Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 62
30 20. desember 2004 MÁNUDAGUR Intersportdeildin í körfubolta er hálfnuð eftir leiki fimmtudagskvöldsins: Snæfell á toppnum en samt ekki á toppnum                                        "   "    #$ #  #      "                    % #    &               KÖRFUBOLTI Þrjú lið eru jöfn eftir fyrri umferð Intersportdeildar karla í körfubolta en ellefta umferð fór fram í vikunni. Snæfell, Kefla- vík og Njarðvík hafa öll sextán stig eftir 8 sigra og 3 töp í leikjum deildarinnar fyrir jól og því eru það innbyrðisviðureignir sem ættu að ráða röð liðanna í stigatöflunni í jólafríinu. Snæfellingar hafa þannig unnið réttu leikina, unnu Keflavík 87-82 í Stykkishólmi í október og urðu svo fyrstir til að vinna Njarðvík í vetur þegar þeir unnu 83-81 í Njarðvík í nóvember en Njarðvík hafði þá unnið sex fyrstu leikina sína. Hólmarar ættu því samkvæmt öllu að vera á toppnum með bestan inn- byrðisárangur í leikjum topliðanna þriggja en það er þó ekki svo. Þar sem Snæfell gerðist brot- legt við reglugerð um þátttöku fé- laga í úrvalsdeild karla með því að fara yfir launaþakið getur liðið ekki endað ofar en lið sem eru jöfn því að stigum. Í sjötta kafla reglu- gerðarinnar um viðurlög kemur eftirfarandi fram „Endi brotlega liðið með jafn mörg stig og annað skal það brot- lega teljast neðar í töflunni og inn- byrðis viðureignir ekki skipta máli.“ Fyrir vikið er það innbyrðis- leikur Keflavíkur og Njarðvíkur sem sker úr um hvort hlýtur topp- sætið og þar vann Keflavík 73-78 sigur í Njarðvík á þriðjudaginn og sendi Njarðvíkurliðið með því niður í annað sætið. Njarðvík tap- aði tveimur leikjum í þessari viku og missti þar með toppsætið til ná- granna sinna þótt mörgum þætti það í öruggum höndum Njarðvík- inga eftir átta sigra í fyrstu níu leikjunum. Til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð þurfa Hólmarar því að fá fleiri stig en öll önnur lið en það nægir hinum, fyrir utan Grindavík, að vera jöfn þeim að stigum. ■ Íshokkí: SA og SR jöfn að stigum ÍSHOKKÍ Skautafélag Akureyrar sigraði Skautafélag Reykjavík- ur um helgina, 6-5, í spennandi leik á Akureyri. Með sigrinum komust Akur- eyringarnir upp að hlið SR á toppi meistaraflokks karla með ellefu stig en SR á þó einn leik til góða. Íshokkífélag Narfa frá Hrísey hefur komið á óvart með góðu gengi og er sem stendur í þriðja sæti með tíu stig en Björninn úr Grafarvogi rekur lestina með fjögur stig og þurfa leikmenn að fara að taka sig saman í andlitinu ætli þeir sér að vera með í baráttunni í seinni hluta mótsins. ■ Einherjar: Engin verð- laun þetta árið GOLF Ekkert verður af því að þeir kylfingar sem farið hafa holu í höggi þetta árið hljóti viðurkenn- ingu vegna þess, eins og tíðkast hefur mörg síðastliðin ár. Hefur enn ekki fundist neinn styrktaraðili sem er reiðubúinn að kosta slíkt og því fellur slík af- hending niður. Um talsvert fé er að ræða enda yfir hundrað kylfingar sem fara holu í höggi á ári hverju. Venjan er að verðlauna hvern og einn en slíkt kostar skildinginn sem ekkert fyrirtæki hefur fengist til að styrkja síðan árið 2003 þegar innflytjendur áfengis- tegundarinnar Drambui hættu stuðningi sínum við Einherja, sem þeir eru kallaðir sem fara holu í höggi. ■ HLYNUR STERKUR Hlynur Bæringsson hefur verið í lykilhlutverki hjá Snæfelli í vetur. Hann skorar hér í úrslitum Hópbílabikarsins fyrr í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.