Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 4
4 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR FLUG Bókuð flugför hjá Flugfélagi Íslands eru aðeins færri í ár en í fyrra. Árni Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að salan sé oft misjöfn milli jóla og velti mikið á hvort það séu branda- jól eða ekki og í ár sé jólafríið til að mynda stutt. „Það sem af er desember eru um það bil 4.500 manns með bókað flug- far, sem er litlu færra en í fyrra.“ Árni segir að hefð sé fyrir því að umferð sé meiri út á land en til Reykjavíkur fram að jólum en það snúist jafnan við á annan í jólum. „Fæstir sem fljúga um jólin eru að ferðast í viðskiptaerindum. Yfirleitt er fólk að heimsækja vini og vanda- menn úti á landi yfir hátíðirnar.“ Að sögn Árna bóka um 60 pró- sent farþega flugfar sitt á netinu. „Ætli heildarsala flugfara á árinu nemi ekki 1,4 milljörðum króna á árinu. Við fórum yfir 1,3 milljarða í byrjun desember og seljum að jafn- aði fyrir um rúmlega hundrað millj- ónir á ári.“ - bs Hvít jól um allt land Siggi stormur segir að samkvæmt spám megi búast við hvítum jólum um allt land og fallegum snjó á að- fangadagskvöld. Séra Vigfúsi Þór Árnasyni finnst alltaf hátíðlegt þegar jörð er hvít um jól en minnir á að það er alltaf gott veður þegar klukkan slær sex á aðfangadag. JÓLASNJÓR „Spár hafa hægt og síg- andi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki,“ segir Sigurður Ragn- arsson veðurfræðing- ur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlý- indi í dag muni snögg- kólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. „Frostið verður senni- lega á bilinu tíu til tutt- ugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til lands- ins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum.“ Sigurður segir að á að- fangadagskvöld sé jafn- vel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. „Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frost- laust með suðurströnd- inni.“ Séra Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagn- ar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jól- unum. „Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskap- lega falleg. Ég held að Ameríkan- inn myndi gera mikið til að fá svona „White Christmas“ eins og segir í laginu.“ Vigfús segir að gott veður á jól- unum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. „Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá him- ins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð.“ Séra Vigfús telur að veðurfar- ið hafi ekki mikil áhrif á kirkju- sókn um jólin. „Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttset- ið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar.“ bergsteinn@frettabladid.is Franskur saksóknari: Stal greiðslu- korti kollega PARÍS, AP Frönsk yfirvöld rannsaka mál saksóknara þar í landi sem er grunaður um að hafa stolið greiðslu- korti þýsks starfsbróður síns og notað það til að greiða fund með vændiskonu. Saksóknarinn er grunaður um að hafa stolið kortinu á ráðstefnu evr- ópskra saksóknara í maí og greitt vændiskonu með því 9 til 27 þúsund krónur. Frönsk yfirvöld hafa ekki ákveðið hvort saksóknaranum verði vikið úr starfi en málið þykir hið vandræðalegasta, ekki síst í ljósi þess að á ráðstefnunni hafði sak- sóknarinn flutt fyrirlestur um nokk- ur grundvallaratriði í siðfræði. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ætlarðu að strengja áramótaheit? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við að engin undankeppni verði hér heima fyrir Eurovision? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 73,8% 26,2% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Sænska ríkislyfjaverslunin: Koss í þágu tannhirðu SVÍÞJÓÐ, AP Apoteket, lyfjaverslun sænska ríkisins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að standa fyrir atlögu að heimsmetinu í kossi. Markmiðið er að hvetja Svía til að hugsa meira um tennurnar í sér, að sögn Anders Carsten, verk- efnisstjóra Apoteket: „Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir tann- hirða miklu máli þegar fólk kyss- ist.“ Núverandi heimsmet er 30 klukkustundir, 59 mínútur og 27 sekúndur. Apoteket ætlar að aug- lýsa eftir áhugasömum pörum. Þau fá kossaþjálfun og leiðsögn í góðri tannhirðu. ■ ÓHAPP EFTIR GLÆFRAAKSTUR Sautján ára piltur meiddist minniháttar eftir glæfralegan akstur á Selfossi í gær. Pilturinn ók öðrum bílnum af tveimur sem ekið var í einhvers konar kapp- akstri þegar óhappið varð. Bíll hans hafnaði á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Pilturinn fékk læknisaðstoð á heilsugæslustöð- inni á Selfossi. HEIMILD: VEÐURSTOFA ÍSLANDS VEÐRIÐ UM JÓLIN Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár . GENGIÐ FRÁ BORÐI Um 4.500 manns eiga bókað flugfar það sem eftir lifir desembermánuð. Áætlunarflug um jólin: Færri bókanir en í fyrra FÖNN YFIR BORG Sigurður segir spár benda til þess að fallegur jólasnjór verði víða um land. SÉRA VIGFÚS ÞÓR Þegar jólin ganga í garð gleymir maður hvort jörð er hvít eða rauð. Evrópusambandið: Leggja til tolla á lax BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja til við ráðherraráð ESB að haldið verði áfram verndarað- gerðum vegna innflutnings á eld- islaxi til Evrópusambandsríkja. Frá þessu er greint í Stiklum utanríkisráðuneytisins, en stjórn- völd hafa ítrekað mótmælt því að gripið verði til slíkra aðgerða sem hamli viðskiptum á Evrópska efnahagssvæðinu. ■ 04-05 20.12.2004 21:39 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.