Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 54
38 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Þriðjudagur DESEMBER FÓTBOLTI Hljóti hugmyndir Knatt- spyrnusambands Evrópu um harðari reglur um þá leikmenn sem hvert félag má nota í framtíð- inni hljómgrunn er víst að margt mun breytast innan fótboltans og einhver félög þurfa að hugsa sitt upp á nýtt. Helstu tillögurnar kveða á um að aðeins 25 leikmenn megi vera í hverju liði fyrir sig og átta þeirra verða að vera uppaldir hjá við- komandi félagi. Sé skoðað hvernig þessar regl- ur, verði þær að veruleika, hafa áhrif er knattspyrnulið KR ágætt dæmi. Fjöldi þeirra sem spila fyrir meistaraflokk liðsins er 28 og þyrftu því forráðamenn KR að losa sig við þrjá leikmenn hið fyrsta. Í liðinu í dag eru fimmtán leik- menn sem eru uppaldir í Vestur- bænum og hafa hlotið sína mennt- un í boltanum í hinum svarthvítu treyjum liðsins. Þrettán núver- andi leikmenn falla þá undir það að vera aðkomumenn sé farið eft- ir tillögum UEFA. Nú er það svo að meðan liðinu er heimilt að hafa 25 leikmenn í heildina eru aðeins átján sem nota má í hvern og einn leik. Af þeim átján verða átta að vera uppaldir hjá KR. Þannig breytist í raun ekkert fyrir félag á borð við KR enda gæti liðið notað tíu aðkomu- leikmenn í hverjum leik ef svo bæri undir. Tillögurnar valda heldur eng- um stórvandræðum ef litið er til stórliða Evrópu. Real Madrid þyk- ir hafa þann stimpil að kaupa sér leikmenn fremur en ala þá upp, en þegar málið er skoðað kemur í ljós að nýjar reglur skapa engin vandamál. Í liðinu eru 22 leik- menn, sex færri en í KR, og eru þrettán af þeim Spánverjar. Af þeim eru ellefu uppaldir hjá Real og hafa komið upp í gegnum yngri flokka starf félagsins. Níu útlendingar eru á launa- skrá hjá liðinu og þannig eru því ellefu leikmenn sem flokkast undir að vera aðkomumenn. Sé einn þeirra hvíldur hvern leik, eins og reyndar verður oft raunin vegna meiðsla, breyta nýjar til- lögur engu fyrir Real heldur. Engu að síður þykir líklegt að þessar tillögur eða einhverjar í svipuðum dúr verði samþykktar á þingi UEFA sem fram fer í apríl næstkomandi. albert@frettabladid.is EKKERT AÐ ÓTTAST Vesturbæingarnir hafa lítið að óttast, gangi tillögur UEFA um aukinn hlut heimaalinna leikmanna í fótboltanum eftir. Sama gildir um Real Madrid. Fréttablaðið/Hilmar Þór Hinar nýju reglur UEFA breyta litlu Óvísindaleg úttekt Fréttablaðsins á þeim áhrifum nýrra reglna UEFA sem kveða á um að ákveðinn fjöldi leikmanna skuli uppalinn hjá viðkomandi fé- lagi sýnir að hjá KR og Real Madrid hafa þær lítil sem engin áhrif. ■ ■ SJÓNVARP  18.45 European PGA Tour á Sýn.  19.35 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Ipswich og Wigan í ensku 1. deildinni.  21.40 Veitt með vinum á Sýn. Rennt fyrir fisk í góðu stuði með Kalla Lú.  23.15 World Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  00.10 NBA á Sýn. Útsending frá leik LA Lakers og Detroit Pistons. Latrell Sprewell, leikmaðurMinnesota Timberwolves, meidd- ist í leik á föstudaginn var gegn Los Angeles Clippers í NBA-körfuboltan- um. Spree, eins og Sprewell er kallað- ur, er ákveðinn í að ná sér að fullu áður en hann fer á völl- inn á nýjan leik. „Eins og er get ég ekki sagt að ég verði með í kvöld,“ sagði Spree en Timberwolves mætir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers á útivelli í kvöld. Shaquille O’Neal og félagar hans íMiami Heat, unnu sinn áttunda leik í röð í NBA-körfuboltanum þeg- ar liðið lagði ná- granna sína í Or- lando Magic, 117- 107. Liðin tvö voru lengi vel á svipuðu róli í suðausturriðl- inum en hefur vaxið ásmegin á undan- förnum vikum og náð að sigla fram úr Magic. Steve Francis fór fyrir Magic og skoraði 31 stig en liðið átti ekkert svar við O’Neal sem skoraði 27 stig í leikn- um. Heat hefur ekki unnið jafnmarga leiki í röð síðan 1998. Eric Cantona olli miklum usla í við-tali á MUTV, sem er sjónvarpsstöð í eigu Manchester United, þegar hann notaði óviðeigandi orð í beinni útsendingu. Orðið, sem oft er kennt við bókstafinn F, lét Cantona falla þegar hann var spurður hvort hann bæri virðingu fyrir fólki. Stjórnendur stöðvarinnar fundu sig tilknúna að klippa orðið út úr þættinum þegar hann var endursýndur. Þá talaði Cantona um áhuga sinn á að snúa sér til baka til United liðsins sem knattspyrnustjóri. „En það yrði aldrei fyrr en mér fyndist ég hafa eitthvað sérstakt til málanna að leggja. Svona eins og rokkstjarna sem skapar eitt- hvað nýtt,“ sagði Cantona. Kylfingurinn Tiger Woods segir aðkonan sín, Elin Nordegren, skipti sig miklu máli í íþróttinni. „Við erum eins og lið,“ sagði Woods. „Við förum og borðum og töl- um um hvað klikk- aði og hvað gekk vel.“ Woods missti 1. sæti heimslistans í hendur Vijay Singh fyrr á árinu. Woods óskar sér hvað heitast að geta farið huldu höfði. „Það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað og hefur ekk- ert með golfið að gera. Ef ég gæti spilað golf án þess að vera þekktur, það væri toppurinn.“ Luca di Montezemolo, forstöðu-maður Ferrari, hefur varað for- ráðamenn í Formúlu 1 kappastrinum við að liðin muni molna í sundur ná- ist ekki samkomu- lag um hærri fjár- veitingu til liðanna. „Menn verða að gera sér grein fyrir stöðunni. Ef menn halda ekki rétt á spilunum munu þeir vera eins og kvikmyndaframleiðandi í Hollywood án leikara,“ sagði Montezemolo. Eig- endur liða í Formúlunni hafa ítrekað kvartað yfir lágum hluta af tekjum íþróttarinnar. Todd Bertuzzi, leikmaður Vancou-ver Canucks í NHL, fær ekki að leika í Evrópu vegna keppnisbanns í Bandaríkjunum. Bertuzzi braut gróf- lega á Steve Moore í leik gegn Colorado Avalanche með því að slá hann aftan frá með kylfunni sinni með þeim afleiðing- um að kappinn endaði á sjúkrahúsi. Bertuzzi var dæmd- ur í bann af Alþjóða Ískhokkísamband- inu og verður af 500 þúsund dollurum í tekjum. „Ofbeldið í aðgerðum Bertuzzi er gróft brot á reglum okkar og kemur óorði á íþróttina,“ sagði í dómi sambandsins. Fjölmörg evrópsk lið sýndu áhuga á að fá Bertuzzi til liðs við sig. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Fernando Morientes: Falur fyrir einn milljarð FÓTBOLTI Í kjölfar áhuga Liverpool á sóknarmanninum Fernando Mori- entes hafa forráðamenn Real Ma- drid loks sett verðmiða á strákinn og segja að hann fari ekkert fyrir minna en tæpan milljarð, eða 850 milljónir króna. Er hann sjálfur staðráðinn í að fara enda loforð liðsins gagnvart honum verið þverbrotin. Var gert að því skóna að hann yrði lykilmaður hjá liðinu á ný eftir að hann stóð sig með einsdæmum með Mónakó á síð- ustu leiktíð en sannleikurinn er sá að hann hefur setið það lengi á bekk Real í vetur að hann á sitt eigið rassafar á varamannabekkn- um. ■ MORIENTES Ekkert pláss fyrir þennan mann hjá Real Madrid en Liverpool verður að punga út tæpum milljarði króna vilji þeir fá hann í rauðu treyjuna eftir áramót. Við spyrjum... ... hversu lengi við þurfum að bíða eftir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hrynji niður fyrir hundraðasta sætið á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Íslenska liðið er nú í 93. sæti og hefur fallið um 37 sæti á síðustu sjö mánuðum. Miðað við það verður liðið ekki meðal hundrað bestu knattspyrnuþjóða í heimi í mars og ekki eru miklar líkur á því að liðið hækki eftir erfiðan útileik í Zagreb í lok þess mánaðar. 54-55 (38-39) SPORT 20.12.2004 15.31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.