Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 22
22 Markaðsvæðing tilfinninga VIÐSKIPTI MEÐ EGG ÚR KONUM SPURT OG SVARAÐ: Nýkvæntum 23 ára gömlum Úkraínu- manni var vísað úr landi í lok nóvember þar sem hann hafði dvalið ólöglega á landinu um hríð. Maðurinn sótti um makaleyfi í maí, skömmu eftir að hann kvæntist íslenskri konu. Útlendinga- stofnun synjaði manninum um leyfið eftir að hann hafði ekki lagt fram um- beðin gögn. En hvað þurfa útlendingar að gera áður en sótt er um slíkt leyfi? Umsókn um fyrsta dvalarleyfi að- standanda í samfelldri dvöl skal hafa verið samþykkt áður en útlendingur kemur til landsins. Frá þessu má víkja ef umsækjandi um dvalarleyfi er maki eða sambúðarmaki íslensks eða nor- ræns ríkisborgara eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu. Einnig má víkja frá þessu ef um er að ræða barn íslensks, norræns ríkisborgara eða útlendings sem dvelst löglega í landinu. Útlendingur sem sækir um dvalarleyfi skal sýna fram á að framfærsla hans sé trygg þann tíma sem hann sækir um að fá að dvelja hér á landi. Lág- marksframfærsla einstaklings er rúmar 77.000 krónur en lágmarksframfærsla fjögurra manna fjölskyldu er rúmar 150.000 krónur. Umsækjandinn þarf að sýna fram á það með launaseðlum síð- ustu þriggja mánaða og/eða afriti af síðustu skattskýrslu að hann geti full- nægt lágmarksframfærslukröfum. Útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í sex mánuði eða lengur verður að sýna fram á að hann hafi tryggt húsnæði. Hann skal leggja fram þinglýstan leigu- samning eða kaupsamning til sönnunar á heimild til búsetu í viðkomandi hús- næði. Sýna verður fram á að viðkomandi sé sjúkratryggður. Leggja verður fram tryggingarskírteini um sjúkratryggingu að lágmarki tvær milljónir króna frá vátryggingafélagi með starfsleyfi hér á landi. Allir umsækjendur þurfa að leggja fram sakavottorð. Það verður að vera frá því landi er umsækjandi hefur dval- ið í síðastliðin fimm ár. Sakavottorðið verður að vera í frumriti og þýtt af lög- giltum skjalaþýðanda. Umsækjanda ber að gera grein fyrir því hvort megin- tilgangur dvalar sé atvinnuþátttaka, nám eða fjölskyldusameining. Gera verður grein fyrir því og leggja fram viðeigandi gögn því til staðfestingar. Dvalarleyfi vegna vinnu eru algengasta tegund þeirra leyfa sem sótt er um hér á landi en umsóknum um aðstand- endaleyfi fjölgar ört. Umsóknir um níu- tíu prósenta umsækjenda eru sam- þykktar. Umsóknum um makaleyfi fjölgar mikið GREINING - DVALARLEYFI 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR BÓKASALA Bókaútgefendum ber saman um að bókasala sé með besta móti þetta árið. Hins vegar skiptir jólavertíðin ekki jafn miklu máli fyrir afkomu þeirra og áður þar sem sala á bókum er orð- in mun dreifðari yfir árið. Þetta árið eru 649 titlar aug- lýstir í Bókatíðindum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefa út, en 38 útgáfur eiga aðild að sam- tökunum. Vísast er handagangur í öskjunni á flestum þessara for- laga enda er samkeppnin hörð að venju. Þeir forleggjarar sem Fréttablaðið ræddi við voru sam- mála um að allt útlit væri fyrir meiri uppgrip í bókasölunni þetta árið en í fyrra. Auk þess telja þeir að salan sé jafnari en oft áður og dreifist á fleiri titla. Kleifarvatn Arnaldar Indriðasonar er þó í algerum sérflokki því bókin virð- ist ætla að seljast í ríflega 20.000 eintökum en aldrei hefur inn- bundin bók selst í fleiri eintökum á einni vertíð. Á sama tíma og jólabækurnar rokseljast hefur vægi þeirra í af- komu útgáfanna minnkað. Þetta er einkum raunin hjá stærri for- lögunum. Þannig telja forsvars- menn JPV útgáfu að jólaveltan nemi um 60-65 prósentum af árs- veltunni og hjá Eddu er hlutfallið ennþá lægra, í kringum tuttugu prósent. Að sögn Páls Braga Kristjónssonar, forstjóra Eddu út- gáfu, er ástæðan mikil aukning í sölu á stærri ritverkum sem seld eru beinni sölu, einkum í gegnum síma. Salan í nóvember og desem- ber er þó eftir sem áður þýðingar- mikil fyrir gróandann í bók- menntunum því á þessum tíma geta nýir rithöfundar helst komið sér á framfæri. Egill Örn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu, telur aftur á móti að vöxt- ur í útgáfu pappírskilja sé megin- skýringin á þessari þróun. sveinng@frettabladid.is FYRIR UTAN ÚTLENDINGASTOFNUN Umsóknum um aðstandendaleyfi fjölgar ört. Viðskipti með egg úr konum hafa verið til umræðu eftir að frjógvunar- fyrirtækið Art Medica tilkynnti að það myndi greiða konum fyrir egg sín, en mikill skortur mun vera á þeim. Land- læknir segir málið vera á gráu svæði. Fréttablaðið spurði Bryndísi Valsdóttur siðfræðing álits. Eru viðskipti með egg úr konum sið- ferðislega réttlætanleg? „Mér finnst það ekki. Það er til dæmis eðlismunur á eggjagjöfum annars vegar og sölu hins vegar. Hugsanlega má réttlæta eggjagjafir rétt eins og líf- sýnagjöf. Með sölu á eggjum getur það gerst að samþykki einstaklingsins verði ekki fyllilega óþvingað. Til dæm- is má líta á bág kjör sem hvata til að láta undan freistingunni um að selja hluta af sjálfum sér.“ Er hægt að draga mörkin við hvað er réttlætanlegt að selja? „Það fer eftir því hvort það sé stigs- eða eðlismunur á því sem er borið saman. Ef það er eðlismunur milli tveggja hluta er hægt að draga ákveð- in mörk og færa rök fyrir því. Það er hins vegar aðeins stigs- en ekki eðlis- munur á því að selja egg úr mann- eskju eða gerast leigumóðir. Við slíkar aðstæður er erfiðara að draga mörkin. Næsta skref gæti eins verið að konur gerist leigumæður og þá er hætta á að fólk sé farið að selja tilfinningar sínar án þess að gera sér fyllilega grein fyrir hvað í því felst. Við slíkar aðstæður eru tilfinningar orðnar eins og hver önnur markaðsvara.“ EGILL ÖRN JÓHANNSSON Vandasamt val „Mín tilfinning er sú að þetta séu prýðisjól, við erum að gera betur í ár en í fyrra,“ segir Egill Örn Jóhanns- son, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann segir söluna vera dreifðari en oft áður. „Þetta sér maður þegar list- arnir eru bornir saman á milli vikna því þeir eru svo ólíkir.“ Egill segir vægi jólasölunnar fara minnkandi, desemberveltan sé nú 60-65 prósent af ársveltunni. „Engu að síður er þetta sá árstími sem sker úr um afkomu fyrirtækjanna.“ Það er vandasamt að velja hvaða bækur eru teknar til útgáfu og segir Egill erfitt að spá fyrir um hverjar muni seljast. Hann hafnar því hins vegar að eingöngu söluvænlegustu titlarnir séu gefnir út. „Langt í frá, ef maður gæfi einungis út þær bækur sem maður teldi að yrðu metsölurit yrði útgáfan heldur rýr og forlagið færi fljótt á hausinn.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HRANNAR B. ARNARSSON Arnaldur í sérflokki „Þetta er auðvitað mjög mikilvægur tími fyrir alla en hins vegar hefur salan hjá Eddu alltaf verið jöfn yfir árið. Því eru jólin minni partur af kökunni hér en víða annars staðar,“ segir Hrannar B. Arnarsson, markaðsstjóri Eddu. Í svipaðan streng tekur Páll Bragi Krist- jónsson forstjóri, sem telur að þrátt fyrir góða bóksölu sé hluti jólavertíðar- innar aðeins tuttugu prósent af heild- arveltu fyrirtækisins. Hrannar segir ljóst að bækur Arnaldar Indriðasonar og Guðrúnar Helgadóttur séu í sérflokki. Kleifarvatn virðist ætla að seljast í 20.000 eintökum en aldrei hefur bók selst svo vel á einni jólavertíð. Að- spurður hvort útnefna ætti gullbækur líkt og plötuútgefendur gera segir Hrannar að Íslensku bókmenntaverð- launin þjóni að sumu leyti sama til- gangi. „Við höfum hins vegar nálgast þetta út frá gæðum frekar en magni.“ ÍVAR GISSURARSON Rússnesk rúlletta Bókaútgáfan Skrudda er smá í snið- um og er háðari góðri afkomu um jólin er stærri forlög. „Jólavertíðin er í raun fáránlega stór hluti af veltunni, kannski um 75 prósent. Það er allt undir,“ segir Ívar Gissurarson, annar eigenda hennar. Hann er ánægður með útkomuna þessi jólin en ekki er langt síðan forlagið breytti um áhersl- ur og tók að gefa út vinsælli bækur meðfram metnaðarfyllri og dýrari verkum. „Maður verður að græða ein- hverja peninga til að geta haldið úti slíkri útgerð. Það er hins vegar ekki alltaf á vísan að róa í þessum efnum, bókaútgáfa er nánast eins og rúss- nesk rúlletta.“ Ívar segja skipta sköpum fyrir af- komuna að eigendurnir tveir gangi sjálfir í öll verk. „Eins og ágætur mað- ur orðaði það, þetta er fínt upplegg á fyrirtæki, það er bara yfirbygging.“ GLEÐILEG BÓKAJÓL Bókaútgefendur eru hæstánægðir með söluna fyrir jólin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Vægi jólabókasöl- unnar fer dvínandi Allt bendir til að bóksala sé væn þessi jólin og því fagna útgefendur mjög. Þeir eru hins vegar sammála um að vægi jólavertíðinar hafi dvínað síðastliðin ár. 22-23 (360) 20.12.2004 20:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.