Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 25
neyðarhemill yrði byggður inn í ferlið; ef til bakslags kæmi hvað varðar réttarríkisreglur eða mannréttindi í Tyrklandi yrði taf- arlaust hlé gert á aðildarviðræð- unum. Í samþykkt ESB-leiðtoganna frá því á föstudag er tekið fram að í boðinu um að hefja aðildarvið- ræður felist ekki skuldbindandi fyrirheit um að þeim muni lykta með inngöngu. Í sjónvarpsviðtali fyrir leiðtogafundinn lét Chirac Frakklandsforseti þess getið að þó hann styddi aðildarviðræður af heilum hug gæti hvaða ESB-land sem er hafnað inngöngunni þegar þar að kæmi, og hann áskildi frönsku þjóðinni rétt til að eiga síðasta orðið. Krafa Tyrkja: „Fær leið“ Hvað sem fyrirvörum Evrópubúa líður eru Tyrkir almennt mjög áhugasamir um að verða viður- kenndir sem fullgildir jafnokar Evrópuþjóðanna sem fyrir eru í ESB. Skoðanakannanir sýna að yf- irgnæfandi meirihluti Tyrkja styður stefnuna á ESB-aðild, um 75% að meðaltali. Mestur er ESB- áhuginn meðal Istanbúlbúa og annarra íbúa Vestur-Tyrklands. Hann er jafnframt meiri meðal yngri kynslóðarinnar en eldra fólks. Tyrklandsstjórn lítur svo á að innganga í ESB jafngildi því að hrinda að fullu í framkvæmd stefnu ríkisstofnandans Kemals Atatürks um að gera Tyrkland að veraldlegu nútímaríki með evr- ópsku sniði. Í aðdraganda leið- togafundarins nú fyrir helgina lagði tyrkneska stjórnin áherslu á að Tyrkir myndu ekki láta bjóða sér hvað sem er til að fá náðar- samlegast að ganga í sambandið. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan sagði Tyrki myndu „fara sína eigin leið“ ef Evrópusambandið setti upp ósanngjörn skilyrði fyrir inn- göngu þeirra. Að hans sögn væru það „hræðileg mistök“ af hálfu ESB að haga sér eins og „kristinn klúbbur“. Hann vænti þess af ráðamönnum sambandsins að þeir byðu Tyrkjum „færa leið“ til að- ildar og hét því að umbótum á tyrknesku stjórn- og efnahags- kerfi yrði markvisst fram haldið. Það er reyndar talsvert sem stjórn Erdogans hefur afrekað í þessa átt. Þrátt fyrir íslamskan bakgrunn sinn í stjórnmálum hef- ur Erdogan og stjórnin sem hann hefur farið fyrir undanfarin tvö og hálft ár gert mikið átak í að laga tyrknesk lög að löggjöf Evr- ópusambandsins. Eftirtektarverðustu breyting- arnar eru í fyrsta lagi að bundinn hefur verið endir á völd hersins til beinna afskipta af stjórnmálum landsins. Herinn vék frá fjórum ríkisstjórnum á tímabilinu 1960- 1997, ýmist fyrir þær sakir að vera veikar eða of hallar undir að blanda trúnni í stjórnmálin. Þá hafa margvísleg lýðræðis- og borg- araréttindi verið styrkt með nýjum og breyttum lögum, þar á meðal bann við pyntingum og dauðarefs- ingu. Loks ber að nefna að stjórnin hefur tekið fast á spillingu í stjórn- kerfinu og komið efnahagsmálun- um í mun stöðugri farveg. Armenamorð og Kýpur Franska stjórnin lagði í vikunni til viðkvæma viðbót við prófsteina á ESB-aðildarhæfni Tyrklands er hún fór fram á að tyrknesk stjórn- völd viðurkenndu opinberlega sögulega ábyrgð á þjóðarmorðinu á Armenum, sem tyrkneski her- inn framdi í lok heimsstyrjaldar- innar fyrri. Annað viðkvæmt mál er viður- kenning Tyrklands á kýpverska lýðveldinu sem fékk aðild að ESB þann 1. maí sl. Það var aðeins gríski hluti eyjarinnar sem fékk inngöngu þá, ekki tyrkneski norð- urhlutinn sem Tyrkir hafa haldið hersetnum í 30 ár. Tyrklands- stjórn hefur verið óviljug til þess að viðurkenna lýðveldi Kýpur- Grikkja þar sem hún álítur Kýp- ur-Grikki ekki verðskulda hana eftir að áætlun Sameinuðu þjóð- anna um sameiningu Kýpur var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í gríska hlutanum í vor. Kýpur- Tyrkir staðfestu hana. Þótt Tyrk- landsstjórn hefði fyrir leiðtoga- fundinn ekki verið reiðubúin til að gefa nein fyrirheit um viðurkenn- ingu ESB-aðildarríkisins Kýpur stóð Kýpurstjórn ekki gegn ákvörðuninni um aðildarviðræð- urnar, gegn því að ekkert verði dregið undan í kröfugerð Kýp- verja á hendur Tyrkjum í aðildar- viðræðunum sjálfum. Í leiðtogaráðs-ályktuninni um upptöku aðildarviðræðna er ekki gerð skýlaus krafa um að Tyrkir viðurkenni fyrst Kýpurlýðveldið að fullu. Hins vegar fóru leiðtog- arnir fram á að Tyrkir sýndu sam- starfsvilja í þessum efnum með því að undirrita Ankara-bókunina svonefndu, sem felur í sér skuld- bindingu um að samningur ESB og Tyrklands um tollabandalag nái einnig til nýju aðildarríkjanna tíu, þar á meðal Kýpur. Í þessu sambandi er vert að gefa því gaum að Grikklands- stjórn hefur beitt sér eindregið fyrir aðildarviðræðunum við Tyrki. Samskipti grannþjóðanna tveggja, sem hafa marga hildi háð í gegn um tíðina (og voru fyrir að- eins fáeinum árum nær farnar í stríð vegna landamæradeilna í Eyjahafi), eru nú með betra móti. Vekur þetta vonir um að Grikkir geti miðlað málum við Tyrki í Kýpurdeilunni. Niðurstaðan ekki fyrirfram gefin Sumir sérfræðingar í evrópskum stjórnmálum eru reyndar þeirrar skoðunar, að jafnvel þótt aðildar- viðræður fari fram af fullri al- vöru næstu árin kunni svo að fara að ekkert verði af aðildinni. Þannig hefur fréttavefur BBC eft- ir John Palmer, forstöðumanni hjá rannsókna- og ráðgjafarstofnun- inni European Policy Centre (EPC) í Brussel, að þær umbætur sem hrint hafi verið í framkvæmd í Tyrklandi fram til þessa dugi til að hafnar verði aðildarviðræður, en þær séu langt frá því að vera nægilegar til að landið teljist upp- fylla aðildarskilyrðin. „Þetta verða óvenjulegar við- ræður. Báðir samningsaðilar eru sammála um að 15 til 20 ár kunni að líða áður en niðurstaða fæst,“ segir Palmer. „Að mínu áliti munu Tyrkir ekki gera sér rellu út af tímanum [sem ferlið tekur]. Það sem skiptir máli er að umbótaferl- ið í Tyrklandi er tengt aðildar- samningaferlinu. Það er síðan spurning út af fyrir sig hvort báð- ir aðilar komist að jákvæðri nið- urstöðu þegar þessu ferli lýkur. Ég tel ekki að sú niðurstaða sé fyrirfram gefin.“ ■ 25ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2004 E N N E M M / S ÍA / N M 14 5 4 1 SKILYRÐI ESB FYRIR AÐ HEFJA AÐILDARVIÐRÆÐUR VIÐ TYRKI 3. OKTÓBER 2005: Tyrkland undirriti samning um að láta tollasamstarf þess við ESB ná til nýjustu aðildarríkja þess, þ. á m. Kýpur Aðildarviðræðurnar verði opnar, þ.e. engar tryggingar gefnar fyrir því að samningar um inngöngu náist Skyldi svo fara að aðildarsamningar náist ekki mun ESB ekki snúa baki við Tyrklandi Tyrkland verður að halda áfram á braut pólitískra og efnahagslegra umbóta Fyrirvarar kunna að vera gerðir um hömlur á frjálst flæði launþega frá Tyrklandi 24-25 (360) 20.12.2004 16.14 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.