Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 32
Hvenær færðu nóg? Það var greinilegt að Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, átti erfitt með að skija spurningu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, þegar hún innti hann eftir því hvort ekki væri komið nóg eftir kaupin á Big Food Group. „Heldur þú að þið verðið aldrei komnir þar í fjárfestingum og útrás, að þið ákveðið sjáfir, að nú sé komið nóg?“ spurði Agnes. Pirringur Jóns Ásgeirs var augljós í svarinu. „Hvað heldur þú eigin- lega að við séum að gera? Við erum auðvitað að reka þau fyr- irtæki sem við höfum keypt og við erum að skila hagnaði,“ sagði hann. Hann útlistaði síðan fyrir blaðamanninum hvaða eign- ir Baugur hefði selt á Íslandi að undanförnu og sagði að spurn- ingin um að aldrei væri nóg komið ætti ekki við rök að styðjast. Engar tilkynningar í Kauphöll Kaup Baugs og samstarfsaðila á Big Food Group eru meðal stærstu viðskipta sem íslenskt fyrirtæki á einkamarkaði hefur farið út í. Einungis kaup KB banka á FIH bankanum fyrr í ár eru af sambærilegri stærðargráðu. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær- morgun er bent á að þótt KB banki, Landsbankinn og Burðarás hafi öll verið talin upp sem þátt- takendur í viðskiptunum hafði ekk- ert birst á vef Kauphallar Íslands. Af þessu má ráða að þáttur þessara fé- laga í kaupunum sé minni en svo að áhrif geti haft á verð hlutabréfa fyrir- tækjanna. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.381 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 49 Velta: 314 milljónir +0,08% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Breska flugfélagið Excel Airways sem er að mestu í eigu Magnús- ar Þorsteinssonar og félaga í Avion Group var valið fremsta leiguflugfélag heims á World Tra- vel Awards hátíðinni. Yfirtökutilboð Gætna ehf. til hlut- hafa í VÍS rann út fyrir helgi. Eig- endur 99,91 prósent hlutafjár gengu að tilboðinu. Félagið verð- ur afskráð úr Kauphöll Íslands. Eigendur yfir 98 prósent hlutafjár í BN bankanum í Noregi hafa gengið að yfirtökutilboði Íslands- banka. Tilboðið gildir til 30. des- ember. Nikkei vísitalan í Japan hækkaði í gær um 0,23 prósent og er nú 11.103 stig. 32 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Nokkrum sinnum munaði litlu að hætt yrði við yfirtöku Baugs á Big Food Group. Mikið reyndi á samn- ingatækni og útsjónarsemi við að ná saman þessum stórviðskiptum. Síðustu metrarnir voru hlaðnir spennu sem var á margan hátt táknræn fyrir ferlið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Landsbankinn í eldlínunni á síð- ustu metrunum og er mál manna að þeir hafi sýnt mikla ráðsnilld og þolgæði. Landsbankinn hafði yfirumsjón með fjármögnun kaupanna á Iceland. Auk þess komu bæði KB banki og Straumur að fjármögnun Iceland. Þegar gengið var frá kaupunum höfðu fæstir sofið nokkuð síðastliðna þrjá sólarhringa. Það er mál manna að við lokaúrvinnslu hafi verið ljóst að vöxtur íslensku bankanna og reynsla hafi skipt miklu við að klára viðskiptin. Óhugsandi hefði verið að viðskipti Íslendinga af þessari stærð- argráðu hefðu gengið upp fyrir örfáum misserum. Iceland og Booker-keðjan eru stærstu og verðmætustu eignir Big Food. Booker er gripið og greitt keðja fyrir félagsmenn. Viðskiptavinirnir eru veitingahús og smærri verslanir. Gott sjóð- streymi er í Booker og verslunin skilar eigendum stöðugu og góðu fjárstreymi. Hins vegar hefur verið lítill vöxtur á félaginu. Markaðurinn hefur einnig verð- lagt keðjuna lægra vegna ótta við að reykingabann á veitingastöð- um muni hafa slæm áhrif þegar það verður innleitt. Sala á tóbaki til veitingahúsa er meðal starf- semi Booker. Stjórnendur Big Food hafa að margra mati van- rækt Booker á sama tíma og ork- an hefur farið í rekstur Iceland með litlum árangri. Endurkoma Walkers Iceland verður sérfélag og eig- endahópur keðjunnar verður sam- settur með öðrum hætti en í Big Food. Malcolm Walker, stofnandi Iceland, mun koma í hópinn og með honum sterkt teymi stjórn- enda sem ætlað er að koma Iceland-búðunum aftur á það spor sem þær voru á meðan Walker ríkti yfir þeim. Fasteignir Iceland verða í sérstöku félagi, en þar inn- anborðs eru verslanir sem stað- settar eru í fínni hverfum þar sem verð á verslunarplássi hefur hækkað mikið. Iceland er lág- vörukeðja sem núverandi stjórn Big Food reyndi að breyta. Sterk- ari keðjur hafa farið svipaðar leiðir og Iceland hefur einfaldlega orðið undir í þeirri samkeppni, ekki haft það afl sem Tesco og Somerfield hafa haft til þess að breyta um stefnu. Kostnaður við að breyta búðunum í fínni versl- anir með hærra þjónustustigi er nú of mikill að mati kaupenda Iceland. Búast má því við að leigu- réttur Iceland á bestu stöðunum verði seldur og búðum lokað. Iceland er þekkt fyrir lágt verð og markhópurinn því ekki velstætt fólk sem býr í fínni hverfum Lundúna. Bókfært virði fasteigna Iceland er um 23 milljarðar króna. Búast má við að verðmæti einstakra fasteigna innan keðj- unnar sé miklu hærra en bókfært verð þeirra. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland og Malcolm Walker kemur í liðið ásamt harðsnúnum hópi stjórn- enda. Með í kaupunum er fyrir- tæki Walkers, Cooltrader, sem byggir á svipuðum hugmyndum og Icealand hafði í upphafi. Kaup- in á Cooltrader voru meðal þess sem ljúka þurfti á síðustu metrum samningaferlisins. Landsbankinn var tilbúinn, en Bank of Scotland þurfti leyfi sem fékkst ekki fyrr en ein mínúta var í tímamörk, sem hefðu stefnt öllum samningunum í voða ef farið hefði verið fram yfir þau. Walker þykir geysilega öflugur og við það bætist að hann hefur mikla þörf til að sanna sig að nýju í gegnum Iceland-verkefnið. Hon- um var bolað frá í kjölfar ásakana um innherjaviðskipti en var ný- verið sýknaður af þeim ásökun- um. Hann mun líta á aðkomuna nú sem kærkomið tækifæri til þess að sýna breskum viðskiptaheimi hvers megnugur hann er. Á óskalista stóru bankanna Framundan er mikil vinna við úrvinnslu þessara viðskipta. Hlut- hafafundur er í Big Food í lok jan- úar þar sem yfirgnæfandi líkur eru á að kaupin verði samþykkt. Baugur mun svo taka við rekstrin- um 11. febrúar. Þá fara í fullan gang ráðstafanir til þess að efla rekstur Booker og Iceland. Framundan er mikið verkefni. Breskir bankamenn, sem rætt var við í aðdraganda viðskiptanna, telja kaupin mikinn sigur fyrir Jón Ásgeir og Baug. Bank of Scotland er með útlán upp á 20 þúsund milljarða. Fyrir er í við- skiptamannahópnum góðkunningi Baugs, Philip Green. Baugur er með þessum viðskiptum kominn í sama flokk og Green. Takist að vinna vel úr þessari fjárfestingu telja Bretarnir að lítil takmörk fyrir stærð þeirra verkefna sem tekist verður á við í framtíðinn. Stærstu bankar Bretlands muni ólmir vilja taka þátt í viðskiptum með Baugi. ■ vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 37,50 -0,53% ... Bakkavör 24,70 +0,41% ... Burðarás 11,95 -0,42% ... Atorka 5,85 - ... HB Grandi 7,50 - 5,06% ... Íslandsbanki 11,40 +0,44% ... KB banki 448,00 +0,11% ... Landsbankinn 12,00 - ... Marel 49,40 - ... Medcare 6,05 - ... Og fjarskipti 3,14 - ... Samherji 11,15 - ... Straumur 9,75 +0,52% ... Össur 79,50 +0,63% *Tölur frá kl. 13.30 í gær. Nýjustu tölur á visir.is Mikil vinna og tækifæri Með kaupum á Big Food Group tekst Baugur á hendur risastórt verkefni. Mörgu þarf að kippa í liðinn og heppnist það verður vandfundinn sú fjármálastofnun sem ekki vill vinna með Baugi í verkefnum framtíðarinnar. Össur 0,63% Straumur 0,52% Íslandsbanki 0,44% Grandi -5,06% Fiskimarkaður -1,82% Kögun -1,28% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Huldufélag kaupir á 600 milljarða Fátt er vitað um fyrirtækið sem keypti stóran hluta af Yukos um helgina. Hugsanlega er um biðleik að ræða. Enn er allt á huldu um það hverjir standa á bak við fyrirtækið sem keypti Yuganskneftegaz, dótturfé- lag Yukos. Félagið var keypt á út- söluverði í kjölfar uppboðs á veg- um rússneskra stjórnvalda. Dótturfélagið stendur undir sextíu prósentum af olíufram- leiðslu Yukos. Fyrirtækið var selt að beiðni rússneskra skattayfir- valda til þess að hafa upp í um tvö þúsund milljarða skattaskuld Yu- kos. Með sölunni fengust rúmlega sex hundruð milljarðar króna. Þetta er talið vera nálægt helming- ur af raunverulegu verðmæti fé- lagsins. Dómstólar í Bandaríkjunum veittu Yukos greiðslustöðvun fyrir helgi. Í því fólst meðal annars að dómstóllinn taldi ekki löglegt að selja eignir félagsins á meðan greiðslustöðvunin var í gangi. Af þessum sökum gátu vestrænir bankar og fyrirtæki ekki tekið þátt í kaupum eða fjármögnun á kaup- um þar sem slíkt kynni að hafa í för með sér lögsókn. Þessi staða varð til þess að rúss- neska olíufyrirtækið Gazprom, sem er í eigu stjórnvalda og aðila vinveittum stjórnvöldum, gat ekki gengið frá fjármögnun og dró full- trúi Gazprom sig í hlé áður en upp- boðið hófst. Baikal-Finans-Group, fyrirtæk- ið sem keypti Yuganskeneftegaz, er enn sem komið er óskrifað blað. Fullyrt er að Gazprom, eða rúss- nesk yfirvöld, standi á bak við til- boðið. Eftirgrennslan hefur leitt í ljós að í húsinu þar sem fyritækið er skráð sé einungis að finna mat- vörubúð, kaffihús og símaverslun. Hins vegar er í húsinu skráð fyrir- tæki í olíuiðnaði. Eigandi þess fé- lags hélt því fram í rússneskum fjörlmiðlum um helgina að Gazprom hefði nýlega keypt félag- ið. Ekki er vitað hvort það tengist kaupunum á Yuganskeneftegaz, en fulltrúar Gazprom segjast ekki tengjast kaupunum. Ef greiðsla fyrir Yug- anskneftegaz er ekki innt af hendi innan tveggja vikna eignast rúss- nesk stjórnvöld fyrirtækið. Jafn- vel er talið að kaup huldufyrirtæk- isins séu biðleikur af hálfu stjórn- valda til að koma félaginu í sína eigu. - þk KULDALEGT HJÁ YUKOS Útlitið er ekki bjart hjá olíufyrirtækinu Yukos. Dóttturfyrirtæk- ið, sem framleiðir um 60 prósent af olíu fyrirtækisins, hefur verið selt á útsöluprís til al- gjörlega óþekkts fyrirtækis. Á RANGRI BRAUT Rekstur Iceland-keðjunnar er talinn hafa verið á rangri braut. Núverandi eigendur réðust í dýrar breytingar á búðun- um sem ekki skiluðu viðunandi arði. Keðjan á hins vegar afar verðmætar fasteignir. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING KAUPIN Á BIG FOOD GROUP 32-49 (32-33) Viðskipti 20.12.2004 15.58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.