Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 56
40 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR KÖRFUBOLTI Vince Carter, sem ný- lega gekk til liðs við New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, hefur verið ásakaður um tilraun til að skemma leik fyrir þáverandi liði sínu, Toronto Raptors. Enn er óljóst hvort hegðan Carters hafi orðið til þess að hann fór frá liðinu í síðustu viku. Rob Babcock, framkvæmdastjóri Raptors, var spurður út í atvikið í leiknum en tjáði sig ekki um mál- ið. Hann skipti Carter tveimur dögum seinna til New Jersey Nets fyrir Alonzo Mourning, Aaron Williams, Eric Williams og tvo valrétti. Þrír leikmenn Seattle Super- sonics fullyrða að Carter hafi vís- vitandi gefið andstæðingum sín- um upplýsingar um kerfi sem leikmenn Raptors ákváðu í leik- hléi 29 sekúndum fyrir leikslok þegar liðin mættust í Toronto 19. nóvember sl. Staðan var 97-90 gestunum í vil þegar Raptors stillti upp fyrir innkast. Carter staðsetti sig andspænis vara- mannabekk Seattle og áður en innkastið átti sér stað sagði hann varamönnum Sonics hvaða kerfi væri framundan. Viðbrögð leikmanna Sonics sem sátu á bekknum voru: „Heyrðuð þið þetta? Sáuð þið þetta? Þvílíkt rugl,“ heyrðist frá varamannabekk Sonics. Leikurinn endaði 101-94 fyrir Seattle. Leikmenn Sonics veltu vöngum yfir tilgangi Carters með uppá- tækinu. „Ef þú gerir þetta ein- hverntímann mun ég útskúfa þig úr deildinni,“ sagði einn af þjálf- urum Sonics við einn leikmanna sinna. Reggie Evans, leikmaður Son- ics, vildi lítið sem ekkert tjá sig um málið. „Hann verður að eiga þetta við sig og sína samvisku. Ég læt frekar Ray tala um svona mál,“ sagði Evans. Ray Allen, stigahæsti maður Sonics í vetur, sagði að um tvennt væri að ræða. „Annað hvort var hann að sýna fram á að við gætum ekki stoppað hann þó að við vissum hvaða kerfi þeir væru að spila eða að láta okk- ur vita svo við gætum stoppað hann,“ sagði Allen. Ónefndur samherji Allens sagði að leikmönnum Sonics hefði öllum fundist Carter ætla að eyði- leggja leikinn fyrir Raptors vegna þess að áhorfendur hefðu baulað ítrekað á sig og að hann vildi kom- ast frá liðinu hið fyrsta. Rob Babcock, framkvæmda- stjóri Toronto Raptors, sagðist enga vitneskju hafa haft um fram- komu Carter. „Ég vissi ekki af þessu en ef þetta er tilfellið yrði ég mjög óhress með það mál og myndum við tækla það við fyrsta tæki- færi,“ sagði Babcock. smari@frettabladid.is Carter kjaftaði frá kerfi Leikmenn Seattle Supersonics vilja meina að Vince Carter hafi reynt að eyði- leggja leik fyrir þáverandi liði sínu, Toronto Raptors, þegar liðin mættust í Toronto í síðasta mánuði. Spænska stórliðið Barcelona ætlarnú að gera lokatilraun til að kaupa franska framherjann Nicolas Anelka frá Manchester City. F o r r á ð a m e n n spænska liðsins hafa mikinn huga á því að styrkja sókn- arlínu sína þegar leikmannamarkað- urinn opnar á nýjan leik í janúar og telja Anelka vera rétta manninn. Þessi snjalli Frakki hefur lýst því yfir að hann vilji kom- ast frá Manchester City þar sem liðið eigi ekki möguleika á því að spila í meistaradeildinni en forráðamenn Manchester City vilja ekki selja hann nema að fá fúlgur fjár fyrir. Newcastle vill fá enska framherj-ann James Beattie frá Sout- hampton og hafa boðið félaginu fimm milljónir punda og Frakkann Laurent Robert fyrir kappann. Gra- eme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, sér Beattie sem vænleg- an kost til að taka við af Alan Shear- er sem hyggst leggja skóna á hilluna að loknu þessu tímabili. Newcastle er þó ekki eina liðið sem vill fá Beattie í sínar raðir því Ev- erton og Aston Villa eru að sögn einnig spennt fyrir kappan- um. Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Southampton, vill gjarnan halda sínum besta sóknarmanni en viðurkenndi þó að það gæti orðið erfitt. „Í hinum ullkomna heimi þá myndi ég halda honum og byggja liðið í kringum hann. Við vöðum hins vegar ekki í peningum og ef ég ætla að kaupa nokkra leikmenn þá gæti ég þurft að selja hann.“ David Beckham var settur á bekk-inn hjá Real Madrid þegar liðið mætti Racing Santander á laugardag- inn. Real Madrid vann leikinn, 3-2, og sagði Mariano Garcia Ramon, þjálfari Real Madrid, að bæði Beck- ham og Roberto Carlos hefðu verið settir á bekkinn þar sem þeir hefðu ekki staðið sig nógu vel á æfingum í vik- unni. „Ég vel þá leik- menn í liðið sem standa sig best á æfingum í vikunni. Beckham og Car- los stóðu sig ekki vel og ég ákvað að láta þá ekki spila,“ sagði Ramon. Peyton Manning, leikstjórnandiIndianapolis Colts í NFL-deildinni, færðist nær metinu yfir flestar sendingar sem gefa snerti- mörk á einu tíma- bili. Hann náði einni slíkri á sunnudaginn þegar Colts bar sig- urorð af Baltimore Ravens, 20-10, og hefur Manning nú gefið 47 sending- ar sem gefa snertimörk, einni færri en goðsögnin Dan Marino hjá Mi- ami Dolphins sem á metið. Gordon Strachan hefur ákveðiðað taka ekki við knattspyrnu- stjórastöðunni hjá Portsmouth en hún hefur verið laus síðan Harry Redknapp hætti fyrir skömmu. Ástæða þess að Strachan vildi ekki taka við starfinu er sú að hann var áður stjóri hjá Sout- hampton, grönnum Portsmouth. „Þetta er frábært starf fyrir alla aðra en þá sem hafa nýverið stýrt S o u t h a m p t o n , “ sagði Strachan og bætti við: „Það var allt rétt. Ég bý í tíu mínútna fjarlægð, það eru góðir leikmenn til staðar, góð yfirbygging og góð stemning. Þetta passaði mér bara ekki vegna tengslanna við Southampton.“ Franska goðsögnin Eric Cantona erekki hrifinn af því að bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer sé að reyna að kaupa Manchester United. „Fyrir mér snýst Manchester United um heim- speki og draum. Þetta félag er ekki eitthvað sem á að græða á. Ég kannski barnalegur og mikill draumóramaður en maður eins og hann [Glazer] ætti frekar að kaupa Coca- Cola fyrirtækið heldur en Manchest- er United. Hann ætti að vera áfram í Ameríku.“ ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM VINCE CARTER LEIKMAÐUR NEW JERSEY NETS Carter var orðinn langþreyttur hjá Toronto Raptors en var loks skipt í síðustu viku. DON JOAQUÍN Hefur lengi langað til að spila með Real Madrid en Real ætlar ekki að bjóða í strákinn að svo stöddu. Joaquin hjá Real Betis: Líklega á leið til Chelsea FÓTBOLTI Real Madrid ætlar ekki að eltast við landsliðsmanninn Joaquín hjá Betis en haldinn var skyndifundur hjá liðinu eftir að fréttir bárust af áhuga Chelsea á honum fyrir skömmu. Hefur sú ákvörðun verið tekin að gera ekk- ert að svo stöddu en Joaquín hef- ur margsinnis viðurkennt áhuga sinn á að spila fyrir Real. Þykir því líklegt að hann endi í herbúð- um Englendinganna innan tíðar enda hefur hann fengið nóg hjá Betis og vill spreyta sig annars staðar. Joaquín er af spekingum kall- aður einn af fjórum skæðustu miðjumönnum Spánverja en hinir eru Baraja og Vicente hjá Val- encia og Jose Antonio Reyes hjá Arsenal. Eru þeir hver öðrum fljótari og afar leiknir og hafa verið talsverðan tíma allir fasta- menn í spænska landsliðinu. ■ Spænska 1. deildin: Eto’o er með tólf mörk FÓTBOLTI Kamerúninn Samuel Etoo er markahæstur í spænsku deild- inni nú þegar jólafrí er hafið og hlé verður gert framyfir áramót. Hefur Eto’o skorað ein tólf mörk fyrir Barcelona en næstur honum kemur Oliveira hjá Real Betis með níu mörk. Urzaiz hjá Bilbao og Ronaldo hjá Real hafa skorað átta mörk hvor Íslenskir alþingismenn og spænskir knattspyrnumenn eiga það annars sameiginlegt að taka sér svipað langt jólafrí. Nú eru þeir spænsku komnir í frí til níunda janúar en þá er á dagskrá stórleikur Atletico Madrid og Real Ma- drid. ■ TÓLF STYKKI Ólíkt öðrum markaskorurum hefur Eto’o að- eins skorað eitt mark úr vítaspyrnu. Lokastaða ársins á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins gefin út í gær: Niður um 37 sæti á sjö mánuðum FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lækkaði sjöunda mánuðinn í röð á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var birtur í gær og er nú komið niður í 93. sæti á listanum. Fyrir þetta ár hafði íslenska landsliðið aldrei verið neðar en 88. sæti á listanum en tveir síð- ustu mánuðir hafa verið þeir tveir verstu í sögu íslenska landsliðsins á þessum lista. Meðal þjóða sem við höfum misst upp fyrir okkur á síðustu mánuðum eru þjóðir eins og Tógó, Angóla, Kenía, Gvæjana og Sýr- land sem öll teljast á mælikvarða FIFA vera með betri knattspyrnu- landslið en Íslendingar í dag. Íslenska liðið komst hæst í 42. sæti í janúar 2000 en var í 58. sæti í ársbyrjun á umræddum lista og hefur fallið um heil 35 sæti á þess- um tólf mánuðum, þar af niður um 37 sæti frá því í maí þegar ís- lenska liðið var í 56. sæti á listan- um. Íslenska landsliðið hefur nú farið niður um sæti á listanum sjö mánuði í röð en engin önnur þjóð hefur fallið hraðar niður listann á þessu ári eða fallið niður listann svo marga mánuði í röð. Næst okkur í falli niður FIFA-listann af Evrópuþjóðunum kemur landslið Skotlands sem hefur fallið um 32 sæti á árinu. Íslenska landsliðið vann aðeins einn af níu landsleikj- um sínum á árinu, töpin urðu sex, þar af fimm þeirra í sjö lands- leikjum frá því í lok maí. Af gengi hinna liðanna í riðli Íslands er það frétt að Svíar hækka sig um tvö sæti upp í það 13., Króatar og Búlgarar standa í stað, Króatar í 23. sætinu og Búlgarir í því 37. Ungverjar eru á mikilli siglingu og fara upp um tíu sæti upp í það 74. en Maltverjar lækka síðan um tvö sæti og fara niður í 134. sæti listans. FALL ÍSLENSKA LIÐSINS Á SÍÐ- USTU MÁNUÐUM: Maí 2004: 56. sæti Júní 2004: 65. sæti (-9 sæti) Júlí 2004: 75. sæti (-10 sæti) Ágúst 2004: 79. sæti (- 4 sæti) September 2004: 80. sæti (- 1 sæti) Október 2004: 88. sæti (-8 sæti) Nóvember 2004: 90. sæti (-2 sæti) Desember 2004: 93. sæti (- 3 sæti) NEÐAR, NEÐAR OG NEÐAR Íslenska liðið hefur aldrei verið neðar á FIFA-listanum. 56-57 (40-41) SPORT 20.12.2004 15.27 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.