Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 64
Vegur bandaríska leikarans og uppistandsgrínarans Jamies Kennedy hefur vaxið hratt á und- anförnum árum en uppistandið ruddi braut hans til Hollywood þar sem kvikmyndahlutverkin sem honum bjóðast eru alltaf að verða bitastæðari. Hann hefur ný- lokið við að leika í The Son of the Mask en þar leysir hann af ekki minni mann en sjálfan Jim Carrey af, en myndin er sjálfstætt fram- hald The Mask sem skaut Carrey og Cameron Diaz báðum upp á stjörnuhimininn árið 1994. „Ég veit það ekki. Jim Carrey gerði The Mask algerlega að sinni og sló hressilega í gegn,“ segir Jamie aðspurður hvort hlutverk hans í The Son of the Mask muni hafa sömu þýðingu fyrir hann og The Mask hafði fyrir Carrey. „Auðvitað vona ég að myndin verði stór og festi mig í sessi.“ Slappar af á Íslandi Jamie er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun troða upp á Broadway fimmtudaginn 30. des- ember. Hann ætlar ekki að rjúka beint af landi brott heldur mun hann eyða áramótunum í Reykja- vík í góðra vina hópi og heldur ekki heimleiðis fyrr en þann 4. jan- úar. Það hefur lengi staðið til að fá Jamie til landsins og þegar hann sló loksins til ákvað hann að gera ferðina að almennilegri Íslands- heimsókn og hvíla sig vel fyrir atið í kringum kynninguna á The Son of the Mask sem verður frumsýnd úti um allan heim í febrúar. „Mig langaði að tékka á Íslandi þó að ég viti nú eiginlega ekkert um landið. Ég veit að Björk er frá Íslandi og svo skilst mér að það sé frekar kalt hjá ykkur og alltaf myrkur. Mér finnst það mjög kúl.“ Þegar talið berst að Íslandi snýst taflið við og Jamie bombarderar blaðamann með spurningum um land og þjóð og færist allur í aukana þegar honum er sagt að Íslendingar séu með skopskynið í lagi og að sjónvarps- þátturinn hans, The Jamie Kenndedy Experience, sé sýndur í sjónvarpi á Íslandi. Hann tapar sér svo algerlega þegar honum er gerð grein fyrir smæð íslenska markaðarins og að landsmenn séu innan við 300.000. „Ertu ekki að grínast? Það búa fleiri í einni íbúðablokk í Los Angeles.“ Umboðsmaðurinn bjargaði ferlinum Það má með sanni segja að Jamie hafi slegið í gegn. Uppi- standið hans nýtur gríðarlegra vinsælda og bókin hans, Wanna- be: A Hollywood Experiment, hefur gengið mjög vel en þar lýsir hann þeim hremmingum sem hann þurfti að ganga í gegnum áður en hann sló al- mennilega í gegn. Þá er hann með eigin sjónvarpsþátt og far- inn að fá aðalhlutverk í stórum Hollywood-myndum. Þetta er býsna góður árangur fyrir 34 ára gamlan mann, en Jamie varð þó ekki stjarna á einni nóttu. Frægðarbrautin var grýtt og hann vann ýmis skítastörf og þegar botninum var náð hafði hann ekki efni á húsaleigu og bjó í bílnum sínum. Þegar svo var komið sá hann aðeins tvo möguleika í stöðunni; að gefast upp og hætta eða nota hrakning- ar sínar sem efni í uppistand sitt. Þá tóku hjólin að snúast en ekki nógu hratt og stórlaxarnir í Hollywood létu ekki sjá sig á sýningum Jamies. Hann brá þá á það ráð að búa sér til umboðs- manninn Marty Power í þeirri von að honum yrði ruglað saman við hinn valdamikla umboðs- mann Marty Bauer. Hann lá svo í símanum alla daga í hlutverki Powers og bókaði og mælti með Jamie Kenendy. Þetta svínvirk- aði og hann fékk sitt fyrst kvik- myndahlutverk í Romeo+Juliet árið 1996 og það sama ár lék hann í Scream og boltinn fór að rúlla fyrir alvöru. Hann á því velgengnina uplogn- um umboðsmanni að þakka en Marty hefur auðvitað heldur betur sannað sig þannig að hann hlýtur að vera eftirsóttur. „Jú, jú. Ég hef fengið fyrirspurnir um Marty en hann er gamall og vill helst ekki standa upp úr stólnum sínum í Flórída þannig að hann gefur ekki færi á sér og lætur aldrei sjá sig.“ Jamie segist stundum eiga bágt með að trúa því hversu hlið- holl gæfan hefur verið honum. „Stundum er þetta ótrúlegt en það er alltaf spennandi þegar allt er að ganga svona upp. Þetta er betra en að vera á hausnum og vinna á Pizza Hut.“ thorarinn@frettabladid.is 48 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Á LEIÐ TIL RÉTTARHALDA Leikarinn Robert Blake kom í gær fyrir dómara þegar réttarhöld yfir honum hófust. Blake er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína Bonnie Lee Bakley. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Demantsúr Skemmtikrafturinn Grindergirl mun hita upp fyrir bandaríska leikarann og sjónvarpsmanninn Jamie Kennedy sem verður með uppistand á Broadway þann 30. desember. Grindergirl er þekkt fyrir að leika listir sínar með eldtungur, risasnáka og svipur auk þess að ganga á glerbrotum. Hápunktur- inn er þó þegar hún kemur fram í efnisrýrri brynju og sýnir snilli sína með fræsivélina. Grindergirl hefur verið með vikuleg atriði í þættinum The Late Show með David Letterman á sjónvarpsstöðinni CBS. Hún kemur til Íslands frá Bagdad þar sem hún kemur einmitt fram í þættinum. Verður hann sendur út frá borginni á aðfangadag. Grindergirl hefur á undan- förnum misserum orðið þekkt víðs vegar um Bandaríkin og er mjög eftirsótt við alls kyns meiriháttar atburði, þar á meðal opnun Sundance-kvikmynda- hátíðarinnar og vetrarólympíu- leikanna 2002, auk fjölda ann- arra atburða um allan heim, til dæmis í Englandi, Hong Kong og Þýskalandi. Örfáir miðar eru eftir á uppi- standið með Jamie Kennedy 30. desember og fer miðasala fram í Skífunni og á event.is. ■ Grindergirl hitar upp JAMIE KENNEDY Gerir mikið út á reynslusögur sínar í uppistandinu enda hefur ferill hans verið býsna skrautlegur. „Ég styðst mikið við líf mitt en ég held samt að þið hljótið að ná flestum bröndurunum þótt margt í þessu tengist bandarísku samfélagi beint.“ Betra en að vinna á Pizza Hut GRINDERGIRL Bandaríski skemmtikrafturinn Grindergirl mun hita upp fyrir Jamie Kennedy á Broadway 30. desember. 64-65 (48-49) FOLK 20.12.2004 20:22 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.