Fréttablaðið - 21.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 21.12.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR BEÐIÐ Í MORGUNSÁRIÐ Klukkan sjö í morgunsárið er sérstök helgistund í Grafarvogskirkju. Morgunstundin saman- stendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn. Hún tekur um tíu til fimmtán mínút- ur. Hafir þú ekki stigið úr rekkju þegar þú sérð þetta gætir þú náð morgunstund á morgun eða að morgni Þorláksmessu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 21. desember 2004 – 349. tölublað – 4. árgangur EKKI FORGANGSVERKEFNI For- svarsmaður hljómlistarmanna segir tónlist- arflutning í Sjónvarpinu hafa dregist saman. Því mótmælir framkvæmdastjóri Sjónvarps- ins. Sjá síðu 2 HVÍT JÓL UM ALLT LAND Siggi stormur segir að samkvæmt spám megi bú- ast við hvítum jólum um allt land og falleg- um snjó á aðfangadagskvöld. Sjá síðu 4 BOÐ TIL FISCHERS STENDUR Stjórnvöld ætla ekki að verða við beiðni Bandaríkjamanna um að draga til baka landvistarleyfi til handa skákmeistaranum Bobby Fischer. Sjá síðu 6 FÉLAGSLEGT HLUTVERK Í FRAM- TÍÐINNI Uppgreiðslan hjá Íbúðalánasjóði nemur um 70 milljörðum króna. Takmark- aðar upplýsingar eru um það hvernig Íbúðalánasjóður hyggst mæta þessum upp- greiðslum. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SKAMMVINN HLÝINDI Í DAG Með skúrum eða slydduéljum. Snarkólnar í nótt og mjög kalt verður næstu daga með éljum hér og hvar. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Árásin á Ásláki: Laus úr haldi DÓMAMÁL Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Lofti Jens Magnússyni, sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafði úr- skurðað í varðhald til 27. janúar. Loftur Jens veitti Ragnari Björns- syni hnefahögg fyrr í mánuðinum á veitingastaðnum Ásláki í Mos- fellsbæ með þeim afleiðingum að Ragnar lést. Hæstiréttur segir sterkan grun leika á að Loftur Jens hafi gerst sekur um að hafa slegið manninn. Allmargir urðu vitni að högginu og er því lýst í skýrslum lögreglu að sá sem sló Ragnar hafi verið í jólasveinabúningi en þannig var Loftur klæddur þegar atvikið varð. Þótti Hæstarétti lögreglan ekki hafa fært fram viðhlítandi rök fyrir því að hafa Loft áfram í gæsluvarðhaldi með tilliti til al- mannahagsmuna og því ekki næg efni til að verða við kröfu um framlengingu varðhaldsins. - hrs Jólabókasalan: Minna vægi BÓKASALA Bókaútgefendur eru á einu máli um að bókasalan sé betri í ár en fyrir jólin í fyrra. Þeir eru einnig sammála um að salan dreifist á fleiri titla en áður enda þótt Kleifarvatn Arn- aldar Indriða- sonar sé í algjör- um sérflokki. Bókin verður að líkindum sölu- hæsta jólabók sögunnar. Þótt jólaver- tíðin sé upp- gripatími í bóka- sölu hefur vægi hennar minnkað að sögn forleggjara. Bókasala hef- ur jafnast yfir árið, ekki síst vegna aukinnar kiljuútgáfu og símasölu. Stærri forlög eru síður upp á jólavertíðina komin og þan- nig telur forstjóri Eddu smásölu nóvember og desember einungis nema fimmtungi af heildarveltu fyrirtækisins. Sjá síðu 22 HEILBRIGÐISMÁL Margþættur sam- dráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. „Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur,“ sagði Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi. „Samdrátt- urinn er orðinn staðreynd.“ Innlagnir á ári hafa verið 2.400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir hafa verið mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. „Þeirri þjónustu verður hætt,“ sagði Þórarinn. Um 1.500 einstak- lingar hefðu nýtt sér þá þjónustu á ári. „Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim fjörutíu sem þegar eru komnir í þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi með- ferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn.“ Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeð- ferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ári tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferð- inni. „Við heyrðum að heilbrigðis- ráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með sex millj- ónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónum fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu.“ Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri einstaklingar en sextán ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurs- hópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. „Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráð- gjafar ríkisstjórnarinnar í þess- um málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera ábyrgð á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla,“ sagði Þórarinn. „Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starf- semi og breyttum kostnaðarlið- um. Þá virðist allt standa fast.“ jss@frettabladid.is TOLLURINN Starfsmenn Tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli hafa á þessu ári tekið nokkrar sending- ar með nokkur hundruð kílóum af falsaðri merkjavöru, m.a. fatnaði, hljómdiskum og blekhylkjum. Varan var haldlögð, málin kærð og eru þau í rannsókn. Guðbjörn Guðbjörnsson, deild- arstjóri í fraktdeild, segir að und- anfarin tvö ár hafi staðið yfir átak gegn innflutningi af þessu tagi. Þetta sé litið alvarlegum augum en fólk geri sér oft ekki grein fyr- ir því að þarna sé um þjófnað að ræða. Þegar fölsuð merkjavara sé flutt inn séu brotin hegningarlög, hugverkaréttur og tollalög. „Neytendur gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru að kaupa köttinn í sekknum þegar þeir borga stórfé fyrir hrikalega lélega vöru. Menn þurfa að vera á varðbergi gagnvart svona fölsun- um,“ segir Guðbjörn og bendir fólki á að kynna sér málið ef það er í vafa, t.d. með því að hafa samband við rétta innflytjand- ann. „Það er um að gera að láta lög- reglu og okkur vita ef fólk verður vart við svikna vöru,“ segir hann. - ghs ● aðstoðarmenn á mývatni Fær yfir þúsund bréf Jólasveinninn: ▲ SÍÐA 62 ● heilsa ● jólin koma Marta Nordal: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 3 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 102001 KATRÍN SÓL HÖGNADÓTTIR OG ÁRNI ÞORSTEINSSON Margir voru með tárvota brá á minningarstund sem var haldin í Norðfjarð- arkirkju til að minnast þeirra sem létust í snjóflóðunum fyrir þrjátíu árum. Katrín Sól og Árni styrktu hvort annað á kirkjutöppunum í gær- kvöld en Katrín missti föður sinn í snjóflóðunum en Árni var grafinn í fönn í nítján klukkustundir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A Hluti af starfi SÁÁ í uppnámi Hluti af starfsemi SÁÁ er í uppnámi um áramót. Ljóst er að innlögnum verður fækkað, bráðaþjónustu verður hætt og ekki tekið við fleiri sjúkling- um í viðhaldsmeðferð ópíumfíkla. Staðreynd, segir yfirlæknirinn á Vogi. Tollgæslan: Hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru Jólin eru drengjakórar 01 Forsíða 20.12.2004 21:48 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.