Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 66
50 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Jólasveinninn er kannski göldróttur Afhverju eru jólin haldin og afhverju í desember? Hvernig geta jólasveinarnir sett í skóinn inn um lokað- an glugga? Fréttablaðið fékk nokkra krakka á efstu deild í leikskólanum Stakkaborg til að spjalla um jólin. GUÐMUNDUR MÁR KRISTMUNDS SON 5 ÁRA „Ég er búinn að fá spil og sokka í skóinn og líka eitthvað sem ég man ekki hvað heitir. Jólasveinninn kemst inn um gluggann til þess að setja í skóinn, kannski er hann göldróttur,“ segir Guðmundur sem áttar sig ekki alveg á því afhverju jólin eru haldin. „Ég veit það ekki, en mig langar í jólasveina í jólagjöf. Ekki lifandi samt heldur styttur. Annars er ekki hægt að pakka þeim inn í jólapappírinn.“ HLÍN SIGURÐARDÓTTIR 4 ÁRA Hlín er ekki búin að ákveða sig hvað hún vill í jólagjöf en hún veit afhverju jólin eru hald- in. „Það er af því að það er desember. Alltaf þegar er desember eru haldin jól. Það væri ekki hægt að halda jól á sumrin því þá er eng- inn snjór og ef það er enginn snjór vilja jóla- sveinarnir ekkert koma,“ segir hún. Hlín heldur að það sé allt í lagi þótt jólasveinarnir kíki inn til hennar á nóttunni. „Þeir klifra bara upp stiga og fara inn um gluggann. Það er allt í lagi þó þeir komi inn á stígvélunum, þeir skíta ekkert út.“ HEIÐRÚN BERG SVEINS- DÓTTIR 5 ÁRA. Heiðrún er ekki alveg viss afhverju jólin eru haldin en hún veit hvað hún vill í jólagjöf. „Ég vil fá gorm. Helst vil ég fá röndóttan gorm. Ég ætla líka að gefa ömmu og afa, frændan- um mínum og frænkunum mínum,“ segir Heiðrún íbyggin. Hún er með miklar kenning- ar um jólasveininn og hvernig hann fer að því að koma dóti í skóinn inn um glugga. „Hann tekur stiga og klifrar upp og teygir höndina inn um opinn glugga. Ég er reyndar ekki alltaf með opinn glugga,“ segir hún að lokum og verður hugsi á svip. EINAR LUTHER HEIÐARS SON 5 ÁRA Einar er ófeiminn strákur sem vill ólmur skoða myndavél ljósmyndarans. „Ég er búinn að fá svona fiska í skóinn sem eru settir í gat og maður veiðir með veiðistöng og segulstáli og líka karamellur og pening. Ekki spyrja mig af- hverju jólin eru haldin, ég veit það ekkert,“ segir hann og hlær. Hann er með það á hreinu hvernig jólasveinarnir komast inn um glugg- ann til þess að gefa í skóinn: „Þeir komast inn á sleðanum, fljúgandi sleða með göldróttum hreindýrum.“ Einari langar í rafmagnsgítar í jólagjöf. „Mig langar í rafmagnsgítar en ekki með svona strengjum heldur með takka til að ýta á. Ég kann að spila á rafmagnsgítar og ætla að verða rokkstjarna. Og lögga.“ ARON BJARKI GUÐNASON 5 ÁRA. Aron Bjarki er með það á hreinu hvað hann vill fá í jólagjöf. „Tannkrem! Ég vil fá tann- krem í jólagjöf,“ segir hann sposkur á svip. Hann segir jólin vera haldin því þau eru al- veg að koma, sem er auðvitað ekkert verri ástæða en hver önnur. „Þau eru alveg að koma, það er ekki hægt að halda þau á sumr- in. Eða, kannski gætum við prófað að hafa þau næst á sumrin. Jólasveinninn gefur í skóinn og hann skítur aldrei neitt út hjá mér. Kannski þrífur hann bara eftir sig.“ hilda@frettabladid.is 66-67 (50-51) FOLK 20.12.2004 18:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.