Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 58
42 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR HANDBOLTI Viggó sagði á sínum tíma að hópurinn sem yrði valinn fyrir HM yrði að grunni til sá sami og valinn var fyrir heimsbikarmótið. Meiðsli og mismunandi form leik- manna setja hins vegar ávallt strik í reikninginn auk þess sem Alex- ander Pettersons er nú orðinn lög- legur með íslenska landsliðinu. Fréttablaðið fékk þá Guðjón Guð- mundsson, íþróttafréttamann á Stöð 2, og Júlíus Jónasson, þjálfara ÍR, til að spá í spilin varðandi valið á hópnum. Guðjón segist sjá Viggó gera nokkrar breytingar á hópnum frá því í Svíþjóð. „Með tilkomu Alex- ander Pettersons höfum við mann sem hvort tveggja getur leyst af skyttustöðuna og hornið hægra megin og ég tel að hann verði val- inn í hópinn á kostnað Þóris Ólafs- sonar í þetta skiptið,“ segir Guð- jón. „Ég gæti líka vel trúað að Ingi- mundur Ingimundarson komi inn í hópinn. Viggó gagnrýndi forvera sinn fyrir að velja ekki Arnór Atla- son og það kæmi ekki á óvart að hann yrði valinn sem miðjumaður númer tvö, Ingimundur Ingimund- arson verði valinn í stöðu vinstri skyttu og að Snorri Steinn yrði þannig skilinn eftir. Þá hefur Hreiðar Guðmundsson átt við meiðsli að stríða að undanförnu og líklegt að Reynir Þ. Reynisson verði valinn ásamt Roland Eradze og Birki Ívari Guðmundssyni,“ segir Guðjón en bætir við að sú staðreynd að Viggó ætli að velja þrjá markmenn gefi til kynna að það sé veikasta staða liðsins. „Eradze er sá eini af markvörðum okkar sem er í alþjóðlegum gæða- flokki og það að velja þrjá mark- menn kostar liðið einn dýrmætan útileikmann. Sigfús Sigurðsson er frá og það er enginn sem getur leyst hann af í varnarleikunum. Í raun þýðir fjarvera hans að Viggó getur einfaldlega ekki stillt upp 6-0 vörn á HM og verði þannig að halda sig eingöngu við einhvers konar afbrigði af framliggjandi vörn. Það er áhyggjuefni og tel ég ekkert launungarmál að varnar- leikurinn verður meginhöfuðverk- ur liðsins í Túnis, rétt eins og hann var í Svíþjóð. Liðið er ungt og óreynt og ég held að það verði lítil pressa á liðinu á þessu móti. Skylda Viggó sem landsliðsþjálf- ara er að velja þá 16 leikmenn sem hann treystir best og hef ég enga trú á öðru en að hann geri það,“ segir Guðjón. Júlíus segist ekki búast við miklum breytingum á hópnum frá því á heimsbikarmótinu í Sví- þjóð. „Þessi hópur verður klár- lega byggður á sama grunni en ég set mesta spurningamerkið við leikstjórnandastöðuna. Ég held að Dagur Sigurðsson muni koma til með að verða okkar fyrsti leik- stjórnandi en Snorri Steinn Guð- jónsson hefur ekki verið að finna sig að undanförnu. Viggó gæti hugsanlega leitað til Ragnars Óskarssonar en síðan má ekki gleyma að Arnór Atlason getur vel leyst miðjustöðuna af hendi,“ segir Júlíus, sem einnig telur að Alexander Pettersons verði ekki tekinn fram yfir Einar Hólm- geirsson í stöðu hægri skyttu. „Viggó þekkir Pettersons lítið en hefur unnið með Einari áður. Ég held að það muni gera útslagið.“ Júlíus segir að Dagur, ásamt Ólafi Stefánssyni, muni spila lykil- hlutverk í landsliðinu í Túnis við það að miðla af reynslu sinni til hinna ungu leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref með landslið- inu. „Auðvitað vantar reynslu í þetta lið. En Viggó setur sér samt háleit markmið og tel ég það af hinu góða. En hvort það verði í Túnis eða eftir nokkur ár að Viggó nái þessum markmiðum verður bara að koma í ljós en ég tel að þessi hópur hefur alla burði til að ná langt í framtíðinni.“ vignir@frettabladid.is ARNÓR Á LEIÐ TIL TÚNIS Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson telja báðir að Arnór Atlason verði valinn í landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í Túnis undir formerkjum leikstjórnanda, hugsanlega á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. Hópurinn mun taka nokkrum breytingum Í dag mun Viggó Sigurðsson tilkynna 16 manna hóp íslenska landsliðsins í handbolta sem tekur þátt á HM í Túnis í febrúar. Handboltaspekingar segj- ast sjá breytingar á þeim hópi sem valinn var á heimsbikarmótið í Svíþjóð. Enn vantar töluverðan fjölda fólkstil að styðja umsókn London til að halda Ólympíuleikanna árið 2012 en almennur stuðning- ur er einn af þeim þáttum sem Al- þ j ó ð a ó l y m p í u - nefndin mun skoða áður en tekin verður lokaákvörðun. Að- eins 230 þúsund hafa þegar skráð sig hlynnta leikunum en talið er að millj- ón þurfi til að hafa áhrif á nefndina. Aðrar borgir sem sóttu um hnossið eru Madrid, Paris, New York og Moskva. Landsliðið í handbolta er ekki hiðeina sem stefnir erlendis í næsta mánuði. U20 ára landslið Íslands í ís- hokkí mun taka þátt í móti í Mexíkó fljótlega eftir áramót og spila eina fimm leiki þar. Hópurinn hefur verið valinn en nýr sænskur þjálfari, Uwe Holmberg fer fyrir hópnum. Bernd Schuster, þjálfari liðsLevante, í spænsku deildinni, segir að munurinn á Real Madrid og Barcelona felist í því að leikmenn Barcelona spili mun betri vörn og haldi boltanum mun betur innan liðsins en hjá fjendunum í Madrid. Schuster var ein skærasta stjarna Barcelona í kringum 1980 og hefur síðan ílengst á Spáni við þjálfun. Íslenska kvennalandsliðið í fótboltaféll um eitt sæti á styrkleikalista Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem kynntur var í gær. Féll liðið úr því átjánda í það sautj- ánda, sem verður að teljast gríðarlega mikið betri árangur en íslenska karla- landsliðið á sama tíma og sýnir kannski að árangur Helenu Ólafs- dóttur var ekki svo ýkja slæmur. Spánverjinn Joan Roma ætlar sérstóra hluti í erfiðasta ralli heims, Paris-Dakar, en hann sigraði rallið í fyrra á mótohjóli en ætlar sér nú að reyna fyrir sér á bíl. Ætlar hann þannig að reyna að feta í fótspor Frakkans Stephane Peterhansel en sá gerði slíkt hið sama fyrir nokkrum árum og sigraði bæði á tveimur hjól- um og fjórum. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM MEISTARAR FAGNA Keflavík vann tvöfalt í bikarnum í fyrra og hér sjást frænd- systkinin Anna María Sveinsdóttir og Magnús Þór Gunnarsson með bikarana. Dregið í bikar í körfu: Keflavík mætir Njarðvík KÖRFUBOLTI Bikarmeistarar Kefla- víkur í karla- og kvennaflokki í körfunni eiga erfiða leiki fyrir höndum í átta liða úrslitum Bikar- keppni KKÍ & Lýsingar en dregið var í gær. Karlalið Keflavíkur sækir granna sína í Njarðvík heim en þessi tvö lið hafa staðið sig hvað best á þessu tímabili. Nýliðarnir í Intersportdeildinni, Fjölnir og Skallagrímur, mætast í Grafar- vogi, Hamar/Selfoss tekur á móti Grindavík og á Egilsstöðum verð- ur 1. deildarslagur þar sem Breiðablik sækir Hött heim. Kvennalið Keflavíkur mætir ÍS í Keflavík en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Breiðablik tekur á móti Grindavík, Haukar fá Njarðvík í heimsókn og Tindastóll sækir Laugdæli heim á Laugar- vatn. Leikirnir munu fara fram helgina 8. til 9. janúar. ■ Guðrún Gunnarsdóttir: Valin í há- skólalið ársins FÓTBOLTI Guðrún Gunnarsdóttir, knattspyrnukona úr KR, hefur bætt enn einni fjöðrinni í hatt sinn en hún var um helgina valin í há- skólalið ársins í Bandaríkjunum. Guðrún varð sem kunnugt er há- skólameistari með liði sínu Notre Dame fyrir skömmu eftir æsileg- an úrslitaleik við Háskólann í Kaliforníu og nú hefur þessi ís- lenska stúlka komist í All-Americ- an liðið vegna frammistöðu sinnar með liði sínu. Er hún þar í hópi með öllum bestu knattspyrnukonum Banda- ríkjanna og þótt víðar væri leitað en það eru þjálfarasamtökin í bandaríska fótboltanum sem sjá um valið. ■ GUÐRÚN Í ÚRSLITALEIKNUM Frammi- staða hennar með Notre Dame-háskólan- um hefur skotið henni í röð þeirra allra bestu að mati þjálfara í Bandaríkjunum. Handboltalandslið kvenna: Spilar í Kata- lóníu í dag HANDBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið í handknattleik hélt í gær til Katalóníu en liðið mun spila leik gegn úrvalsliðið Katalóníu í dag. Stefán Arnarson, landsliðsþjálf- ari, valdi fjórtán manna hóp fyrir leikinn. Liðið lék í undankeppni EM í Slóvakíu á dögunum þar sem liðið lék fimm leiki, vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur leikjum. ■ ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Markverðir: Berglind Íris Hansdóttir Val Helga Torfadóttir Haukum Aðrir leikmenn: Dagný Skúladóttir Tus Weisben Kristín Clausen Stjörnunni Hanna G.Stefánsdóttir Haukum Hrafnhildur Skúladóttir SK Arhus Drifa Skúladóttir TVG Berlin Guðrún D.Hólmgeirsdóttir FH Guðmunda Kristjánsdóttir Víkingi Ágústa Björnsdóttir Val Ragnhildur Guðmundsdóttir Haukum Gunnur Sveinsdóttir FH Jóna M. Ragnarsdóttir Tus Weisben Elísabet Gunnarsdóttir Stjörnunni STEFÁN ARNARSON Valdi fjórtán manna hóp fyrir leikinn í Katalóníu í dag.Besti knattspyrnu-maður og knattspyrnukona heims hjá FIFA fyrir árið 2004: Ronaldinho og Prinz valin best FÓTBOLTI Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í gær útnefndur besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA fyrir árið 2004 en hann var efstur í kjöri landsliðsþjálfara og fyrirliða landsliða heims. Alls kusu 157 landsliðsþjálfar- ar og 145 fyrirliðar að þessu sinni en Ronaldinho fékk 68 fleiri at- kvæði en Frakkinn Thierry Henry sem þarf að sætta sig við annað sætið í kjörinu annað árið í röð. Ronaldinho fékk 620 atkvæði, Henry var með 552 en í þriðja sæti var síðan Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko sem var í síð- ustu viku valinn besti Knatt- spyrnumaður Evrópu af franska tímaritinu France Football en bæði Ronaldinho og Henry voru gjaldgengir í því vali. Sams konar verðlaun voru einnig afhent hjá konunum og þar var þýska knattspyrnukonan Birgit Prinz valin best annað árið í röð, bandaríska knattspyrnukon- an Mia Hamm varð önnur og þriðja varð síðan sú brasilíska Marta. Ronaldinho, sem er 24 ára, hefur slegið í gegn með Barcelona en hann gekk til liðs við liðið í upphafi ársins og valdi frekar að fara þangað en til Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er mjög stór stund á mínum ferli. Ég vil fyrst og fremst þakka félögum mínum hjá Barcelona því ég hefði aldrei get- að náð þessu takmarki án þeirra,“ sagði Ronaldinho, sem var settur í fyrsta sæti hjá 89 af landsliðs- þjálfurunum og fyrirliðunum en Henry var 79 sinnum í efsta sæti. Þetta var enn fremur í fyrsta sinn síðan 2000 að besti leikmaður heims leikur ekki með spænska stórliðinu Real Madrid en hann leikur samt áfram á Spáni. ■ ÞAU BESTU Ronaldinho og Birgit Prinz voru í gær valin besta knattspyrnufólk ársins af landsliðsþjálfurum og landsliðsfyrirliðum heims. AP 58-59 (42-43) SPORT 20.12.2004 21:32 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.