Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 50
Dr. Bragi Jósepsson sendir frá sér óvenjulega minningabók fyr- ir þessi jól. Hún heitir „Eitt stykki Hólmur“ og er í senn æskuminningar höfundarins frá Stykkishólmi og yfirlit um stað- inn eins og hann var á fyrri helm- ingi tuttugustu aldar. Bragi segir ekki bara frá sínum uppvexti, heldur rekur hann sögu allra húsa og bæja í Hólminum og seg- ir frá fólkinu sem byggði bæinn. Tímamótin slógu á þráðinn til Braga sem nú býr í Stykkishólmi. Við spurðum hann um viðbrögðin við þessari bók, sem er að ýmsu leyti opinskárri en fólk á að venj- ast þegar minningabækur eru annars vegar. „Viðbrögðin hafa verið að mestu leyti afar góð. Ég hafði nú þann háttinn á að ég sendi fólki uppkast að ýmsum köflum þar sem ég var kannski á gráu svæði, og reyndi svo að taka tillit til at- hugasemda. En auðvitað ber ég ábyrgð á þessari frásögn og mað- ur getur aldrei gert svo öllum líki.“ En þú ert nú ekki heldur að hlífa þér og þínum. „Nei, nei, ég skrifa líka um mitt fólk, fósturforeldra mína, séra Sigurð og frú Ingigerði, eins og þau voru ævinlega kölluð í Hólminum og er alveg jafn opin- skár um mig og mitt fólk og ég er um aðra. Annars segir þetta, hvernig um þau var talað og hvernig þau voru ávörpuð, tals- vert um bæjarbraginn og sam- félagið í Hólminum á fyrri helm- ingi síðustu aldar. Hólmarar hefðu ekki vitað um hverja væri verið að tala ef titlarnir hefðu ekki fylgt. Stéttaskiptingin er merkilegt rannsóknarefni og var afar ljós í Stykkishólmi. En það var eins og lágstéttin í Hólminum bæri vissa virðingu fyrir fína fólkinu í plássinu og eins og fólk sætti sig við stöðu sína að sumu leyti. Fólk hafði líka tilfinningu fyrir því að Stykkishólmur væri merkilegt pláss. Þarna var spít- ali, fangelsi og amtsbókasafn, elsta veðurathugunarstöð lands- ins og Hólmarar fundu svolítið til sín. Þeir litu hins vegar niður á suma aðra. Ég held til dæmis að Eyrsveitungar, Færeyingar og svertingjar hafi verið í sama flokki.“ Reyndar sendir Bragi líka frá sér aðra bók, um viðurnefni, og flokkar þau. Guðrún Kvaran ritar inngang að þeirri bók. Jóhanna, móðir Braga, var vinnukona og einstæð móðir. Bragi hafði lítil kynni af föður sínum fyrstu árin. Hann var svo fóstraður af séra Sigurði Ó. Lárussyni og Ingigerði Ágústs- dóttur. Mér finnst ég finna að þú haf- ir ekki verið alls kostar sáttur þegar móðir þín skildi þig eftir hjá prestshjónunum, er það rétt? „Ja, mér þótti afskaplega vænt um móður mína og kannski gerði ég mér vonir um að fá að fara til hennar aftur, eftir að hún giftist og varð bóndakona. Mér fannst líka talsvert til um það að hún skyldi giftast og fannst til um það fyrir hennar hönd. En ég var afskaplega vel haldinn hjá fósturforeldrum mínum, naut þar góðs atlætis. Ég var til dæm- is tekinn með í öll jólaboð fram undir fermingu og fóstri minn leyfði mér að sitja hjá sér í stof- unni þegar hann sat þar með vin- um sínum.“ Varstu kannski svolítið dekraður? „Já, ætli það ekki. Ég hugsa að ég hafi verið svolítið dekurbarn. En þetta var yndisleg og frjáls æska hjá okkur krökkum í Stykk- ishólmi. Maður fékk að gera allt sem hugurinn girntist. Nútíma- börn þekkja þetta ekki.“ Og nú ertu fluttur á æsku- stöðvarnar. „ Já ég er búinn að koma mér fyrir í Hólminum. Það er yndis- legt.“ ■ 34 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR JÓSEF STALÍN fæddist þennan dag 1879. „Dauði eins manns er harmleikur. Dauði milljón manna er tölfræði.“ Hann drap milljónir. Opinberlega var sagt að milljónir hefðu harmað dauða hans. timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1958 var Charles De Gaulle kosinn forseti Frakklands. De Gaulle, sem fæddist 1890, var hetja úr seinna stríði. Hann barðist reyndar í fyrra stríði líka. Fyrir seinna stríð hafði hann, án árangurs, reynt að færa heri Frakka til nútímahorfs. Eftir að Pétain marskálkur samdi frið við Þjóðverja flúði De Gaulle til Lundúna og sameinaði her Frakka í nýlend- unum undir merkjum frjálsra Frakka. Hann varð leið- togi útlagastjórnar Frakklands 1944 og vann frækna sigra á vígvöllunum. Eftir stríð var hann einróma kjör- inn forseti en taldi völd sín of lítil og sagði af sér tveimur árum seinna. Hann stofnaði eigin stjórnmála- flokk en naut lítils fylgis og dró sig í hlé 1953. 1958 braust út borgarastríð í Alsír þegar franskir íbúar þar vildu ekki samþykkja sjálfstæði landsins. Þetta leiddi til stjórnmálakreppu í Frakklandi. De Gaulle samþykkti að taka að sér forystu í ríkisstjórn sem studdist við neyðarlög. Hann ríkti í raun sem einvaldur í sex mán- uði og setti fram til- lögur um breytingar á stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það var upphaf fimmta lýð- veldisins. De Gaulle var ekki ýkja fylgi- spakur Bandaríkjun- um og Bretlandi, enda hafði hann oft átt í útistöðum við bandamenn í stríðinu. Hann tók meðal annars heri Frakka undan sameiginlegri her- stjórn Atlantshafsbandalagsins og beitti sér gegn inn- göngu Breta í Efnahagsbandalag Evrópu. De Gaulle sagði af sér 1969 í kjölfar stúdentaóeirðanna 1968 eftir að hafa beðið lægri hlut í þjóðaratkvæðagreiðslu. 6. OKTÓBER 1989 De Gaulle hershöfðingi. Kosinn forseti Frakklands þennan dag 1958. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1844 Jónas Hallgrímsson yrkir „Enginn grætur Íslend- ing...“ 1929 Varðskipið Þór strandar við Sölvabakka utan Blönduóss. 1937 Fyrsta teiknimynd Dis- neys í fullri lengd, „Mjallhvít og dvergarnir sjö“, frumsýnd. 1945 Patton hershöfðingi deyr í bílslysi. 1945 Ný brú yfir Ölfusá opnuð til umferðar. 1952 Kveikt á Oslóarjólatré á Austurvelli í fyrsta sinn. 1975 Hermdarverkamaðurinn Carlos, öðru nafni „Sjakalinn“, ræðst á höf- uðstöðvar OPEC. 1979 Carter forseti kemur Chrysler bílaverksmiðj- unum til aðstoðar með 1,5 milljarða dollara rík- isframlagi. De Gaulle kosinn forseti Frakklands AFMÆLI Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi er 75 ára í dag. Hörður Vilhjálmsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, er 74 ára. Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur er 63 ára í dag. Snorri H. Jóhannesson, bóndi og ferða- málafrömuður, er 57 ára. Guðmundur S. Alfreðsson þjóðréttar- fræðingur er 55 ára. Gísli Snær Erlingsson kvikmyndagerð- armaður er fertugur í dag. JARÐARFARIR 13.00 Jólín Ingvarsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Ólafur Guðmundsson, fyrrver- andi lögregluþjónn, elliheimilinu Grund, áður Bergþórugötu 57, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Geir Þorvaldsson, Bláhömrum, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju. 13.00 Guðmundur E. Sigvaldason jarð- fræðingur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.00 María Helgadóttir frá Odda, Ísa- firði, verður jarðsungin frá Nes- kirkju. 13.30 Aðalbjörg Guðrún Árnadóttir, Goðabraut 19, Dalvík, verður jarð- sungin frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Ásbjörg Guðný Jónsdóttir, Höfða, Akranesi, verður jarðsung- in frá Akraneskirkju. 15.00 Jóhannes Jónsson frá Siglufirði, Austurbergi 32, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju. 14.00 Hrefna Hákonardóttir frá Vík í Mýrdal, seinast til heimilis á Sæ- borg, Skagaströnd, verður jarð- sungin frá Víkurkirkju. ANDLÁT Ólína Ingveldur Jónsdóttir frá Skipa- nesi, Höfðagrund 2, Akranesi lést fimmtudaginn 14. desember. Guðmundur Einarsson frá Iðu, Heiðar- brún 88, Hveragerði, lést föstudaginn 17. desember. Steinar S. Waage,Kríunesi 6, Garðabæ, lést föstudaginn 17. desember. Pálína Kr. Þórarinsdóttir, Álfaskeiði 64- b6, áður Mjósundi 3, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 14. desember. Guðmunda Ingvarsdóttir, Sóltúni 2, áður Kaplaskjólsvegi 41, lést fimmtudag- inn 9. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Björg Þorsteinsdóttir, Reynimel 76, er látin. Jarðaförin hefur farið fram í kyrr- þey. DR. BRAGI JÓSEPSSON Hólmurinn eins og hann kom mér fyrir sjónir. Stykkishólmur Eitt stykki Hólmur MANNLÍF OG BYGGÐ Í STYKKISHÓLMI 50-51 (34-35) Timamot 20.12.2004 15.55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.