Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 20. desember 2004 29 Steven Gerr-ard, fyrirliði Liverpool, er ekki á förum eitt né neitt að sögn Rafa Benítez, hins spænska þjálfara liðsins, en sögusagnir þess efnis hafa verið ríkjandi í vetur. Telur Gerrard að metnaður Liverpool sé ekki eins og hann ætti að vera en samkvæmt Rafa er hann nú tilbúinn að vera um kyrrt og gefa Spánverjan- um tíma til að koma saman hóp sem getur gert atlögu að titlum í framtíð- inni. Newcastle hef-ur bæst í hóp þeirra liða sem vilja kaupa Antti Niemi, markvörð Southampton, en kappinn er undir smásjá fjölmargra liða enda gengi Southampton á leiktíðinni afar lélegt og ekki með þeim hætti að Niemi ílengist þar. Áður hafa Manchester United og Arsenal bæði sýnt ítrekað- an áhuga og er ekki loku fyrir það skotið að dragi til tíðinda í janúar. Sa m k v æ m tskoðanakönn- un sem fram fer á heimasíðu Sky Sport stendur baráttan milli B e r n h a r d Langer og Nick Faldo þegar kemur að því að velja næsta fyrirliða Ryder-liðs Evrópu. Eru rúm 30 pró- sent á því að Þjóðverjinn eigi að stjórna aftur en 29 prósent vilja sjá Faldo í stólnum enda reynslubolti þar á ferð. Allen Iverson, stjarnaPhiladelphia 76ers, spilaði einn sinn besta leik á ferlinum að mati íþróttamanna ESPN þegar lið hans sigr- aði Milwaukee um helgina með 116 stigum gegn 97. Iverson sjálfur skoraði nánast helm- ing stiga Philly eða 54 stig og tók að auki átta fráköst. Um leið braut hann 15 þúsund stiga múrinn og er þetta í sjöunda sinn á ferlinum sem hann skorar fleiri en 50 stig í einum og sama leiknum. ForráðamennT o r o n t o Raptors eru ekki ýkja bjartsýnir á að Alonzo Mourning láti nokkurn tíma sjá sig í borginni þrátt fyrir að hafa verið einn af skiptimönnum NJ Nets þegar liðið fékk Vince Carter til sín fyrir helgi. Mourning eyðir jólavertíðinni hjá læknum vegna ýmissa meiðsla sem hrjá hann og verði læknarnir ekki bjartsýnir er óvíst að hann fari nokkurn tíma til Kanada. St e v e nGerrard er ekki sá eini sem hefur hótað hefur liði sínu ef á r a n g u r i n n batnar ekki sem fyrst. Francesco Totti hefur opinberlega sagt það sama um Roma og segist ætla að fara ef ekki verður tekin stefna á ítalska meistaratitilinn hið fyrsta. Á hann enn eftir eitt ár af samningi sínum við liðið en meðal þeirra lið sem vilja kaupa hann er Real Madrid og hafa farið fram viðræður vegna þess milli liðanna. Suður-Kóreumenn gerðu sér lítiðfyrir í gær og lögðu Þjóðverja í vináttulandsleik, 3–1. Leikið var í Kóreu. Kóreumenn tóku forystuna á 16. mínútu er Dong-Jin Kim skoraði en Michael Ballack jafnaði á 24. mínútu fyrir þýska liðið en það stillti upp öllum sínum bestu mönnum í leiknum. Það dugði ekki til því Kóreumenn tóku forystuna á nýjan leik á 71. mínútu með marki Dong- Gook Lee og það var síðan Jae-Jin Cho sem rak síðasta naglann í kistu Þjóðverja með þriðja marki heima- manna á 87. mínútu. Frábær sigur hjá Kóreumönnum sem virðast vera á stöðugri uppleið í boltanum á meðan frægðarsól Þjóðverja heldur áfram að hníga. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM LEIKIR GÆRDAGSINSSömdu við stórlið Celtic KR-ingar seldu hina ungu og efnilegu leikmenn sína, Kjartan Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason, til Celtic í gær. Þeir félagar munu skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við liðið í dag eða á morgun. FÓTBOLTI Samkomulag náðist á milli KR og Celtic í gær um kaup á þeim Kjartani og Theodór en fé- lögin höfðu verið í viðræðum und- anfarnar vikur. Kjartan og Theo- dór fóru utan á föstudag ásamt ættingjum sínum og þegar þeir komu til Skotlands fóru þeir í sex tíma læknisskoðun. Á laugardag var síðan farið á völlinn þar sem þeir hittu þjálfara liðsins, Martin O’Neill, en hann segir að þeir verði báðir búnir að spila með aðalliði félagsins eftir eitt og hálft ár. Fréttablaðið náði tali af Kjart- ani Henry í gær og hann var að vonum í skýjunum enda mun hann í dag eða á morgun skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við eitt af stærri liðum Evrópu. „Þetta er alveg frábært og maður er svona enn að átta sig á að þetta sé að gerast enda hefur mig dreymt um þetta frá því ég var lítill polli,“ sagði Kjartan Henry. Þeir félagar hefðu einnig getað samið við hollenska félagið Feyenoord en Kjartan Henry seg- ist hafa kosið Celtic frekar þar sem hann býst við því að fá að spila fyrr þar en með Feyenoord. „Ég set markið hátt og ætla mér að vera kominn í aðalliðið eft- ir eitt til eitt og hálft ár. Við mun- um æfa fyrst með varaliðinu en kannski spila einhverja leiki með unglingaliðinu. Stefnan er samt sú að við leikum með varaliði félags- ins til að byrja með. Það verður gaman að spila fyrir Martin O’Neill, sem hefur verið mjög já- kvæður og áhugasamur í okkar garð,“ sagði Kjartan Henry en þeir félagar halda utan strax eftir áramót. Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, fór utan á laugardag til þess að ganga frá málinu en þá bar nánast ekkert á milli félag- anna. Hann var ánægður með að málinu væri lokið og sagðist sátt- ur við samninginn. „Við erum mjög sáttir. Viðræð- urnar hafa gengið vel og það hef- ur verið þægilegt að semja við Skotana,“ sagði Jónas. Hann vildi ekki gefa upp hversu mikið KR hefði fengið fyrir þá félaga en sagði samninginn vera stóran á ís- lenska vísu. „Samningurinn er líka árangurstengdur. Við erum sáttir núna en samningurinn get- ur orðið mjög góður þegar fram líða stundir og ég hef fulla trú á að svo verði.“ henry@frettabladid.is Rúmur mánuður er í heimsmeistarakeppnina í handbolta í Túnis: Pressan eykst á Viggó Sigurðsson HANDBOLTI „Hugurinn er óneitan- lega við mótið í Túnis og margt sem er í skoðun út af því,“ segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálf- ari Íslands í handbolta. Nú líður óðum að heimsmeistaramótinu í Túnis þar sem Ísland verður með- al þátttakenda og segir Viggó að hann finni að pressan sé að aukast. „Það er engin spurning að hún eykst dag frá degi þessa dagana. Það er eðlilegt enda stutt í mót og ég fagna því enda öll pressa af hinu góða. Ég stefni ótrauður að því að gera liðið klárt og mun til- kynna lokahópinn á þriðjudaginn kemur. Þangað til fæst ekkert upp úr mér.“ Aðspurður um riðlakeppnina í handboltanum sem lauk nú um helgina sagði Viggó það afar já- kvætt því riðlakeppnin væri að hans mati eins óspennandi fyrir- komulag og hægt væri að finna og hann hlakkaði til að fylgjast með leikjum í úrslitakeppninni eftir áramót. „Þarna eru mörg félög sem eiga að geta barist um titil- inn. Að mínu viti verða það þessi venjulegu, Haukarnir, ÍR og Vals- menn, en ég vænti enn fremur mikils af liði ÍBV. Mér finnst liðið allt spennandi og leikmönnum þess hefur vaxið ásmegin í vetur. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir stæðu uppi með pálmann í hönd- um eftir tímabilið.“ ÍTALÍA, SERIE A: Bologna - Reggina 2–0 1–0 Claudio Bellucci víti, (5.), 2–0 Mourad Meghni (62.). Fiorentina - Chievo 2–0 1–0 Christian Rigano (45.), 2–0 Javier Portillo (70.). Inter - Brescia 1–0 1–0 Sinisa Mihajlovic (25.). Lecce - Sampdoria 1–4 0–1 Francesco Flachi víti, (38.), 0–2 Francesco Flachi (50.), 1–2 Mirko Vucinic (54.), 1–3 Max Tonetto (61.), 1–4 Vitaly Kutuzov (90.). Roma - Parma 5–1 1–0 Antonio Cassano (10.), 2–0 Francesco Totti (29.), 2–1 Cesare Bovo (45.), 3–1 Antonio Cassano (50.), 4–1 Vincenzo Montella (52.), 5–1 Francesco Totti (58.). Siena - Livorno 1–1 1–0 Simone Vergassola (43.), 1-1 Alessandro Lucarelli (56.). Udinese - Lazio 3–0 1–0 David Pizarro víti, (14.), 2–0 David Di Michele (17.), 3–0 Vincenzo Iaquinta (37.). Juventus - AC Milan 0-0 EFSTU LIÐ Á ÍTALÍU: 1. Juventus 39 2. Milan 35 3. Udinese 31 SPÁNN, LA LIGA: Real Sociedad - Getafe 1–1 1–0 Nihat Kahveci (70.), 1–1 Mariano Pernia (80.). Real Zaragoza - Atletic Bilbao 0–2 0–1 Santiago Ezquerro (53.), 0–2 Santiago Ezquerro (78.). Mallorca - Osasuna 1–2 0–1 Valmiro Valdo (33.), 0–2 Valmiro Valdo (40.), 1–2Lopez Jesus Perera (80.). Villarreal - Malaga 3–0 1–0 Juan Manuel Pena (45.), 2–0 Juan Roman Riquelme (65.), 3–0 Diego Forlan (83.). Numancia - Espanyol 0–0 Racing Santander - Real Madrid 2–3 1–0 Benayoun (24.), 1–1 Michael Owen (34.), 2–1 Guerrero (51.), 2–2 Raúl (61.), 2–3 Zinedine Zidane (91.) Barcelona - Valencia 1–1 0–1 Stefano Fiore (62.), 1–1 Ronaldinho víti, (79.). EFSTU LIÐ Á SPÁNI: 1. Barcelona 39 2. Espanyol 30 3. Real Madrid 29 FRANSKA DEILDIN: Mónakó - Bordeaux 1–1 0–1 Darceville (8.), 1–1 Kallon (42.) Ajaccio - Lille 0–0 Auxerre - Nice 4–3 1–0 Bolf (45.), 1–1 Traore (48.), 2-1 Benjani (56.), 2–2 Vahirua v. (58.), 3–2 Kalou (59.), 3–3 Echouanafni (63.), 4–3 Benjani (64.) Caen - Toulouse 0–2 0–1 Psaume (27.), 0–2 Moreira (57.) Istres - St. Etienne 0–2 0–1 Sable (32.), 0–2 Mendy (46.) Lens - Bastia 2–1 1–0 Cousin (34.), 2–0 Cousin (69.), 2–1 Varailles (83.) PSG - Metz 3–0 1–0 Meniri sjm. (40.), 2–0 Pauleta v. (60.), 3–0 Pancrate (75.) Strasbourg - Rennes 1–0 1–0 Kante (14.) EFSTU LIÐ Í FRAKKL.: 1. Lyon 39 2. Lille 36 3. Auxerre 32 ÍBYGGINN VIGGÓ Er með hugann við komandi heimsmeistaramót í handbolta sem fram fer í Túnis en fagnar því að riðlakeppninni í handboltanum sé lokið. Fréttablaðið/Pjetur THEODÓR ELMAR BJARNASON Fékk fá tækifæri með KR síðasta sumar en Martin O´Neill, stjóri Celtic, segir að hann muni spila með aðalliði Celtic eftir eitt og hálft ár. Fréttablaðið/Teitur KJARTAN HENRY FINNBOGASON Sló í gegn með KR í Landsbankadeildinni í sumar. Ætlar sér að komast í aðallið Celtic eftir eitt ár. Fréttablaðið/Stefán Spænski handboltinn: Ólafur bik- armeistari HANDBOLTI Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar á Spáni, varð bikar- meistari um helgina þegar það vann góðan en erfiðan sigur á Portland San Antonio en það lið er einmitt efst í spænsku deildinni þar sem Ciudad Real er í því fjórða. Lyktir urðu 39-36 og skoraði okkar maður sex mörk, þar af tvö úr vítum. Maður leiksins var hins vegar Spánverjinn Demetrio Lozano hjá Portland, sem skoraði hvorki fleiri né færri en 17 mörk, þar af átta úr vítum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.