewell og öðrum þremur mínutum eftir það komst Liverpool yfir með marki Neil Mellor. Í seinni hálfleik var Liverpool allan tímann líklegra til að bæta við marki og á 61. mínútu tókst Baros að skora eftir frábæra sendingu frá Kewell. Arsenal mátti teljast heppið að fara frá Fratton Park í Ports- mouth með stigin þrjú. Leikmenn Portsmouth báru litla virðingu fyrir meisturunum og ógnuðu marki þeirra nokkrum sinnum strax í byrjun leiksins. Þegar leið á leikinn fór leikmönnum Arsenal að ganga betur að sækja fram og á 75. mínútu fékk Sol Campbell frið fyrir utan vítateig Portsmouth og lét skot ríða af sem hafnaði í net- inu. Arsenal er fimm stigum á eftir toppliði Chelsea eftir sigurinn og einu stigi á undan Everton í þriðja sæti. albert@frettabladid.is AUÐVELT GEGN NEWCASTLE Milan Baros fagnar hér marki sínu og þriðja marki Liver- pool í góðum 3-1 sigri liðsins á Newcastle. Sigurinn færði Liverpool upp í sjötta sætið en Souness og menn hans eru í því þrettánda. Fréttablaðið/AP Arsenal neitar að hverfa Naumur 0-1 sigur Arsenal á Portsmouth þýðir að liðið endurheimti annað sætið. Liverpool sigraði Newcastle mjög örugglega á Anfield Road. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Þrumuskot á Skjá einum. Farið yfir leiki helgarinnar í enska boltanum.  18.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn. Íþróttir um víða veröld.  19.00 Bestu knattspyrnumenn heims á Sýn. Sýnt frá kjöri FIFA um knattspyrnumann ársins.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum hliðum.  22.00 Meistaradeildin á Sýn. Fréttir af leikjum í Meistaradeildinni.  22.45 Enski boltinn á Skjá einum. Sýnt frá leik Charlton og Fulham.  23.15 Saga knattspyrnunnar á Sýn. Myndaflokkur um vinsælustu íþróttagrein heims.  00.10 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Endursýnt.  01.30 Þrumuskot á Skjá einum. Endursýnt.                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  3  4  /# !#  #  "##   #  3       5$   /      "  6  1$/      5$  #           . # +7+8            !   " #  $  %  #                            S kó la vö rð us tí g 2 • S ím i 5 5 2 1 7 0 0 LEIKIR GÆRDAGSINS ENSKA ÚRVALSDEILDIN: Liverpool-Newcastle 3–1 0–1 Patrick Kluivert (32.), 1–1 Titus Bramble, sjm. (35.), 2–1 Neil Mellor (38.), 3–1 Milan Baros (61.). Portsmouth-Arsenal 0–1 0–1 Sol Campbell (75.) NEIL MELLOR Þessi ungi framherji hefur reynst Liverpool vel í síðustu leikjum. Hann skorar hér gegn Newcastle í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.