Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 8
8 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR JÓL Í ÍRAK Það er jólaös í Bagdad sem annars staðar. Átta hundruð þúsund Íraka eru kristnir og halda að sjálfsögðu upp á fæðingu frelsar- ans þótt vissulega eigi þeir undir högg að sækja vegna ástandsins í Írak. SAMGÖNGUR Talsmaður British Airways segir vinnureglu að við- hafa ítrustu varúðarráðstafanir þegar eitthvað bregður út af í flugi hjá félaginu og því hafi nokkur viðbúnaður verið á Heat- hrow-flugvelli síðasta föstudags- kvöld vegna vélar sem í voru ís- lenskir þingmenn og ráðherra. „Flugáhöfnin í flugu BA735 frá Genf til London varð vör við raf- magnsbrunalykt í stjórnklefan- um. Til öryggis var slökkvilið kallað til og látið mæta vélinni,“ sagði Anthony E. Cane, upplýs- ingafulltrúi British Airways, og bætti við að þar væri um að ræða staðalviðbrögð. Hann tók fram að vélin hefði lent heilu og höldnu, en yrði vandlega yfirfarin áður en hún færi í loftið aftur. Björgvin G. Sigurðsson, einn íslensku þingmannanna sem um borð voru, sagði farþega hafa fengið litlar sem engar upplýsing- ar um atvikið frá British Airways og furðaði sig nokkuð á því þar sem nokkrum hefði verið brugðið. Auk Björgvins voru í vélinni Sig- urður Kári Kristjánsson, Birkir Jón Jónsson, Bryndís Hlöðvers- dóttir, Gunnar I. Birgisson og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. - óká Félagslegt hlut- verk í framtíðinni Uppgreiðslan hjá Íbúðalánasjóði nemur um 70 milljörðum króna. Takmark- aðar upplýsingar eru um það hvernig Íbúðalánasjóður hyggst mæta þessu. FJÁRMÁL Uppgreiðslan hjá Íbúða- lánasjóði nemur um 70 milljörð- um króna, tæpum þriðjungi af lánum sjóðsins. Ef uppgreiðslan heldur áfram með sama takti og hingað til má búast við að helm- ingurinn hafi verið greiddur upp síðla árs 2005. Guðbjörg Anna Guðmunds- dóttir, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka, telur að Íbúðalána- sjóður muni í framtíðinni frekar sinna félagslegu hlutverki en að vera virk- ur í samkeppni á almenn- um lánamarkaði. Hann sinni þá lánveitingum til aðila sem bankarnir sinna ekki, til dæmis úti á landi sem og vegna félagslega kerfisins. Búist er við töluverðri umræðu og hræringum varðandi hlutverk Íbúðalánasjóðs á næstu mánuðum. „Mér þykir ekki ólík- legt að það verði á endanum þannig. Það er pólitísk ákvörðun hvort menn vilja hafa þennan sjóð inni á markaðnum eða ekki,“ segir hún. Uppgreiðslur hjá Íbúðalána- sjóði eru mjög miklar og miklu meiri en var gengið út frá þegar farið var út í skipti á skuldabréfa- útgáfu sjóðsins í sumar. Guðbjörg Anna áætlar að uppgreiðslan nemi nú þegar um 70 milljörðum króna, en þar af eru 40 milljarðar sem sjóðurinn getur ekki mætt með aukaútdrætti húsbréfa á markaði. Ætla má að uppgreiðslur hafi numið 10-20 milljörðum á mánuði frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðalán á sambærilegum kjörum og Íbúðalánasjóður. Hægi ekki á gæti stefnt í vandræði hjá sjóðnum. Takmarkaðar upplýsingar eru um það hvernig Íbúðalánasjóður hyggst mæta þessum uppgreiðsl- um. ghs@frettabladid.is Asískir fuglar og egg: Innflutning- ur bannaður HEILBRIGÐISMÁL Embætti yfirdýra- læknis hefur framlengt bann við innflutningi frá Asíu vegna fuglaflensu. Bannað er að flytja til landsins lifandi fugla, frjóegg og hráar afurðir alifugla frá Kína, Taílandi, Suður-Kóreu, Malasíu, Ví- etnam, Japan, Kambódíu, Indónesíu, Laos, Pakistan og Hong Kong. Bannið er sagt sett með vísan til þess að ekki liggi fyrir upplýs- ingar frá dýrasjúkdómayfirvöldum landanna um upprætingu á fuglaflensu. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa uppi viðbúnað vegna hættu á farsótt upp úr fuglaflensu. - óká Útskrift í Borgarholtsskóla: Allir fengu hýasintu MENNTAMÁL Tæplega 90 nemendur voru útskrifaðir frá Borgarholts- skóla um helgina. Fengu allir hý- asintu við útskriftina í tilefni jól- anna. Fjölmargir nemendur fengu verðlaun fyrir góðan námsárang- ur. Í ræðu sinni til útskriftarnema sagði Ólafur Sigurðsson skóla- meistari að í menntun eigi að felast góður skilningur, gott handverk og gott hjartalag. Vonaðist hann til að skólinn hefði lagt sitt af mörkum í þeim efnum. Hann hvatti nemend- ur til að efla ekki aðeins bóklega og verklega kunnáttu heldur gefa lífinu einnig gildi með trú á hið góða í hverjum einstaklingi. ■ jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Þú finnur jólagjöf veiðimannsins í versluninni Útilíf Glæsibæ. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ TÍMAMÓT Fjölmargir nemendur fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Flugatvik vélar British Airways á Heathrow-velli: Viðbúnaðurinn vegna rafmagnsbrunalyktar Á HEATHROW-FLUGVELLI Nokkur viðbúnaður var viðhafður þegar brunalykt fannst í stjórnklefa flugvélar Brit- ish Airways á leið frá Genf, skömmu fyrir lendingu á Heathrow-flugvelli í Englandi. GUÐBJÖRG ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Uppgreiðslan hjá Íbúðalánasjóði er áætluð um 70 milljarðar króna, þriðj- ungur af lánum sjóðsins. Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka, telur að Íbúðalánasjóður muni í framtíðinni sinna félagslegu hlutverki. 08-09 20.12.2004 20:03 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.