Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 68
Hjá Máli og menn-ingu er komin út í kilju Náðin eftir Linn Ull- mann í þýðingu Solveig- ar Brynju Grétarsdóttur. Johan Sletten veikist al- varlega og gerir þá sér- stakt samkomulag við konu sína. Það snýst um það að þegar hann getur ekki lengur lifað með reisn, lífið orð- ið óbærilegt og hann orðinn henni og öðrum byrði eigi hún að aðstoða hann við ákveðinn verknað að lok- um. Þegar stundin nálgast efast hann samt um hvort samkomulagið sé í rauninni einlægur vilji hans. Fyrr en varir eru hjónin komin handan þeirra marka sem þau þekkja - þar sem tungumálið leysist upp og ástin er fallvölt. 36 20. desember 2004 MÁNUDAGUR EKKI MISSA AF… … Kertaljós og klæðin rauð. Kristján Hreinsson skáld leitar að fegurð jólanna með því að rýna í nokkra íslenska jólatexta á Rás 1 klukkan 15.03. … Skáldaspírukvöldi á Kaffi Reykjavík á morgun, þriðjudag, klukkan 21.00. Benedikt S. La- fleur, Auður Jónsdóttir, Einar Már Guðmunds- son, Jón Birgir Pétursson, Huldar Breiðfjörð og Jóhanna Kristjónsdóttir lesa úr nýjum verkum sínum og Rut Gunnars- dóttir les úr nýútkomnum Maríu- sögum eftir Gunnar Dal. Þá leik- ur tónlistarbandið Hraun nokkur lög. Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór og Alda Ingibergsdóttir sópran ætla að syngja nokkur jólalög í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld og annað kvöld við píanóleik Antoniu Hevesi. „Þetta verður voða fínt og kósí hjá okk- ur,“ segir Antonia. „Við byrjuðum á því fyrir tveimur árum að vera með jólasöngva rétt fyrir jólin. Þetta er hugsað fyrir fólk sem er á verslunarrápi í miðbæ Hafnarfjarðar. Það getur komið til okkar í kirkjuna og fengið smá afslöppun, hlustað á þessa frábæru söngvara syngja í ró og næði.“ Jólatónleikarnir í Hafnarfjarðar- kirkju hefjast klukkan 20.00 bæði kvöldin. „Þetta eru frek- ar óformlegir tónleikar og standa í rúman hálftíma.“ Aðgangur er ókeypis og varla hægt að sleppa þessu tækifæri til að hlusta á Jóhann Friðgeir og Öldu syngja nokkur ljúf jólalög í miðri jóla- ösinni. Kl. 20.00 Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui halda tón- leika í Iðnó. Á efnisskrá eru íslensk, ensk og ítölsk lög, ásamt spænskum jóla- söngvum. menning@frettabladid.is Kyrrð í miðri ösinni GUNNAR KVARAN OG SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR Sónatan spannar allar rómantísku tilfinningarnar, allt frá því hugljúft og trega- blandið upp í það að vera mjög ákaft, stormasamt og átakamikið. Gunnar Kvaran og Selma Gunnarsdóttir hafa sent frá sér geisladisk sem hefur að geyma rómantískar perlur tónbókmenntanna. Rómantíkin hljómar sem aldrei fyrr á nýjum geisladiski sem hef- ur að geyma leik þeirra Gunnars Kvaran sellóleikara og Selmu guðmundsdóttur píanóleikara. Á disknum eru verk fjögurra tón- skálda frá rómantíska tímabilinu og ber þar hæst Sónötu í g-moll eftir Frederic Chopin. Önnur verk eru Waldesruhe og Rondo eftir Dvorák, Lied ohne Worte eftir Mendelssohn og Fantasiestücke eftir Schumann. Þótt diskurinn sé að koma út núna var hann tekinn upp í febrú- ar 2001. „Við ætluðum upphaflega bara að hafa stutt, rómantísk verk á disknum,“ segir Gunnar, „en á sama tíma vorum við að spila á tónleikum í Salnum þar sem við vorum með þessa yndislegu Chop- in-sónötu á efnisskránni svo við ákváðum að taka hana með og gefa hana út með þessum styttri verkum. Þegar Gunnar er spurður hvers vegna Chopin Dvorák, Mendelssoh og Schumann hafi orðið fyrir val- inu, segir hann: „Þetta voru helstu rómantísku tónskáld sinnar tíðar og við vildum hafa þau saman á einum diski.“ Verkin á nýja disknum hafa þau Gunnar og Selma öll flutt á tónleik- um, bæði í Reykjavík og úti á landi. „Við fórum, til dæmis, í nokkrar ferðir á vegum „Tónlistar fyrir alla“ og lékum fyrir mikið af skólabörnum um allt land. Það var mjög gaman að taka þátt í því verkefni. Eftir að hafa oft spilað verk á tónleikum, er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til þess að hljóðrita þau.“ En hvers vegna nákvæmlega þessi verk? „Ætli það sé ekki bara vegna þess að við Selma erum mjög róm- antísk. Við höfum spilað margar aðrar efnisskrár á tónleikum en þetta var eitthvað sem okkur lang- aði til að gera; að setja saman róm- antískar perlur fyrir þessi hljóð- færi,“ segir Gunnar og Selma bæt- ir við: „Það var alveg sérstaklega gaman að spila sónötuna eftir Chopin, því hann samdi næstum eingöngu píanótónlist, allt frá Næturljóðum upp í Píanósónötur. Þetta er eina kammerverkið hans, fyrir utan lítið tríó sem var æsku- verk. Þessi sónata spannar allar rómantísku tilfinningarnar, allt frá því hugljúft og tregablandið upp í það að vera mjög ákaft, storma- samt og átakamikið. Hún er tækni- lega mjög krefjandi fyrir bæði hljóðfærin - en það er mjög gaman að spila hana. Verkin eftir hin þrjú tónskáldin eru öll samin í kringum 1850 en það er svo skemmtilegt að þau eru svo ólík, þótt höfundarnir hafi ver- ið uppi á sama tíma. Þeir koma að tónsmíðunum á svo gerólíkan hátt að það væri aldrei hægt að rugla þeim saman. Verkin eftir Dvorák eru samin nær lokum aldarinnar. Hann skrif- aði ekki mikið fyrir selló. Þetta rondó er reyndar fyrsta verkið sem hann samdi fyrir selló. En svo trompaði hann það auðvitað seinna með því að semja sinn fræga selló- konsert. Einhver stakk upp á því að við létum diskinn heita Ljóð án orða, sem mundi passa mjög vel til þess að lýsa tónlistinni á honum.“ ■ Rómantískar perlur ! Hjá Máli og menn-ingu er komin út fjórða bók Madonnu, Abdí og hálsmen drottningar. Hálsmenið sem gull- smiðurinn Elí er beðinn um að smíða fyrir drottninguna á að skína eins og sólin og liðast eins og snákur. Abdí, lærlingurinn hans, veit að þeir hafa allt of skamman tíma til verksins en þeir leggja nótt við dag og ljúka því í tæka tíð. En þá er æv- intýrið rétt að byrja. Abdí og hálsmen drottningar er fjórða barnabók Madonnu fyrir börn á öllum aldri. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Bókin er prýdd glæsilegum myndum eftir listamennina og hjónin Olgu Dugina og Andrej Dugin. NÝJAR BÆKUR s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m Í JÓLAPAKKANN HENNAR Madrid Svart 94243 14.995,- Madrid Svart/Coffee 94283 15.995,- Yndisauki sælkeraverslun // I‹U-húsinu 2. hæ› // s. 511 8090 // www.yndisauki.is SÚPA, SALÖT, SAMLOKUR Í Yndisauka bjó›um vi› upp á tilbúna sælkerarétti, súpu, salöt og óvenju girnilegar samlokur. Hollt og brag›- gott í hádeginu og frábært á öllum ö›rum tímum dagsins! F í t o n / S Í A ■ KVIKMYNDIR  20.00 Síðasta Hvíldardagskvöld Grandrokks og Laugarásvídeós á því herrans ári 2004 verður helgað einhverjum mesta raf- gítarleikara allra tíma, Jimi Hendrix. Sýndar verða fjórar heimildar- og tónleikamyndir á Grand Rokk. ■ TÓNLEIKAR  20.00 Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui halda tónleika í Iðnó. Á efnisskrá eru íslensk, ensk og ítölsk lög, ný og gömul, ásamt spænskum jólasöngvum.  20.00 Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenór, Alda Ingibergsdóttir sópran og Antonia Hevesi píanó- leikari flytja jólasöngva í Hafnar- fjarðarkirkju. Aðgangur er ókeypis.  21.00 Kertaljósatónleikar kammer- hópsins Camerarctica verða í Kópavogskirkju. Þau Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Ármann Helgason, klarinett, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla og Sig- urður Halldórsson, selló, flytja ljúfa tónlist eftir Mozart. ■ FYRIRLESTRAR  13.00 Cédric F.V. Hobel MSc. Bio- tech ver doktorsritgerð sína um fjölbreytileika hitakærra örvera og gena í Hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Mánudagur DESEMBER JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON TENÓR ALDA INGIBERGSDÓTTIR SÓPRAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.