Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 59
ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2004 43 ETO’O OG RONALDINHO Fagna hér marki þess fyrrnefnda með Barcelona í vetur en Eto’o heldur því fram að Ronaldinho sé jafn góður og hálft Chelsea-liðið til samans. Samuel Eto’o hefur tröllatrú á félaga sínum Ronaldinho: Betri en helmingur Chelsea-liðsins FÓTBOLTI Kamerúnski sóknarmað- urinn Samuel Eto’o hefur ekki mikla trú á því að brasilíski snill- ingurinn Ronaldinho gangi til liðs við Chelsea á næstunni og hlær að tilraunum enska stórliðsins til að tryggja sér kappann. „Hann er betri en helmingur liðs þeirra til samans,“ segir Eto’o. Ronaldinho hefur gefið það í skyn í viðtölum undanfarna daga að hann gæti vel hugsað sér að spila með Chelsea en Eto’o hefur ekki trú á því. „Hann er jafn mik- ils virði og helmingur Chelsea- liðsins. Það er okkur í hag á vellin- um,“ sagði Eto’o og bendir á að Chelsea-liðið fái ekki alltaf allt sem það vilji. „Ég er dæmi um mann sem fé- lagið vildi fá en fékk ekki. Ég var nálægt því að skrifa undir samn- ing við liðið í nokkur skipti en það varð aldrei neitt úr því. Í staðinn þarf félagið að mæta mér á vellin- um. Það er leikur sem það mun tapa,“ sagði Eto’o en Chelsea og Barcelona mætast í sextán liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu í febrúar næstkomandi. ■ Styrkleikalisti FIFA: Brasilía efst þriðja árið í röð FÓTBOLTI Heimsmeistarar Brasilíu eru áfram efstir á styrkleikalista FIFA en lokalisti ársins 2004 var tilkynntur í gær. Efstu þrjú liðin á listanum, Brasilía, Frakkkland og Argent- ína, héldu öll þremur efstu sætun- um á þessu ári og meðal þjóða sem hafa rokið upp listann á síð- ustu tólf mánuðum eru Tékkar, Kínverjar, Grikkir, Japanar og Mexíkóbúar, sem komust upp fyr- ir Englendinga í sjöunda sæti, en Tékkar komust aftur á móti upp fyrir Spánverja í fjórða sætið. Það eru hins vegar gestgjafar Evrópumótsins í sumar, Portúgal- ar, sem stökkva hæst í efri hlutan- um en þeir hafa farið upp um átta sæti á árinu og komust inn á topp tíu listann (9. sæti). Kínverjar hafa farið upp um 32 sæti á árinu (54. sæti), Japanir (17. sæti) fóru upp um 12 sæti líkt og Evrópumeistarar Grikkja (18. sæti). Þrjár þjóðir í neðri hlutanum náðu allar að hoppa upp um 30 sæti eða fleiri frá því desember 2003, Fílabeinsströndin (upp um 30 sæti í 40. sætið), Úsbekistan (upp um 34 sæti í 47. sætið) og St. Vincent og Grenada (upp um 32 sæti í 137. sæti). Spilaðir hafa verið 1.019 leikir á árinu og metið frá 2000 (1044 leikir) fellur því enn eiga 30 opin- berir landsleikir eftir að fara fram á árinu. Íslenska landsliðið var hins vegar það lið sem féll mest á list- anum á árinu en aðeins Skotar (niður um 32 sæti) komust nálægt hruni íslenska landsliðsins sem féll úr því 58. sæti niður í 93. sæti sem var útkoman á listanum sem var tilkynntur í gær. ■ BRASILÍUMENN FAGNA Eru á toppi styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusam- bandsins þriðja árið í röð og geta því vel við unað. 58-59 (42-43) SPORT 20.12.2004 21:22 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.