Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 14
14 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Sameinuðu Þjóðirnar gagnrýndu í dag stjórn Serbíu fyrir að hvetja minnihluta Serba í Kosovo til að sniðganga stjórn- kerfið í héraðinu. Larry Rossin, varalandstjóri Sameinuðu þjóð- anna í Kosovo segir að Serbar geti einungis bætt hlut sinn með því að hætta að sniðganga stofnanir hér- aðsins. Rossin lét þessi orð falla eftir fund með Nebosja Cosic, fulltrúa Serbíustjórnar. Samein- uðu þjóðirnar hafa farið með yfir- stjórn Kosovo síðan 1999 en Kosovo-Albanar, sem eru 90% íbúanna, hafa í sívaxandi mæli tekið við stjórninni. Formlega heyrir Kosovo enn undir Serbíu- Svartfjallaland. Serbar hafa snið- gengið stjórn og stofnanir Kosovo frá því í kosningum 23. október. Ramush Haradinaj varð forsætis- ráðherra í kjölfarið en hann hefur verið sakaður um stríðsglæpi í átökum Albana og Serba 1998- 1999. Tugir þúsunda Serba flúðu Kosovo í kjölfar átakanna eftir hefndarárásir Albana en tíu þús- und Kosovo-Albanir létust í átök- unum fyrir fimm árum. - ás Rússland ekki lengur frjálst Bandaríska stofnunin Freedom House hefur fellt Rússland úr flokki frjálsra ríkja í fyrsta sinn síðan á dögum Sovétríkjanna vegna samþjöppunar valds í höndum Pútíns forseta og ofsókna gegn fjölmiðlum. STJÓRNMÁL Freedom House, virt bandarísk stofnun sem fylgist með þróun pólitískra réttinda og almenningsfrelsis, tilkynnti í gær að Rússland hefði verið fellt úr flokki „frjálsra“ ríkja í heiminum í árskýrslu stofnunarinnar. Jenni- fer Windsor, forstjóri Freedom House, segir að Rússland fylli nú flokk ófrjálsra ríkja: „Rússland stígur skref aftur á bak og færist niður í flokk ófrjálsra ríkja. Pútín forseti hefur í sívaxandi mæli þjappað valdi í sínum eigin hönd- um, ofsótt og hótað fjölmiðlum og fært lögregluna undir pólitíska stjórn.“ Windsor segir að hættuleg þró- un í átt til alræðisvalds sé nú í Rússlandi: „Það er enn meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þessu en ella, vegna afskipta Pútíns forseta af stjórnmálum ná- grannaríkjanna á borð við Úkra- ínu.“ Freedom House telur að al- mennt séð hafi stjórnmálafrelsi aukist í heiminum á árinu 2004. Framfarir urðu í tuttugu og sex löndum en afturför í ellefu. 46 prósent hinna 192 ríkja heims töldust frjáls, tuttugu og sex pró- sent ófrjáls en afgangurinn að- eins að hluta til frjáls. Harðstjórn er talin mest í átta ríkjum. Þau eru: Búrma, Kúba, Líbía, Norður-Kórea, Sádi-Arabía, Súdan, Sýrland og Túrkmenistan. Freedom House bendir sér- staklega á að lýðræði hafi vaxið ásmegin í Georgíu og Úkraínu þar sem mótmæli almennings hindruðu kosningasvindl. Stofn- unin sér nokkur merki þess að frelsi sé að aukast í Mið-Austur- löndum, sérstaklega Norður-Afr- íku og almennt séð í íslömskum ríkjum. „Þótt framfarir hafi ekki orðið nægar í neinu arabaríki til þess að þau færist upp um flokk, hafa hóflegar framfarir í frelsisátt orðið í Egyptalandi, Jórdaníu, Marokkó og Katar,“ segir í skýrslu Freedom House. Stofnunin segir að fall Rúss- lands niður úr flokki frjálsra í ófrjálsra ríkja í fyrsta skipti frá hruni Sovétríkjanna 1991 sé „af- drifaríkasta þróun ársins í stjórn- málum“. a.snaevarr@frettabladid.is Spánn: 28 létust í umferðinni SLYS Tuttugu og átta létust í um- ferðarslysum á Spáni um helg- ina eftir því sem spænska sam- gönguráðuneytið skýrði frá í gær. Dauðaslysin urðu í alls tuttugu og fjórum slysum frá aðfararnótt laugardags til mið- nættis á sunnudagskvöld. Að auki slösuðust tuttugu og níu. Flestir létust á sunnudag, eða alls sextán. Fimm þúsund og fimm hundruð látast í spænsku umferðinni á ári hverju. Næsta sumar verður tekið upp punkta- kerfi, svipað því sem þekkist á Íslandi, í tengslum við ökurétt- indi á Spáni. ■ Jólagjöf til þín Jólagjöfi þín Það er sælla að gefa en þiggja, þess vegna höfum við hjá Ömmubakstri ákveðið að bæta við einni flatköku í pakkana hjá okkur yfir jólin, þannig að þegar þú opnar flatkökupakka næst, þá færðu fimm flatkökur í staðinn fyrir fjórar. Svo viljum við óska öllum landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsælls komandi árs. Starfsfólk Ömmubaksturs Björk tilvalin í hlutverk lyga- dvergsins „Stór mynd um litla konu“ – hefur þú séð DV í dag? S kó la vö rð us tí g 2 • S ím i 5 5 2 1 7 0 0 Lögreglan í Reykjavík: Leitar vitna LÖGREGLA Lögreglan leitar að þeim sem olli tjóni á rauðri Opel Astra bifreið á Frakkastíg við Njálsgötu einhvern tímann frá klukkan hálf tíu síðasta laugardagskvöld til klukkan tíu á sunnudagsmorgun. Viðkomandi og vitni að árekstrinum eru beðin um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar. Ekið var á vinstra afturhorn bifreiðarinnar sem hef- ur bílnúmerið TX-287. - hrs SJÁVARÚTVEGUR Starfsfólki í land- vinnslu Brims á Akureyri hefur síðan í haust fjölgað um nálægt fimmtán manns, að því er fram kemur á vef útgerðarinnar. Ýsu- vinnslan færðist frá Grenivík til Akureyrar og það segir Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, rekstrar- stjóri landvinnslu, hafa kallað á aukinn mannskap. Sett var upp sérstök vinnslulína fyrir ýsuna þar sem unnin eru um 8 til 10 tonn á dag. Ekki verður unnið milli jóla og nýárs hjá Brimi, en fyrirséð að nóg verði að gera alveg fram á Þorláksmessu. Vinnsla hefst aftur 3. janúar. Alls starfa um 115 manns í vinnslunni á Akureyri, en um 130 með ræstinga- og viðhaldsfólki. - óká Brim á Akureyri: Fjölgun í landvinnslu Kosovo: Serbar sniðganga ráðherra RAMUSH HARADINAJ Serbar sniðganga stofnanir Kosovo í mót- mælaskyni við að Haradinaj, meintur stríðsglæpamaður, var skipaður forsætis- ráðherra fyrr í þessum mánuði. ÖRYGGI Í ÁTTATÍU OG FJÖGUR ÁR Vladimir Pútín forseti sótti á sunnudag áttatíu og fjögurra ára afmælishátíð öryggissveita Rússlands sem lengst af gengu undir nafninu KGB. Pútín, sem er sjálfur fyrrverandi höfuðsmaður í KGB, er sagður bera ábyrgð á falli Rússlands úr flokki frjálsra ríkja. M YN D /A P 14-15 20.12.2004 20:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.